Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2018 20:00 Ágúst Ingi Ágústsson. Vísir/egill Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. Leghálskrabbamein er eitt algengasta krabbameinið á heimsvísu en með því að skima fyrir meininu er hægt að koma í veg fyrir um 90 prósent af öllum tilfellum. Mæting í skimun hefur hins vegar minnkað á Íslandi á undanförnum árum og er nú svo komið að íslenskar konur skila sér síður í skimun en kynsystur þeirra í nágrannalöndum okkar. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri og yfirlæknir hjá leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, segir að sú þróun sé áhyggjuefni. „Mæting í skimun meðal íslenskra kvenna er um 66 prósent, sem er það lægsta á Norðurlöndunum. Yngsti aldurshópurinn, frá 23 til 24 ára, sem er sá aldur sem við byrjum að skima, er ekki með nema helmings mætingu í skimun,“ segir Ágúst. Af þessum sökum hafi Krabbameinsfélagið ráðist í auglýsingaherferð í september til að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Ágúst segir að herferðin hafi þegar gefið góða raun. „Við teljum okkur sjá mjög góð viðbrögð. Það hefur komið mjög góður kippur í bókanir hjá okkur eftir að þessi herferð fór af stað.“ Ágúst hvetur konur á aldrinum 23 til 65 ára til að fara í skoðun. Mörg stéttarfélög og fyrirtæki taki þátt í kostnaði vegna skimunar, sem sé bæði fljótleg og árangursrík. „Við hjá leitarstöðinni erum með ljósmæður sem taka strokin og heimsókn til okkar tekur ekki nema 10 til 15 mínútur. Þetta er afar óþægindalítið og ávinningurinn er ótvíræður.“Nánari upplýsingar má nálgast á vef Krabbameinsfélagsins. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. Leghálskrabbamein er eitt algengasta krabbameinið á heimsvísu en með því að skima fyrir meininu er hægt að koma í veg fyrir um 90 prósent af öllum tilfellum. Mæting í skimun hefur hins vegar minnkað á Íslandi á undanförnum árum og er nú svo komið að íslenskar konur skila sér síður í skimun en kynsystur þeirra í nágrannalöndum okkar. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri og yfirlæknir hjá leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, segir að sú þróun sé áhyggjuefni. „Mæting í skimun meðal íslenskra kvenna er um 66 prósent, sem er það lægsta á Norðurlöndunum. Yngsti aldurshópurinn, frá 23 til 24 ára, sem er sá aldur sem við byrjum að skima, er ekki með nema helmings mætingu í skimun,“ segir Ágúst. Af þessum sökum hafi Krabbameinsfélagið ráðist í auglýsingaherferð í september til að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Ágúst segir að herferðin hafi þegar gefið góða raun. „Við teljum okkur sjá mjög góð viðbrögð. Það hefur komið mjög góður kippur í bókanir hjá okkur eftir að þessi herferð fór af stað.“ Ágúst hvetur konur á aldrinum 23 til 65 ára til að fara í skoðun. Mörg stéttarfélög og fyrirtæki taki þátt í kostnaði vegna skimunar, sem sé bæði fljótleg og árangursrík. „Við hjá leitarstöðinni erum með ljósmæður sem taka strokin og heimsókn til okkar tekur ekki nema 10 til 15 mínútur. Þetta er afar óþægindalítið og ávinningurinn er ótvíræður.“Nánari upplýsingar má nálgast á vef Krabbameinsfélagsins.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira