Óttast fyrirvaraleysi í erlendum fjölmiðlum um „áróðursmeistarann“ og náinn vin Davíðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2018 10:11 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi rýri traust Háskóla Íslands. Þingmaður Viðreisnar segir fátt nýtt koma fram í skýrslunni. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær ásamt þeim Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar og Teiti Birni Einarssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem skrifuð var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið var meðal þess sem bar á góma. „Það er enginn fyrirvari um að höfundur skýrslunnar hefur verið einn aðal áróðursmeistari Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið, náinn vinur aðalleikara í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Mér finnst ekkert að því að Hannes, sem er lipur penni og allt það, skrifi skýrslu. En ég hef áhyggjur af trúverðugleika okkar og ég hef mjög miklar áhyggjur af trúverðugleika háskólans,“ sagði Helga Vala. Teitur Björn kvaðst ósammála því að skýrslan rýri með einhverjum hætti traust Háskólans. „Mér sýnist að þeir sem hafa tjáð sig um skýrsluna séu mest að fetta fingur út í hver sé höfundurinn og draga upp ýmislegt sem að eins og Helga Vala var að segja að sé komið meira að segja á þann stað að rýra einhvern veginn orðstýr Háskóla Íslands. Mér þykir það ansi stór orð og hún hlýtur að útskýra það einhvern veginn nánar,“ sagði Teitur Björn. Að mati Jóns Steindórs kemur fátt nýtt fram í skýrslunni. „Mér finnst eiginlega furðulega lítið í niðurstöðunum sem að er nýtt og það er nánast ekkert nýtt í þessum niðurstöðum og mér finnst þetta, ég verð að segja það, mér finnst þessi skýrslugerð með mestu ólíkindum,“ sagði Jón Steindór. Alþingi Tengdar fréttir Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39 Enginn aukalegur kostnaður þrátt fyrir sein skil 27. september 2018 06:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi rýri traust Háskóla Íslands. Þingmaður Viðreisnar segir fátt nýtt koma fram í skýrslunni. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær ásamt þeim Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar og Teiti Birni Einarssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem skrifuð var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið var meðal þess sem bar á góma. „Það er enginn fyrirvari um að höfundur skýrslunnar hefur verið einn aðal áróðursmeistari Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið, náinn vinur aðalleikara í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Mér finnst ekkert að því að Hannes, sem er lipur penni og allt það, skrifi skýrslu. En ég hef áhyggjur af trúverðugleika okkar og ég hef mjög miklar áhyggjur af trúverðugleika háskólans,“ sagði Helga Vala. Teitur Björn kvaðst ósammála því að skýrslan rýri með einhverjum hætti traust Háskólans. „Mér sýnist að þeir sem hafa tjáð sig um skýrsluna séu mest að fetta fingur út í hver sé höfundurinn og draga upp ýmislegt sem að eins og Helga Vala var að segja að sé komið meira að segja á þann stað að rýra einhvern veginn orðstýr Háskóla Íslands. Mér þykir það ansi stór orð og hún hlýtur að útskýra það einhvern veginn nánar,“ sagði Teitur Björn. Að mati Jóns Steindórs kemur fátt nýtt fram í skýrslunni. „Mér finnst eiginlega furðulega lítið í niðurstöðunum sem að er nýtt og það er nánast ekkert nýtt í þessum niðurstöðum og mér finnst þetta, ég verð að segja það, mér finnst þessi skýrslugerð með mestu ólíkindum,“ sagði Jón Steindór.
Alþingi Tengdar fréttir Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39 Enginn aukalegur kostnaður þrátt fyrir sein skil 27. september 2018 06:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39
Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42