Aðlögunartími vegna Brexit gæti dregist á langinn Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 11:44 Óvíst er að hugmynd May veki mikla hrifningu hjá flokksmönnum sem voru þegar tilbúnir að fella samning við ESB sem byggði á tillögum hennar. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að aðlögunartími Bretlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu á næsta ári gæti dregist um einhverja mánuði. Sú hugmynd hafi verið rædd á samningafundum Breta og fulltrú sambandsins en ekki sé búist við að af henni verði. Enn hefur ekkert gengið hjá Bretum og ESB að ná samkomulagi um hvernig samskiptum þeirra verður háttað eftir að Bretland gengur úr sambandinu í lok mars. Engin breyting varð á því á leiðtogafundi ESB í gær. Gert hefur verið ráð fyrir að í kjölfar útgöngunnar taki við aðlögunartímabil þangað til í árslok 2020. May sagði í dag að hún hefði lagt fram tillögur til að leysa eitt helst ágreiningsmálið: hvernig landamærum Írlands og Norður-Írlands verður háttað eftir Brexit án þess að setja þurfi upp landamæra- eða tollahlið. „Önnur hugmynd hefur komið fram, og þetta er hugmynd á þessu stigi, um að búa til möguleika á að framlengja innleiðingartímabilið um einhverja mánuði, og það væri aðeins spurning um mánuði,“ sagði May í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður væri ekki gert ráð fyrir að til þess þyrfti að koma þar sem Bretar og ESB væru ákveðin í að ná samkomulagi um framtíðarsamband þeirra fyrir árslok 2020. Ástandið í Íhaldsflokki May hefur verið eldfimt. May á sér marga gagnrýnendur í röðum Brexit-harðlínumanna sem krefjast þess að hún dragi Bretland út úr ESB án nokkurs samnings frekar en að láta undan kröfum ESB. Viðbrögð þeirra við hugmynd May um lengri aðlögunartíma hafa verið neikvæð. Nick Boles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, lýsir hugmyndinni sem „örvæntingafullri lokatilraun“ sem gæti kostað May stuðning flokksmanna. Brexit Tengdar fréttir Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Örlög mögulegs Brexit-samnings ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra yrðu þá í höndum Verkamannaflokksins. 9. október 2018 08:38 Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. 17. október 2018 22:18 Fyrrverandi Brexit-ráðherra hvetur til uppreisnar Átökin innan Íhaldsflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu halda áfram. 14. október 2018 11:14 Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og 17. október 2018 09:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að aðlögunartími Bretlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu á næsta ári gæti dregist um einhverja mánuði. Sú hugmynd hafi verið rædd á samningafundum Breta og fulltrú sambandsins en ekki sé búist við að af henni verði. Enn hefur ekkert gengið hjá Bretum og ESB að ná samkomulagi um hvernig samskiptum þeirra verður háttað eftir að Bretland gengur úr sambandinu í lok mars. Engin breyting varð á því á leiðtogafundi ESB í gær. Gert hefur verið ráð fyrir að í kjölfar útgöngunnar taki við aðlögunartímabil þangað til í árslok 2020. May sagði í dag að hún hefði lagt fram tillögur til að leysa eitt helst ágreiningsmálið: hvernig landamærum Írlands og Norður-Írlands verður háttað eftir Brexit án þess að setja þurfi upp landamæra- eða tollahlið. „Önnur hugmynd hefur komið fram, og þetta er hugmynd á þessu stigi, um að búa til möguleika á að framlengja innleiðingartímabilið um einhverja mánuði, og það væri aðeins spurning um mánuði,“ sagði May í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður væri ekki gert ráð fyrir að til þess þyrfti að koma þar sem Bretar og ESB væru ákveðin í að ná samkomulagi um framtíðarsamband þeirra fyrir árslok 2020. Ástandið í Íhaldsflokki May hefur verið eldfimt. May á sér marga gagnrýnendur í röðum Brexit-harðlínumanna sem krefjast þess að hún dragi Bretland út úr ESB án nokkurs samnings frekar en að láta undan kröfum ESB. Viðbrögð þeirra við hugmynd May um lengri aðlögunartíma hafa verið neikvæð. Nick Boles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, lýsir hugmyndinni sem „örvæntingafullri lokatilraun“ sem gæti kostað May stuðning flokksmanna.
Brexit Tengdar fréttir Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Örlög mögulegs Brexit-samnings ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra yrðu þá í höndum Verkamannaflokksins. 9. október 2018 08:38 Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. 17. október 2018 22:18 Fyrrverandi Brexit-ráðherra hvetur til uppreisnar Átökin innan Íhaldsflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu halda áfram. 14. október 2018 11:14 Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og 17. október 2018 09:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Örlög mögulegs Brexit-samnings ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra yrðu þá í höndum Verkamannaflokksins. 9. október 2018 08:38
Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. 17. október 2018 22:18
Fyrrverandi Brexit-ráðherra hvetur til uppreisnar Átökin innan Íhaldsflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu halda áfram. 14. október 2018 11:14
Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og 17. október 2018 09:00