„Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 18:00 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður í garð Pírata og fjölmiðla á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Pírata um að hafa „flugumenn“ á sínum snærum sem bæru óhróður um hann í fjölmiðla. Þetta kom fram í ræðu sem Ásmundur hélt á Alþingi í dag. Þá þótti honum miður að hann væri borinn saman við SS-sveitir Adolfs Hitlers vegna mismæla sinna á þinginu í gær. Vísaði Ásmundur til þess að í ræðu, sem hann hélt í gærkvöldi, hafi honum orðið á mistök og notað heitið „SS-menn“ yfir „sérfræðinga að sunnan“ í umræðum um fiskeldi á Vestfjörðum á Alþingi í gær. Fjallað var um orðalag Ásmundar á vef Kjarnans í gær og þar var þess einnig getið að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefði gert athugasemd við orðalagið. Á Alþingi í dag, undir dagskrárliðnum Störf þingsins, lét Ásmundur óánægju sína með fjölmiðla og Pírata í ljós í tilfinningaþrunginni ræðu. „Píratarnir stóðu hér upp og fóru að bendla mig við stormsveitir þriðja ríkisins. Og það er eins og þegar þeir tala um mig í þessum sal, þá er eins og bóndinn blístri á hlýðinn smalahund, þegar Stundin og Kjarninn í þessu tilfelli, og oftast Ríkisútvarpið, taka upp eftir þeim þar sem ég misnælti mig í gær. Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi. Ég verð að segja það að það er auðvitað þyngra en tárum tekur, að þurfa að bera svoleiðis,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Þá gerði hann athugasemd við að Píratar hefðu líkt skoðunum Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins sem kom hingað til lands í sumar í boði Alþingis, við skoðanir Adolfs Hitlers. Lýsti Ásmundur því yfir að sér þætti slíkt „fyrir neðan allar hellur.“ Að endingu sagði hann „flugumenn úti í bæ“ ganga erinda andstæðinga sinna, sem ætla má að séu Píratar, og bera upp á sig lygar í fjölmiðla. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Og sömu aðilar tala um þjóðhöfðinga vestrænna ríka sem kosnir eru af fólkinu og líkja þeim við Mussolini og þennan títtnefnda Adolf Hitler. Og svo hafa þeir alls konar flugumenn úti í bæ sem bera ófögnuðinn út um allt. Þetta er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu og þau þurfa ekki ap standa fyrir neinu,“ sagði Ásmundur. „Mér finnst bara að þetta sé óboðlegt fyrir þingið að það sé verið að tala svona um þingmenn, að þeir séu SS-menn.“ Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Pírata um að hafa „flugumenn“ á sínum snærum sem bæru óhróður um hann í fjölmiðla. Þetta kom fram í ræðu sem Ásmundur hélt á Alþingi í dag. Þá þótti honum miður að hann væri borinn saman við SS-sveitir Adolfs Hitlers vegna mismæla sinna á þinginu í gær. Vísaði Ásmundur til þess að í ræðu, sem hann hélt í gærkvöldi, hafi honum orðið á mistök og notað heitið „SS-menn“ yfir „sérfræðinga að sunnan“ í umræðum um fiskeldi á Vestfjörðum á Alþingi í gær. Fjallað var um orðalag Ásmundar á vef Kjarnans í gær og þar var þess einnig getið að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefði gert athugasemd við orðalagið. Á Alþingi í dag, undir dagskrárliðnum Störf þingsins, lét Ásmundur óánægju sína með fjölmiðla og Pírata í ljós í tilfinningaþrunginni ræðu. „Píratarnir stóðu hér upp og fóru að bendla mig við stormsveitir þriðja ríkisins. Og það er eins og þegar þeir tala um mig í þessum sal, þá er eins og bóndinn blístri á hlýðinn smalahund, þegar Stundin og Kjarninn í þessu tilfelli, og oftast Ríkisútvarpið, taka upp eftir þeim þar sem ég misnælti mig í gær. Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi. Ég verð að segja það að það er auðvitað þyngra en tárum tekur, að þurfa að bera svoleiðis,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Þá gerði hann athugasemd við að Píratar hefðu líkt skoðunum Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins sem kom hingað til lands í sumar í boði Alþingis, við skoðanir Adolfs Hitlers. Lýsti Ásmundur því yfir að sér þætti slíkt „fyrir neðan allar hellur.“ Að endingu sagði hann „flugumenn úti í bæ“ ganga erinda andstæðinga sinna, sem ætla má að séu Píratar, og bera upp á sig lygar í fjölmiðla. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Og sömu aðilar tala um þjóðhöfðinga vestrænna ríka sem kosnir eru af fólkinu og líkja þeim við Mussolini og þennan títtnefnda Adolf Hitler. Og svo hafa þeir alls konar flugumenn úti í bæ sem bera ófögnuðinn út um allt. Þetta er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu og þau þurfa ekki ap standa fyrir neinu,“ sagði Ásmundur. „Mér finnst bara að þetta sé óboðlegt fyrir þingið að það sé verið að tala svona um þingmenn, að þeir séu SS-menn.“
Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31