Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Sylvía Hall skrifar 8. október 2018 12:45 Jakob segir móttökurnar hafa verið vonum framar. Vignir Daði Valtýsson Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. Það þykir kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að sýningin er frumraun Jakobs í uppistandi og seldist upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. Fyrr í sumar vakti Jakob athygli þegar hann gaf út lagið sitt „Sumarsmellur“ sem hljómaði á hinum ýmsu útvarpsstöðvum og hefur verið spilað hátt í tíu þúsund sinnum á Spotify. Sjálfur segist hann þó hafa meiri áhuga á uppistandinu. „Ég hef skemmt í minni einkasamkvæmum og líka á viðburðum þegar ég var í menntaskóla. Mig hefur alltaf langað til þess að halda uppistand en ég hef nú aðallega bara talað um það frekar en að hrinda því í framkvæmd. Síðan ákvað ég í september að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Þetta var frekar mikil skyndiákvörðun“. View this post on InstagramKaupið ykkur miða (link í bio)! Hlakka til að sjá ykkur! A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Oct 3, 2018 at 4:18am PDT Móttökurnar vonum framar Jakob segir móttökurnar hafa gengið vonum framar, líkt og áður sagði seldist upp á sýninguna á tveimur dögum eftir að miðar fóru í sölu og því hefur verið ákveðið að setja aukasýningu í sölu í dag. Hann hafi þó sett markið töluvert lægra í upphafi. „Ég var búinn að ákveða að ég væri frekar sáttur með að selja hundrað miða en nú er ég búinn að selja tvöhundruð og aukasýning að fara í sölu,“ segir Jakob. Sýningin er með persónulegu sniði og mun hann reifa sínar helstu hversdagsáhyggjur og velta fyrir sér almennu dægurþrasi Íslendinga um strákana okkar, bankamenn og stjórnmálin líkt og kemur fram í auglýsingu fyrir viðburðinn. Þá er sýningunni lýst sem uppgjöri við áleitnar spurningar og æskuminningar. Sýningarnar verða þann 26. október og hægt verður að nálgast miða á aukasýningu Jakobs á tix.is. Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. Það þykir kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að sýningin er frumraun Jakobs í uppistandi og seldist upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. Fyrr í sumar vakti Jakob athygli þegar hann gaf út lagið sitt „Sumarsmellur“ sem hljómaði á hinum ýmsu útvarpsstöðvum og hefur verið spilað hátt í tíu þúsund sinnum á Spotify. Sjálfur segist hann þó hafa meiri áhuga á uppistandinu. „Ég hef skemmt í minni einkasamkvæmum og líka á viðburðum þegar ég var í menntaskóla. Mig hefur alltaf langað til þess að halda uppistand en ég hef nú aðallega bara talað um það frekar en að hrinda því í framkvæmd. Síðan ákvað ég í september að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Þetta var frekar mikil skyndiákvörðun“. View this post on InstagramKaupið ykkur miða (link í bio)! Hlakka til að sjá ykkur! A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Oct 3, 2018 at 4:18am PDT Móttökurnar vonum framar Jakob segir móttökurnar hafa gengið vonum framar, líkt og áður sagði seldist upp á sýninguna á tveimur dögum eftir að miðar fóru í sölu og því hefur verið ákveðið að setja aukasýningu í sölu í dag. Hann hafi þó sett markið töluvert lægra í upphafi. „Ég var búinn að ákveða að ég væri frekar sáttur með að selja hundrað miða en nú er ég búinn að selja tvöhundruð og aukasýning að fara í sölu,“ segir Jakob. Sýningin er með persónulegu sniði og mun hann reifa sínar helstu hversdagsáhyggjur og velta fyrir sér almennu dægurþrasi Íslendinga um strákana okkar, bankamenn og stjórnmálin líkt og kemur fram í auglýsingu fyrir viðburðinn. Þá er sýningunni lýst sem uppgjöri við áleitnar spurningar og æskuminningar. Sýningarnar verða þann 26. október og hægt verður að nálgast miða á aukasýningu Jakobs á tix.is.
Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira