Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Birgir Olgeirsson skrifar 8. október 2018 16:08 HR hefur staðfest við Vísi að Kristinn hafi látið af störfum sem lektor við skólann. Lektor við tækni- og verkfræðibraut Háskólans í Reykjavík hefur verið gert að segja upp störfum hjá skólanum, annars verður honum sagt upp. Er það gert vegna ummæla sem lektorinn lét falla um konur á Facebook.DV fjallaði um ummæli Kristins Sigurjónssonar lektors í síðustu viku. Ummælin lét hann falla í lokuðum Facebook-hópi sem nefnist Karlmennskuspjallið. Þar sagði hann konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Segi einhver neðanbeltisbrandara þá sé litið á það sem kynferðisofbeldi.Fyrst var greint frá uppsögn Kristins á vef Eiríks Jónssonar.Boðið að segja upp eða verða rekinn annars Kristinn segir í samtali við Vísi að honum hafi borist tilkynning frá rektor HR að kvöldi miðvikudagsins 3. október þar sem Kristni var tilkynnt að mál hans væri komið í ferli. Morguninn eftir var hann beðinn um að koma á fund með mannauðsstjóra skólans. Þar voru málin rædd en að endingu voru honum rétt tvö bréf. Annars vegar bréf þar sem hann tilkynnir um uppsögn sína og hins vegar bréf þar sem skólinn tilkynnir honum að honum hafi verið sagt upp störfum. Kristinn kennir ekki lengur við skólann eftir þennan fund og segist enn vera að hugsa málið, hvort hann eigi að segja upp eða að velja hinn kostinn, að láta skólann segja sér upp störfum. Hann segist vera að hugsa málið út frá því hvaða áhrif það mun hafa á atvinnuleysibætur, því hann sé 64 ára gamall og ekki viss um að fá aðra vinnu svo glatt.Ari Kristinn Jónsson er rektor HR en hann sat fundinn með Kristni í síðustu viku. Vísir/VilhelmUmmæli tekin úr samhengi Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs HR, segir í skriflegu svari til Vísis að Kristinn hafi látið af störfum við Háskólann í Reykjavík en sagðist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna skólans. Kristinn vill meina að ummæli sín á Karlmennskuspjallinu hafi verið tekin úr samhengi, það sem hann kallaði eftir var að aðgreina kynin á vinnustaðnum, líkt og Hjallastefnan gerir.Það er óskaplega erfitt að búa við að maður geti hvenær sem er fengið ára gamlar ásakanir sem er ekki nokkur leið að verja sig gegn. „Þetta er bara mitt sjónarmið. Svo var ég spurður hvernig væri að vinna með konum. Ég sagði að ég vildi það síður,“ segir Kristinn. Hann segir ummæli sín hafa verið látin falla vegna þess að karlmenn þurfi nú að sanna sakleysi sitt á ára gömlum ásökunum. Segist eiga ágæt samskipti við konur Hann segir að málinu hafi verið snúið á versta veg. „Mjög margar konur urðu sárar í stofnuninni þó ég hafi átt yfirleitt mjög góð samskipti við þær,“ segir Kristinn. Spurður hvort að hann hefði beðist afsökunar á þessum ummælum, segist hann aldrei hafa fengið tækifæri til þess. „Þetta lá alveg fyrir þegar ég var boðaður á fundinn. Ég reyndar vissi það ekki, það var byrjað að ræða svolítið um þetta. Svo þegar ég sá að umræðan var farin að endurtaka sig þá stendur mannauðsstjórinn upp, fer inn á skrifstofu sína og kemur til baka með þessa tvo kosti.“ Staðarlota framundan Hann vill meina að um ótrúlega uppákomu hafi verið að ræða. Venjulega sé kennurum sagt upp í lok kennslumisseris. „En þarna var það gert á miðju kennslumisseri og alveg með ólíkindum hvernig þess staða kemur upp.“ Kristinn segir að þegar honum var sagt upp þá var fyrirhuguð staðarnámslota hjá fjarnámsnemendum. „Ég hef ekkert heyrt í þeim en ég hugsa að þeir hafi orðið hissa. Ég ætlaði að vera með skyndipróf sem átti að gilda 20 prósent. Ég veit ekkert hvernig það fer.“ Hann segist ekki skilja neitt í þessu máli. „Annars vegar að háskóli skuli ekki virða tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi og leyfa manni að ræða þetta, í hvaða samhengi þetta er. Þetta er bara í þessu samhengi að því nafni að ég vilji ekki vinna með konum Þegar menn geta fengið svona ásakanir á sig mörgum árum seinna og þegar útilokað er að verja sig. Og það er ekkert um þetta rætt.“ Frá Háskólanum í Reykjavík.Fréttablaðið/ErnirGagnrýninn á konur Á fundinum síðasta miðvikudag kom fram í máli mannauðsstjórans og rektorsins að Kristinn hefði talað niður til kvenna. Kristinn sagði þá umræðu komna til af því að hann hefur verið gagnrýninn á konur sem beita tálmunum á barnsfeður sína, það er meina þeim að hitta börnin sín. Hann hefur til að mynda skrifað ummæli við fréttir um slík mál og var haft orð á því á fundinum að hann væri mjög gagnrýninn á konur í ummælum sínum. „Í framhaldi af því hef ég líka gagnrýnt konur sem hafa varið slíkar tálmanir,“ segir Kristinn og nefnir til að mynda þær konur sem hafa gagnrýnt tálmunarfrumvarp Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segist þekkja feður sem hafa ekki hitt börnin sín í mörg ár og þess vegna eigi hann til að gagnrýna konur vegna þessara mála, sér í lagi femínista. Spurður hvort að hægt sé að steypa allar konur í sama mót segir hann langan veg frá því. „Ég er fyrst og fremst að gagnrýna þær konur sem gagnrýna svona frumvarp. Þetta er gríðarlega stórt vandamál í samfélaginu hversu margir feður fá ekki að sjá börnin sín og börnin eru ævarandi brennd á sálinni.“ Segist hafa forðast að vera með svívirðingar Eins og áður sagði hefur Kristinn verið fyrirferðarmikill í athugasemdarkerfum fjölmiðla en hann segist aldrei hafa fengið tiltal áður frá HR. „Þess vegna kemur mér þetta á óvart vegna þess að ég hef aldrei fengið athugasemdir um að ég ætti að gæta meiri hófsemi í minni gagnrýni. Ég vil meina að ég hafi alltaf verið málefnalegur og forðast að vera með persónulegar svívirðingar,“ segir Kristinn og bætir við að hann hafi yfirleitt vitnað í rannsóknir máli sínu til stuðnings um skaðsemi tálmana. Segist alveg geta unnið með konum Spurður hvort að hann telji sig í raun og veru ekki geta unnið með konum segir hann það vera tómt bull. „Ég vinn talsvert mikið með konum og mínir næstu yfirmenn í gegnum tíðina hafa verið konur og ég hef átt í mjög góðum samskiptum við þær. Ég skil ekki þessa umræðu. Þarna er ég bara að segja að það geti verið erfitt ef maður lendir í því í framtíðinni að þurfa að sanna sakleysi sitt, eigum við þá ekki bara að hafa Hjallastefnuna á vinnumarkaðinum? Þetta er bara spurning um það. Hún þykir gefa góða raun sú stefna. En ég er að gagnrýna hvernig þessi metoo umræða er orðin. Menn eru settir í gapastokkinn fyrir jafnvel 50 ára gömul mál.“ MeToo Uppsögn lektors við HR Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Lektor við tækni- og verkfræðibraut Háskólans í Reykjavík hefur verið gert að segja upp störfum hjá skólanum, annars verður honum sagt upp. Er það gert vegna ummæla sem lektorinn lét falla um konur á Facebook.DV fjallaði um ummæli Kristins Sigurjónssonar lektors í síðustu viku. Ummælin lét hann falla í lokuðum Facebook-hópi sem nefnist Karlmennskuspjallið. Þar sagði hann konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Segi einhver neðanbeltisbrandara þá sé litið á það sem kynferðisofbeldi.Fyrst var greint frá uppsögn Kristins á vef Eiríks Jónssonar.Boðið að segja upp eða verða rekinn annars Kristinn segir í samtali við Vísi að honum hafi borist tilkynning frá rektor HR að kvöldi miðvikudagsins 3. október þar sem Kristni var tilkynnt að mál hans væri komið í ferli. Morguninn eftir var hann beðinn um að koma á fund með mannauðsstjóra skólans. Þar voru málin rædd en að endingu voru honum rétt tvö bréf. Annars vegar bréf þar sem hann tilkynnir um uppsögn sína og hins vegar bréf þar sem skólinn tilkynnir honum að honum hafi verið sagt upp störfum. Kristinn kennir ekki lengur við skólann eftir þennan fund og segist enn vera að hugsa málið, hvort hann eigi að segja upp eða að velja hinn kostinn, að láta skólann segja sér upp störfum. Hann segist vera að hugsa málið út frá því hvaða áhrif það mun hafa á atvinnuleysibætur, því hann sé 64 ára gamall og ekki viss um að fá aðra vinnu svo glatt.Ari Kristinn Jónsson er rektor HR en hann sat fundinn með Kristni í síðustu viku. Vísir/VilhelmUmmæli tekin úr samhengi Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs HR, segir í skriflegu svari til Vísis að Kristinn hafi látið af störfum við Háskólann í Reykjavík en sagðist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna skólans. Kristinn vill meina að ummæli sín á Karlmennskuspjallinu hafi verið tekin úr samhengi, það sem hann kallaði eftir var að aðgreina kynin á vinnustaðnum, líkt og Hjallastefnan gerir.Það er óskaplega erfitt að búa við að maður geti hvenær sem er fengið ára gamlar ásakanir sem er ekki nokkur leið að verja sig gegn. „Þetta er bara mitt sjónarmið. Svo var ég spurður hvernig væri að vinna með konum. Ég sagði að ég vildi það síður,“ segir Kristinn. Hann segir ummæli sín hafa verið látin falla vegna þess að karlmenn þurfi nú að sanna sakleysi sitt á ára gömlum ásökunum. Segist eiga ágæt samskipti við konur Hann segir að málinu hafi verið snúið á versta veg. „Mjög margar konur urðu sárar í stofnuninni þó ég hafi átt yfirleitt mjög góð samskipti við þær,“ segir Kristinn. Spurður hvort að hann hefði beðist afsökunar á þessum ummælum, segist hann aldrei hafa fengið tækifæri til þess. „Þetta lá alveg fyrir þegar ég var boðaður á fundinn. Ég reyndar vissi það ekki, það var byrjað að ræða svolítið um þetta. Svo þegar ég sá að umræðan var farin að endurtaka sig þá stendur mannauðsstjórinn upp, fer inn á skrifstofu sína og kemur til baka með þessa tvo kosti.“ Staðarlota framundan Hann vill meina að um ótrúlega uppákomu hafi verið að ræða. Venjulega sé kennurum sagt upp í lok kennslumisseris. „En þarna var það gert á miðju kennslumisseri og alveg með ólíkindum hvernig þess staða kemur upp.“ Kristinn segir að þegar honum var sagt upp þá var fyrirhuguð staðarnámslota hjá fjarnámsnemendum. „Ég hef ekkert heyrt í þeim en ég hugsa að þeir hafi orðið hissa. Ég ætlaði að vera með skyndipróf sem átti að gilda 20 prósent. Ég veit ekkert hvernig það fer.“ Hann segist ekki skilja neitt í þessu máli. „Annars vegar að háskóli skuli ekki virða tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi og leyfa manni að ræða þetta, í hvaða samhengi þetta er. Þetta er bara í þessu samhengi að því nafni að ég vilji ekki vinna með konum Þegar menn geta fengið svona ásakanir á sig mörgum árum seinna og þegar útilokað er að verja sig. Og það er ekkert um þetta rætt.“ Frá Háskólanum í Reykjavík.Fréttablaðið/ErnirGagnrýninn á konur Á fundinum síðasta miðvikudag kom fram í máli mannauðsstjórans og rektorsins að Kristinn hefði talað niður til kvenna. Kristinn sagði þá umræðu komna til af því að hann hefur verið gagnrýninn á konur sem beita tálmunum á barnsfeður sína, það er meina þeim að hitta börnin sín. Hann hefur til að mynda skrifað ummæli við fréttir um slík mál og var haft orð á því á fundinum að hann væri mjög gagnrýninn á konur í ummælum sínum. „Í framhaldi af því hef ég líka gagnrýnt konur sem hafa varið slíkar tálmanir,“ segir Kristinn og nefnir til að mynda þær konur sem hafa gagnrýnt tálmunarfrumvarp Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segist þekkja feður sem hafa ekki hitt börnin sín í mörg ár og þess vegna eigi hann til að gagnrýna konur vegna þessara mála, sér í lagi femínista. Spurður hvort að hægt sé að steypa allar konur í sama mót segir hann langan veg frá því. „Ég er fyrst og fremst að gagnrýna þær konur sem gagnrýna svona frumvarp. Þetta er gríðarlega stórt vandamál í samfélaginu hversu margir feður fá ekki að sjá börnin sín og börnin eru ævarandi brennd á sálinni.“ Segist hafa forðast að vera með svívirðingar Eins og áður sagði hefur Kristinn verið fyrirferðarmikill í athugasemdarkerfum fjölmiðla en hann segist aldrei hafa fengið tiltal áður frá HR. „Þess vegna kemur mér þetta á óvart vegna þess að ég hef aldrei fengið athugasemdir um að ég ætti að gæta meiri hófsemi í minni gagnrýni. Ég vil meina að ég hafi alltaf verið málefnalegur og forðast að vera með persónulegar svívirðingar,“ segir Kristinn og bætir við að hann hafi yfirleitt vitnað í rannsóknir máli sínu til stuðnings um skaðsemi tálmana. Segist alveg geta unnið með konum Spurður hvort að hann telji sig í raun og veru ekki geta unnið með konum segir hann það vera tómt bull. „Ég vinn talsvert mikið með konum og mínir næstu yfirmenn í gegnum tíðina hafa verið konur og ég hef átt í mjög góðum samskiptum við þær. Ég skil ekki þessa umræðu. Þarna er ég bara að segja að það geti verið erfitt ef maður lendir í því í framtíðinni að þurfa að sanna sakleysi sitt, eigum við þá ekki bara að hafa Hjallastefnuna á vinnumarkaðinum? Þetta er bara spurning um það. Hún þykir gefa góða raun sú stefna. En ég er að gagnrýna hvernig þessi metoo umræða er orðin. Menn eru settir í gapastokkinn fyrir jafnvel 50 ára gömul mál.“
MeToo Uppsögn lektors við HR Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira