Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2018 21:00 Kristinn Sigurjónsson hefur lýst brottrekstri sínum sem gríðarlegu áfalli, hann varð 64 ára í vikunni og sér ekki fram á að finna sér vinnu. visir/vilhelm Kristinn Sigurjónsson, sem rekinn var frá starfi sínu sem kennari við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, hefur enn ekki heyrt neitt frá HR. Hann segist hins vegar ekki vilja né geta tjáð sig meira um mál sitt en orðið er og vísar fyrirspurnum til lögmanns síns, sem er Jón Steinar Gunnlaugsson. Jón Steinar sendi Ara Kristni Jónssyni rektor HR bréf í gær þar sem hann býður honum að draga uppsögnina til baka eða mæta sér öðrum kosti fyrir dómsstólum.Akademíker á að geta tjáð sig án ótta Í bréfi Jóns Steinars er vísað sérstaklega til yfirlýsingar um forsendur og frelsi háskóla. Þetta er yfirlýsing sem á sínum tíma var undirrituð af öllum rektorum skóla á háskólastigi á Íslandi, eða 15. júní 2005. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér neðar en þar segir meðal annars:Sá sem nýtur akademísks frelsis getur leitað þekkingar og tjáð sannfæringu sína án þess að eiga á hættu að það bitni á starfsöryggi hans eða öðrum mikilvægum hagsmunum. Nú ber hins vegar svo við að þessi yfirlýsing, sem kalla má einskonar manífestó akademíunnar á Íslandi, er hvergi höfð uppi við og þurfti að grafast fyrir um hana.Kristinn segir brottrekstur sinn hafa verið fyrirvaralausan en í bréfi Jóns Steinars til rektors HÍ er vakin athygli á því að Kristinn njóti réttinda opinberra starfsmanna.visir/vilhelmMeð leit á netinu má finna má skjalið á vef Landbúnaðarháskólans en að öðru leyti virðist sem menn vilji síður flagga yfirlýsingunni. Sem er athyglisvert út af fyrir sig. Vísir sendi fyrr í vikunni fyrirspurn til Háskóla Íslands, en á skrifstofu rektors könnuðust menn ekki við yfirlýsinguna. En, Dr. Jón Atli Benediktsson rektor HÍ er staddur erlendis, er væntanlegur til landsins og verður fyrirspurninni væntanlega svarað bráðlega, en hún snýr að afdrifum yfirlýsingarinnar og því hvort hún sé ekki í fullu gildi?Yfirlýsingin í fullu gildi Einn þeirra sem undirritar yfirlýsinguna er Runólfur Ágústsson, sem þá var rektor á Bifröst. „Ég veit ekki betur en yfirlýsingin sé í fullu gildi. Þetta tengdist umræðu um einkarekna háskóla, sem þá var uppi, og snérist um að tryggja sjálfstæði þeirra. Okkur Páli heitnum Skúlasyni var falið að ritstýra þessari vinnu, síðan var þetta tekið til umræðu í samstarfsnefnd, kynnt og allir háskólarektorar skrifuðu undir, hver fyrir hönd síns skóla,“ segir Runólfur í samtali við Vísi. Runólfur segir að þó yfirlýsingin feli í sér gild, almenn og sjálfsögð sannindi um hið akademíska frelsi hafi aldrei verið mikill áhugi fyrir því að halda henni á loft. Ýmis öfl séu kannski ekki mjög áfram um að háskólarnir og þeirra starfsmenn séu mjög sjálfstæðir.Runólfur Ágústsson segir að það þyki ekkert mjög þægilegt ef einstaka fræðimenn hafa skoðanir sem ekki falla að meginstraumum í samfélagsumræðunni.frettablaðið/anton brink„Sem er algjört grundvallaratriði í háskólasamfélagi. En, þarna koma til áhrif frá fólki innan atvinnulífsins og ríkisins ekki síður. Það þykir ekkert mjög þægilegt ef einstaka fræðimenn hafa skoðanir sem ekki falla að meginstraumum í samfélagsumræðunni. En, í öllu falli þá þarf að tryggja þetta.“En, sjá menn virkilega ekki hættuna ef þetta er látið reka á reiðanum? „Almennt séð ekki. Ef akademískt sjálfstæði og frelsi þeirra sem vinna í háskólasamfélaginu er ekki fullkomlega tryggt þá erum við á vondum stað.Ef háskólarnir taka til við að þjóna viðteknum skoðunum í stað þess að stunda sjálfstæðar rannsóknir held ég að slíkt geti leitt af sér mikinn ófarnað.“ Mál Kristins hefur vakið gríðarlega athygli, og þó margir séu til að fordæma brottrekstur hans eru ýmsir sem telja hann réttmætan. Dr. Bjarni Már Magnússon dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík er einn þeirra. Eiga menn bara að gera sagt hvað sem er? Dr. Bjarni Már skrifar langan pistil á Facebooksíðu sína í dag enda telur hann að í þessu máli kristallist grundvallarspurningar „um tjáningarfrelsi, kynjajafnrétti, mannvirðingu og stöðu akademískra starfsmanna háskóla.Dr. Bjarni Már segir að ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu.frettabladid/daníelGeta akademískir starfsmenn sagt hvað sem er án afleiðinga? Eiga háskólar að slá skjaldborg um alla tjáningu jafnvel þó hægt sé að skilgreina hana sem hatursorðræðu? Hvernig samtvinnast mismunandi grundvallarréttindi, s.s. tjáningarfrelsi og kynjajafnréttindi? Hvert er hlutverk háskólanna yfirhöfuð í samfélaginu?“ spyr Dr. Bjarni.Illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni komið Hann telur sérstakt að akademískt frelsi sé dregið inní umræðuna, en það taki fyrst og fremst til þess fagsviðs sem akademískur starfsmaður starfar á. Hann vísar í Siðareglur HR og segir að þar verði engin mismunun liðin. Dr. Bjarni veltir því fyrir sér hvort ekki megi flokka ummæli Kristins sem hatursorðræðu og telur það hljóta að orka tvímælis að kvenkyns nemendur skólans eigi sitt námsmat undir manni eins og Kristni:„Ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu, enda eiga nemendur töluvert undir kennurum sínum. Hvernig getur kvenkyns nemandi verið viss um að kynferði hennar hafi ekki áhrif á einkunnagjöfina? Eiga stjórnendur háskóla að líta fram hjá slíku? Í þessu samhengi er rétt að benda á að í sumum deildum HR, m.a. verkfræðideild tíðkast ekki svokölluð prófnúmer, kennarar geta því auðveldlega áttað sig á kynferði próftaka.“Sjá má pistil Dr. Bjarna Más í heild sinni hér neðar.visir/vilhelmYfirlýsing um forsendur og frelsi háskólaHlutverk háskólaHlutverk háskóla er að skapa skilyrði til frjálsrar þekkingarleitar, -sköpunar, -varðveislu, og -miðlunar á sviði vísinda, fræða og lista. Með starfsemi sinni þjóna þeir fræðunum og langtímahagsmunum samfélagsins.Háskólar miðla þekkingu til samfélagsins og efla einstaklinga til þroska og sjálfstæðis. Þeir eru vettvangur gagnrýninna vinnubragða og öflunar og úrvinnslu nýrrar þekkingar. Í þeim mætast straumar alþjóðlegra hugmynda og í ljósi þeirra er menningararfur rannsakaður, varðveittur og efldur.Háskóli er samfélag þar sem menn geta óhræddir rætt á gagnrýninn hátt um hvaðeina sem leitar á hugann.Akademískt frelsiHáskólum ber að standa vörð um akademískt frelsi sem felur m.a. í sér að einstaklingur geti stundað rannsóknir, kennslu, eða nám án óeðlilegrar íhlutunar laga, stofnana, eða félagshópa. Sá sem nýtur akademísks frelsis getur leitað þekkingar og tjáð sannfæringu sína án þess að eiga á hættu að það bitni á starfsöryggi hans eða öðrum mikilvægum hagsmunum.Akademískt frelsi háskólakennara felur í sér rétt hans til að fjalla um kennslugrein sína á þann hátt sem hann telur skynsamlegt og í samræmi við fræðilegar kröfur. Það felur í sér rétt til að meta árangur nemenda á faglegum forsendum, í samræmi við þá stefnu sem deild eða háskólastofnun hefur samþykkt. Akademískt frelsi nemenda felur í sér rétt til að velja námsgrein, komast að eigin niðurstöðum og tjá skoðun sína.Akademískt frelsi til rannsókna felur í sér rétt til að velja viðfangsefni og aðferðir. Það felur í sér rétt og skyldu til að birta niðurstöður opinberlega, hverjar sem þær kunna að vera, svo framarlega sem rannsóknin stenst kröfur faglegs jafningjamats.Akademískt frelsi í háskólasamfélagi felur í sér rétt háskólamanna til að gagnrýna stefnu og starfshætti stofnunar sinnar. Það felur í sér borgaralegan rétt til tjáningar og þátttöku í stjórn- og félagsmálum utan háskólans, án þess að það bitni á árangursmati, framgangi, eða starfskjörum.Akademísku frelsi einstaklings fylgir sú ábyrgð að hann starfi af heilindum og gangist undir fræðileg viðmið og taki þátt í mótun þeirra með sannleikann að leiðarljósi. Því fylgir sú skylda að forðast að eigin hagsmunir hafi áhrif á rannsóknarniðurstöður. Akademískt frelsi starfsmanns dregur ekki úr ábyrgð hans á að fara að almennum starfsreglum og siðareglum stofnunar sinnar.StjórnunÁkvarðanir um tilhögun rannsókna og kennslu á vegum háskóla skulu vera óháðar afskiptum þeirra sem eiga skólann eða veita honum fé. Akademískt frelsi er í hættu ef framlög til háskóla eru ákveðin til skamms tíma í senn, eða eru bundin þröngum skilyrðum. Tryggt skal að akademískir starfsmenn taki þátt í mótun og skipulagi fræðilegrar starfsemi á jafningjagrundvelli.Stjórnendum háskóla verður að vera unnt að halda uppi gæðum í starfsemi skólans. Því er nauðsynlegt að háskólar stjórni sjálfir ráðningarmálum sínum, innan eftirfarandi marka:(1) Háskólar hafi ferli sem tryggir að þar veljist til starfa þeir sem hæfastir eru hverju sinni. Upplýsingar um skyldur og réttindi starfsmanna skulu vera skriflegar og aðgengilegar frá upphafi ráðningar.(2) Ákvarðanir um ráðningu eða framgang akademískra starfsmanna skulu ekki teknar fyrr en að afloknu hlutlægu matsferli, þar sem byggt er á faglegu mati en ekki persónulegu. Mat á hæfni og frammistöðu starfsmanns skal meðal annars taka mið af áliti óháðra fagaðila utan viðkomandi háskóla. Almennar upplýsingar um ferli ráðningar og framgangs skulu vera skjalfestar og opinberar.(3) Akademískum starfsmönnum má ekki segja upp nema hlutlægar ástæður krefjist. Upplýsingar um skilyrði og ferli uppsagna skulu kynntar rækilega fyrir starfsmönnum.FjárhagurHáskólum verður að vera gert fjárhagslega mögulegt að sinna hlutverki sínu, meðal annars með því að mega skapa sér sína eigin tekjustofna og ákveða sjálfir hvernig þeir ávaxta sjálfsaflafé sitt eða ráðstafa því.Háskólum skal vera frjálst að stofna fyrirtæki sjálfum sér til hagsbóta vegna þjónustu sem háskólinn þarf sjálfur á að halda vegna starfsemi sinnar.Það er hlutverk ríkisvaldsins að tryggja jöfn tækifæri til náms, án mismununar af nokkru tagi.Reykjavík, 15. júní 2005Páll Skúlason [sign] Runólfur Ágústsson [sign] Ólafur Proppé [sign] Hjálmar H. Ragnarsson [sign] Skúli Skúlason [sign] Guðfinna S. Bjarnadóttir [sign] Ágúst Sigurðsson [sign] Þorsteinn Gunnarsson [sign] Dómsmál Stjórnsýsla Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Sagði konur eyðileggja vinnustaði. 8. október 2018 16:08 Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Kristinn leitar sér lögfræðiaðstoðar í HR-málinu Sérkennilegasti afmælisdagur í lífi Kristins Sigurjónssonar var í gær. 9. október 2018 16:32 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Kristinn Sigurjónsson, sem rekinn var frá starfi sínu sem kennari við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, hefur enn ekki heyrt neitt frá HR. Hann segist hins vegar ekki vilja né geta tjáð sig meira um mál sitt en orðið er og vísar fyrirspurnum til lögmanns síns, sem er Jón Steinar Gunnlaugsson. Jón Steinar sendi Ara Kristni Jónssyni rektor HR bréf í gær þar sem hann býður honum að draga uppsögnina til baka eða mæta sér öðrum kosti fyrir dómsstólum.Akademíker á að geta tjáð sig án ótta Í bréfi Jóns Steinars er vísað sérstaklega til yfirlýsingar um forsendur og frelsi háskóla. Þetta er yfirlýsing sem á sínum tíma var undirrituð af öllum rektorum skóla á háskólastigi á Íslandi, eða 15. júní 2005. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér neðar en þar segir meðal annars:Sá sem nýtur akademísks frelsis getur leitað þekkingar og tjáð sannfæringu sína án þess að eiga á hættu að það bitni á starfsöryggi hans eða öðrum mikilvægum hagsmunum. Nú ber hins vegar svo við að þessi yfirlýsing, sem kalla má einskonar manífestó akademíunnar á Íslandi, er hvergi höfð uppi við og þurfti að grafast fyrir um hana.Kristinn segir brottrekstur sinn hafa verið fyrirvaralausan en í bréfi Jóns Steinars til rektors HÍ er vakin athygli á því að Kristinn njóti réttinda opinberra starfsmanna.visir/vilhelmMeð leit á netinu má finna má skjalið á vef Landbúnaðarháskólans en að öðru leyti virðist sem menn vilji síður flagga yfirlýsingunni. Sem er athyglisvert út af fyrir sig. Vísir sendi fyrr í vikunni fyrirspurn til Háskóla Íslands, en á skrifstofu rektors könnuðust menn ekki við yfirlýsinguna. En, Dr. Jón Atli Benediktsson rektor HÍ er staddur erlendis, er væntanlegur til landsins og verður fyrirspurninni væntanlega svarað bráðlega, en hún snýr að afdrifum yfirlýsingarinnar og því hvort hún sé ekki í fullu gildi?Yfirlýsingin í fullu gildi Einn þeirra sem undirritar yfirlýsinguna er Runólfur Ágústsson, sem þá var rektor á Bifröst. „Ég veit ekki betur en yfirlýsingin sé í fullu gildi. Þetta tengdist umræðu um einkarekna háskóla, sem þá var uppi, og snérist um að tryggja sjálfstæði þeirra. Okkur Páli heitnum Skúlasyni var falið að ritstýra þessari vinnu, síðan var þetta tekið til umræðu í samstarfsnefnd, kynnt og allir háskólarektorar skrifuðu undir, hver fyrir hönd síns skóla,“ segir Runólfur í samtali við Vísi. Runólfur segir að þó yfirlýsingin feli í sér gild, almenn og sjálfsögð sannindi um hið akademíska frelsi hafi aldrei verið mikill áhugi fyrir því að halda henni á loft. Ýmis öfl séu kannski ekki mjög áfram um að háskólarnir og þeirra starfsmenn séu mjög sjálfstæðir.Runólfur Ágústsson segir að það þyki ekkert mjög þægilegt ef einstaka fræðimenn hafa skoðanir sem ekki falla að meginstraumum í samfélagsumræðunni.frettablaðið/anton brink„Sem er algjört grundvallaratriði í háskólasamfélagi. En, þarna koma til áhrif frá fólki innan atvinnulífsins og ríkisins ekki síður. Það þykir ekkert mjög þægilegt ef einstaka fræðimenn hafa skoðanir sem ekki falla að meginstraumum í samfélagsumræðunni. En, í öllu falli þá þarf að tryggja þetta.“En, sjá menn virkilega ekki hættuna ef þetta er látið reka á reiðanum? „Almennt séð ekki. Ef akademískt sjálfstæði og frelsi þeirra sem vinna í háskólasamfélaginu er ekki fullkomlega tryggt þá erum við á vondum stað.Ef háskólarnir taka til við að þjóna viðteknum skoðunum í stað þess að stunda sjálfstæðar rannsóknir held ég að slíkt geti leitt af sér mikinn ófarnað.“ Mál Kristins hefur vakið gríðarlega athygli, og þó margir séu til að fordæma brottrekstur hans eru ýmsir sem telja hann réttmætan. Dr. Bjarni Már Magnússon dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík er einn þeirra. Eiga menn bara að gera sagt hvað sem er? Dr. Bjarni Már skrifar langan pistil á Facebooksíðu sína í dag enda telur hann að í þessu máli kristallist grundvallarspurningar „um tjáningarfrelsi, kynjajafnrétti, mannvirðingu og stöðu akademískra starfsmanna háskóla.Dr. Bjarni Már segir að ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu.frettabladid/daníelGeta akademískir starfsmenn sagt hvað sem er án afleiðinga? Eiga háskólar að slá skjaldborg um alla tjáningu jafnvel þó hægt sé að skilgreina hana sem hatursorðræðu? Hvernig samtvinnast mismunandi grundvallarréttindi, s.s. tjáningarfrelsi og kynjajafnréttindi? Hvert er hlutverk háskólanna yfirhöfuð í samfélaginu?“ spyr Dr. Bjarni.Illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni komið Hann telur sérstakt að akademískt frelsi sé dregið inní umræðuna, en það taki fyrst og fremst til þess fagsviðs sem akademískur starfsmaður starfar á. Hann vísar í Siðareglur HR og segir að þar verði engin mismunun liðin. Dr. Bjarni veltir því fyrir sér hvort ekki megi flokka ummæli Kristins sem hatursorðræðu og telur það hljóta að orka tvímælis að kvenkyns nemendur skólans eigi sitt námsmat undir manni eins og Kristni:„Ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu, enda eiga nemendur töluvert undir kennurum sínum. Hvernig getur kvenkyns nemandi verið viss um að kynferði hennar hafi ekki áhrif á einkunnagjöfina? Eiga stjórnendur háskóla að líta fram hjá slíku? Í þessu samhengi er rétt að benda á að í sumum deildum HR, m.a. verkfræðideild tíðkast ekki svokölluð prófnúmer, kennarar geta því auðveldlega áttað sig á kynferði próftaka.“Sjá má pistil Dr. Bjarna Más í heild sinni hér neðar.visir/vilhelmYfirlýsing um forsendur og frelsi háskólaHlutverk háskólaHlutverk háskóla er að skapa skilyrði til frjálsrar þekkingarleitar, -sköpunar, -varðveislu, og -miðlunar á sviði vísinda, fræða og lista. Með starfsemi sinni þjóna þeir fræðunum og langtímahagsmunum samfélagsins.Háskólar miðla þekkingu til samfélagsins og efla einstaklinga til þroska og sjálfstæðis. Þeir eru vettvangur gagnrýninna vinnubragða og öflunar og úrvinnslu nýrrar þekkingar. Í þeim mætast straumar alþjóðlegra hugmynda og í ljósi þeirra er menningararfur rannsakaður, varðveittur og efldur.Háskóli er samfélag þar sem menn geta óhræddir rætt á gagnrýninn hátt um hvaðeina sem leitar á hugann.Akademískt frelsiHáskólum ber að standa vörð um akademískt frelsi sem felur m.a. í sér að einstaklingur geti stundað rannsóknir, kennslu, eða nám án óeðlilegrar íhlutunar laga, stofnana, eða félagshópa. Sá sem nýtur akademísks frelsis getur leitað þekkingar og tjáð sannfæringu sína án þess að eiga á hættu að það bitni á starfsöryggi hans eða öðrum mikilvægum hagsmunum.Akademískt frelsi háskólakennara felur í sér rétt hans til að fjalla um kennslugrein sína á þann hátt sem hann telur skynsamlegt og í samræmi við fræðilegar kröfur. Það felur í sér rétt til að meta árangur nemenda á faglegum forsendum, í samræmi við þá stefnu sem deild eða háskólastofnun hefur samþykkt. Akademískt frelsi nemenda felur í sér rétt til að velja námsgrein, komast að eigin niðurstöðum og tjá skoðun sína.Akademískt frelsi til rannsókna felur í sér rétt til að velja viðfangsefni og aðferðir. Það felur í sér rétt og skyldu til að birta niðurstöður opinberlega, hverjar sem þær kunna að vera, svo framarlega sem rannsóknin stenst kröfur faglegs jafningjamats.Akademískt frelsi í háskólasamfélagi felur í sér rétt háskólamanna til að gagnrýna stefnu og starfshætti stofnunar sinnar. Það felur í sér borgaralegan rétt til tjáningar og þátttöku í stjórn- og félagsmálum utan háskólans, án þess að það bitni á árangursmati, framgangi, eða starfskjörum.Akademísku frelsi einstaklings fylgir sú ábyrgð að hann starfi af heilindum og gangist undir fræðileg viðmið og taki þátt í mótun þeirra með sannleikann að leiðarljósi. Því fylgir sú skylda að forðast að eigin hagsmunir hafi áhrif á rannsóknarniðurstöður. Akademískt frelsi starfsmanns dregur ekki úr ábyrgð hans á að fara að almennum starfsreglum og siðareglum stofnunar sinnar.StjórnunÁkvarðanir um tilhögun rannsókna og kennslu á vegum háskóla skulu vera óháðar afskiptum þeirra sem eiga skólann eða veita honum fé. Akademískt frelsi er í hættu ef framlög til háskóla eru ákveðin til skamms tíma í senn, eða eru bundin þröngum skilyrðum. Tryggt skal að akademískir starfsmenn taki þátt í mótun og skipulagi fræðilegrar starfsemi á jafningjagrundvelli.Stjórnendum háskóla verður að vera unnt að halda uppi gæðum í starfsemi skólans. Því er nauðsynlegt að háskólar stjórni sjálfir ráðningarmálum sínum, innan eftirfarandi marka:(1) Háskólar hafi ferli sem tryggir að þar veljist til starfa þeir sem hæfastir eru hverju sinni. Upplýsingar um skyldur og réttindi starfsmanna skulu vera skriflegar og aðgengilegar frá upphafi ráðningar.(2) Ákvarðanir um ráðningu eða framgang akademískra starfsmanna skulu ekki teknar fyrr en að afloknu hlutlægu matsferli, þar sem byggt er á faglegu mati en ekki persónulegu. Mat á hæfni og frammistöðu starfsmanns skal meðal annars taka mið af áliti óháðra fagaðila utan viðkomandi háskóla. Almennar upplýsingar um ferli ráðningar og framgangs skulu vera skjalfestar og opinberar.(3) Akademískum starfsmönnum má ekki segja upp nema hlutlægar ástæður krefjist. Upplýsingar um skilyrði og ferli uppsagna skulu kynntar rækilega fyrir starfsmönnum.FjárhagurHáskólum verður að vera gert fjárhagslega mögulegt að sinna hlutverki sínu, meðal annars með því að mega skapa sér sína eigin tekjustofna og ákveða sjálfir hvernig þeir ávaxta sjálfsaflafé sitt eða ráðstafa því.Háskólum skal vera frjálst að stofna fyrirtæki sjálfum sér til hagsbóta vegna þjónustu sem háskólinn þarf sjálfur á að halda vegna starfsemi sinnar.Það er hlutverk ríkisvaldsins að tryggja jöfn tækifæri til náms, án mismununar af nokkru tagi.Reykjavík, 15. júní 2005Páll Skúlason [sign] Runólfur Ágústsson [sign] Ólafur Proppé [sign] Hjálmar H. Ragnarsson [sign] Skúli Skúlason [sign] Guðfinna S. Bjarnadóttir [sign] Ágúst Sigurðsson [sign] Þorsteinn Gunnarsson [sign]
Dómsmál Stjórnsýsla Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Sagði konur eyðileggja vinnustaði. 8. október 2018 16:08 Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Kristinn leitar sér lögfræðiaðstoðar í HR-málinu Sérkennilegasti afmælisdagur í lífi Kristins Sigurjónssonar var í gær. 9. október 2018 16:32 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Sagði konur eyðileggja vinnustaði. 8. október 2018 16:08
Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20
Kristinn leitar sér lögfræðiaðstoðar í HR-málinu Sérkennilegasti afmælisdagur í lífi Kristins Sigurjónssonar var í gær. 9. október 2018 16:32