Réttur til þjónustu Teitur Guðmundsson skrifar 4. október 2018 07:30 Þeir sem eru í þeirri stöðu að þurfa að afplána dóma í fangelsi hafa með mismunandi hætti brotið lög og með þessu úrræði er þeim gert að taka út refsingu og markvisst skal stefnt að betrun. Það er ekki óskynsamleg nálgun, en útfærslan hefur gengið misvel og oft koma upp vandamál sem getur reynst erfitt að leysa við þessar kringumstæður. Þekkt er að ýmsum ráðum er beitt komi til hegðunarvanda eða átaka innan veggja fangelsa bæði hérlendis sem erlendis og fyrir agabrot er hópnum oftsinnis refsað auk einstaklingsins sjálfs. Réttindi geta verið dregin til baka, líkt og heimsóknir fjölskyldu og aðgangur að afþreyingu, og í sumum tilvikum er einangrun beitt. Það er augljóst að fangar eiga það sameiginlegt að hafa ekki fulla stjórn á kringumstæðum sínum með sama hætti og þeir sem ganga frjálsir og er það hluti þeirrar frelsissviptingar sem þeir eru dæmdir til. Á sama hátt er augljóst að ekki eru allir fangar eins, né sitja þeir inni fyrir sömu afbrot. Mikill munur getur verið á félagslegum tengslum þeirra, stöðu innan sem utan veggja fangelsis, fjölskylduaðstæðum, menntun og starfsreynslu sem og heilbrigði þeirra hvort heldur er líkamlegu eða andlegu. Að vera aðskilinn frá fjölskyldu og vinum reynist vafalítið erfitt og fyrir þá sem glíma við fíkni og/eða geðsjúkdóma má segja að ástandið sé brothætt svo vægt sé til orða tekið. Umræða um geðheilbrigðisþjónustu við fanga hefur verið fyrirferðarmikil og er ekki enn búið að leysa þann vanda þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um að ekki skuli mismuna einstaklingum og fangar eigi rétt til slíkrar aðstoðar. Tíðni sjálfsvíga er há innan veggja fangelsa um allan heim og versnun á líðan einstaklinga sem glíma við geðsjúkdóma er öllum ljós. Umboðsmaður Alþingis lýsti því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kynni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og að fangar ættu rétt á að njóta þeirrar umönnunar sem þeir þurfa samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Fangelsismálastjóri og Ríkisendurskoðun ásamt fleirum hafa kallað eftir því að stjórnmálamenn og þá aðallega ráðherrar standi í lappirnar með fjárveitingar og skilgreiningu á þeirri þjónustu sem veita skuli í fangelsum hérlendis, en þeirri vinnu er ekki lokið. Þó hefur verið ýtt á eftir því reglulega síðan árið 2010 hið minnsta. Fíknivandi blandast sérstaklega saman við önnur undirliggjandi vandamál og getur verið erfitt að eiga við hann nema með stuðningi fagfólks. Fíknin flækir ferli geðsjúkdóma og vandans almennt svo það er ekki hægt að leggja nægjanlega áherslu á það að þverfagleg teymi starfi innan veggja fangelsanna. Refsingin getur ekki falist í því að sjúkdómsástand versni til muna og leiði jafnvel til dauða. Betrunarferli fanga er mikilvægt og að þeir hafi tækifæri til að snúa af þeirri braut sem leiddi til vistunar. Heilsa og heilbrigði eru lykilatriði þar, menntun og endurmenntun skipta miklu sem og félagslegt tengslanet þeirra sem um ræðir. Við þurfum því að vera vakandi fyrir öllum þessum þáttum og tryggja að við gefumst ekki upp við mjög svo erfitt og krefjandi verkefni sem þjónusta og umönnun við fanga er. Ráðherrar, það er kominn tími til að kippa þessu í liðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Þeir sem eru í þeirri stöðu að þurfa að afplána dóma í fangelsi hafa með mismunandi hætti brotið lög og með þessu úrræði er þeim gert að taka út refsingu og markvisst skal stefnt að betrun. Það er ekki óskynsamleg nálgun, en útfærslan hefur gengið misvel og oft koma upp vandamál sem getur reynst erfitt að leysa við þessar kringumstæður. Þekkt er að ýmsum ráðum er beitt komi til hegðunarvanda eða átaka innan veggja fangelsa bæði hérlendis sem erlendis og fyrir agabrot er hópnum oftsinnis refsað auk einstaklingsins sjálfs. Réttindi geta verið dregin til baka, líkt og heimsóknir fjölskyldu og aðgangur að afþreyingu, og í sumum tilvikum er einangrun beitt. Það er augljóst að fangar eiga það sameiginlegt að hafa ekki fulla stjórn á kringumstæðum sínum með sama hætti og þeir sem ganga frjálsir og er það hluti þeirrar frelsissviptingar sem þeir eru dæmdir til. Á sama hátt er augljóst að ekki eru allir fangar eins, né sitja þeir inni fyrir sömu afbrot. Mikill munur getur verið á félagslegum tengslum þeirra, stöðu innan sem utan veggja fangelsis, fjölskylduaðstæðum, menntun og starfsreynslu sem og heilbrigði þeirra hvort heldur er líkamlegu eða andlegu. Að vera aðskilinn frá fjölskyldu og vinum reynist vafalítið erfitt og fyrir þá sem glíma við fíkni og/eða geðsjúkdóma má segja að ástandið sé brothætt svo vægt sé til orða tekið. Umræða um geðheilbrigðisþjónustu við fanga hefur verið fyrirferðarmikil og er ekki enn búið að leysa þann vanda þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um að ekki skuli mismuna einstaklingum og fangar eigi rétt til slíkrar aðstoðar. Tíðni sjálfsvíga er há innan veggja fangelsa um allan heim og versnun á líðan einstaklinga sem glíma við geðsjúkdóma er öllum ljós. Umboðsmaður Alþingis lýsti því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kynni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og að fangar ættu rétt á að njóta þeirrar umönnunar sem þeir þurfa samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Fangelsismálastjóri og Ríkisendurskoðun ásamt fleirum hafa kallað eftir því að stjórnmálamenn og þá aðallega ráðherrar standi í lappirnar með fjárveitingar og skilgreiningu á þeirri þjónustu sem veita skuli í fangelsum hérlendis, en þeirri vinnu er ekki lokið. Þó hefur verið ýtt á eftir því reglulega síðan árið 2010 hið minnsta. Fíknivandi blandast sérstaklega saman við önnur undirliggjandi vandamál og getur verið erfitt að eiga við hann nema með stuðningi fagfólks. Fíknin flækir ferli geðsjúkdóma og vandans almennt svo það er ekki hægt að leggja nægjanlega áherslu á það að þverfagleg teymi starfi innan veggja fangelsanna. Refsingin getur ekki falist í því að sjúkdómsástand versni til muna og leiði jafnvel til dauða. Betrunarferli fanga er mikilvægt og að þeir hafi tækifæri til að snúa af þeirri braut sem leiddi til vistunar. Heilsa og heilbrigði eru lykilatriði þar, menntun og endurmenntun skipta miklu sem og félagslegt tengslanet þeirra sem um ræðir. Við þurfum því að vera vakandi fyrir öllum þessum þáttum og tryggja að við gefumst ekki upp við mjög svo erfitt og krefjandi verkefni sem þjónusta og umönnun við fanga er. Ráðherrar, það er kominn tími til að kippa þessu í liðinn.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun