Gríðarleg vinna að taka stöðuna á leikmönnunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2018 10:00 Guðmundur Guðmundsson á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm Talsverðar breytingar eru á íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Guðjón Valur Sigurðsson gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum og sömu sögu er að segja af Theodóri Sigurbjörnssyni. Þá hefur Vignir Svavarsson lagt landsliðsskóna á hilluna. Þrír kornungir leikstjórnendur eru í hópnum; Haukur Þrastarson (17 ára), Gísli Þorgeir Kristjánsson (19 ára) og Elvar Örn Jónsson (21 árs). Hinn 18 ára gamli markvörður Viktor Gísli Hallgrímsson er einnig í hópnum. „Flestir leikmannanna eru í mjög góðu standi. Ég hef verið í persónulegu sambandi við suma þeirra og þjálfara þeirra. Svo fylgjumst við með þeim. Það er gríðarleg vinna að taka stöðuna á þeim,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en leikmenn íslenska liðsins eru dreifðir víðs vegar um Evrópu. Sigvaldi Guðjónsson fær tækifæri í íslenska hópnum en þessi örvhenti hornamaður hefur gert góða hluti með norska liðinu Elverum. „Hann var fyrst hjá Bjerringbro/ Silkeborg og maður sá hann þar þótt hann hafi ekki verið í stóru hlutverki. Síðan flutti hann sig yfir til Århus. Þar sá ég meira af honum og hreifst af ýmsum þáttum í hans leik. Hann hefur spilað afskaplega vel með Elverum í Meistaradeildinni. Við vildum skoða hann að þessu sinni,“ sagði Guðmundur. Línumennirnir sem hann valdi í hópinn að þessu sinni, Ágúst Birgisson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, hafa litla landsliðsreynslu og Guðmundur segir að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þessari stöðu. „Það er nýir menn að taka við keflinu í þessari stöðu. Þeir hafa ekki mikla reynslu,“ sagði Guðmundur. Fyrir utan að vinna leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi vill Guðmundur að íslenska liðið taki skref fram á við í þeim, enda styttist óðfluga í heimsmeistaramótið. „Ég vil sjá okkur þróa leik okkar og bæta okkur á öllum sviðum. Við þurfum að ná betri tökum á varnarleiknum og fá meira öryggi í hann,“ sagði Guðmundur. Hann hefur greint umspilsleikina gegn Litháen síðasta haust í þaula og segir íslenska liðið geta bætt ýmislegt í sínum leik. „Leikirnir gegn Litháen voru mjög erfiðir. Hluti af þeim var mjög góður en síðan komu kaflar sem ég var mjög óhress með,“ sagði Guðmundur. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15 Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00 Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Sjá meira
Talsverðar breytingar eru á íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Guðjón Valur Sigurðsson gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum og sömu sögu er að segja af Theodóri Sigurbjörnssyni. Þá hefur Vignir Svavarsson lagt landsliðsskóna á hilluna. Þrír kornungir leikstjórnendur eru í hópnum; Haukur Þrastarson (17 ára), Gísli Þorgeir Kristjánsson (19 ára) og Elvar Örn Jónsson (21 árs). Hinn 18 ára gamli markvörður Viktor Gísli Hallgrímsson er einnig í hópnum. „Flestir leikmannanna eru í mjög góðu standi. Ég hef verið í persónulegu sambandi við suma þeirra og þjálfara þeirra. Svo fylgjumst við með þeim. Það er gríðarleg vinna að taka stöðuna á þeim,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en leikmenn íslenska liðsins eru dreifðir víðs vegar um Evrópu. Sigvaldi Guðjónsson fær tækifæri í íslenska hópnum en þessi örvhenti hornamaður hefur gert góða hluti með norska liðinu Elverum. „Hann var fyrst hjá Bjerringbro/ Silkeborg og maður sá hann þar þótt hann hafi ekki verið í stóru hlutverki. Síðan flutti hann sig yfir til Århus. Þar sá ég meira af honum og hreifst af ýmsum þáttum í hans leik. Hann hefur spilað afskaplega vel með Elverum í Meistaradeildinni. Við vildum skoða hann að þessu sinni,“ sagði Guðmundur. Línumennirnir sem hann valdi í hópinn að þessu sinni, Ágúst Birgisson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, hafa litla landsliðsreynslu og Guðmundur segir að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þessari stöðu. „Það er nýir menn að taka við keflinu í þessari stöðu. Þeir hafa ekki mikla reynslu,“ sagði Guðmundur. Fyrir utan að vinna leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi vill Guðmundur að íslenska liðið taki skref fram á við í þeim, enda styttist óðfluga í heimsmeistaramótið. „Ég vil sjá okkur þróa leik okkar og bæta okkur á öllum sviðum. Við þurfum að ná betri tökum á varnarleiknum og fá meira öryggi í hann,“ sagði Guðmundur. Hann hefur greint umspilsleikina gegn Litháen síðasta haust í þaula og segir íslenska liðið geta bætt ýmislegt í sínum leik. „Leikirnir gegn Litháen voru mjög erfiðir. Hluti af þeim var mjög góður en síðan komu kaflar sem ég var mjög óhress með,“ sagði Guðmundur.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15 Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00 Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15
Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00
Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13