Hjörvar: Svo margar leiðir á EM 2020 að við hljótum að finna einhverja Anton Ingi Leifsson skrifar 16. október 2018 21:30 Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur. vísir/skjáskot Íslenska liðið hefur ekki unnið í ellefu leikjum í röð sem er versta frammistaða liðsins í 40 ár en þó er engin ástæða til að örvænta segir Hjörvar Hafliðason. Hjörvar segir að íslenska liðið verður með í lokakeppni Evrópumótsins árið 2020 en veit ekki hverju um er að kenna er kíkt er á slakt gengi liðsins síðasta árið. „Þessi ofboðslegi stöðugleiki sem einkenndi íslenska landsliðið í mörg, mörg ár er ekki til staðar lengur," sagði Hjörvar í kvöldfréttum Stöðvar. „Við spiluðum á sama liðinu í fimm ár eða eitthvað slíkt. Nú eru komnar smá breytingar á liðinu og við erum farnir að gera fullt af einstaklingsmistökum." „Einnig erum við farnir að fá á okkur fullt af mörkum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra," en andstæðingarnir undanfarna vikur og mánuði hafa verið ógnasterkir: „Við höfum verið að spila við besta landslið í heimi sem eru Frakkar og svo líklega það næst besta sem eru Belgar og svo Sviss sem er í áttunda sæti heimslistans." „Er ég skoða þessa leiki sem við erum án sigurs í eru aðallega bara tveir leikir sem maður er fúll yfir er Nígeríu-leikurinn sem var lélegur og svo hörmungin í Sviss en annað er ekki að trufla mig sérstaklega." En förum við á EM 2020? „Já, við erum með öflugt lið og það var var fullt í þessum leik í gær sem gaf manni von. Mér fannst við geta spilað aðeins minna hræddir því að við þurftum að vinna." „Við pressuðum þá ekkert fyrr en korter var eftir en varðandi EM; þá förum við þangað inn. Það eru svo margar leiðir þangað inn að ég held að við hljótum að finna einhverja," sagði Hjörvar. Innslagið í heild má sjá hér neðar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenska liðið hefur ekki unnið í ellefu leikjum í röð sem er versta frammistaða liðsins í 40 ár en þó er engin ástæða til að örvænta segir Hjörvar Hafliðason. Hjörvar segir að íslenska liðið verður með í lokakeppni Evrópumótsins árið 2020 en veit ekki hverju um er að kenna er kíkt er á slakt gengi liðsins síðasta árið. „Þessi ofboðslegi stöðugleiki sem einkenndi íslenska landsliðið í mörg, mörg ár er ekki til staðar lengur," sagði Hjörvar í kvöldfréttum Stöðvar. „Við spiluðum á sama liðinu í fimm ár eða eitthvað slíkt. Nú eru komnar smá breytingar á liðinu og við erum farnir að gera fullt af einstaklingsmistökum." „Einnig erum við farnir að fá á okkur fullt af mörkum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra," en andstæðingarnir undanfarna vikur og mánuði hafa verið ógnasterkir: „Við höfum verið að spila við besta landslið í heimi sem eru Frakkar og svo líklega það næst besta sem eru Belgar og svo Sviss sem er í áttunda sæti heimslistans." „Er ég skoða þessa leiki sem við erum án sigurs í eru aðallega bara tveir leikir sem maður er fúll yfir er Nígeríu-leikurinn sem var lélegur og svo hörmungin í Sviss en annað er ekki að trufla mig sérstaklega." En förum við á EM 2020? „Já, við erum með öflugt lið og það var var fullt í þessum leik í gær sem gaf manni von. Mér fannst við geta spilað aðeins minna hræddir því að við þurftum að vinna." „Við pressuðum þá ekkert fyrr en korter var eftir en varðandi EM; þá förum við þangað inn. Það eru svo margar leiðir þangað inn að ég held að við hljótum að finna einhverja," sagði Hjörvar. Innslagið í heild má sjá hér neðar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira