Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika Heimsljós kynnir 10. október 2018 14:00 Frá Úganda gunnisal Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varar við því að það geti haft alvarlegar afleiðingar síðar á ævinni ef ekki er tekið á geðrænum vanda á táningsaldri. „Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Um 16% þeirra sjúkdóma og meiðsla sem unglingar glíma við eru af geðrænum toga. Þeir eru hins vegar oft á tíðum ekki greindir og því ekki læknaðir. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá í tilefni af Alþjóðlega geðverndardeginum, sem er í dag, 10. október. Helsta markmið Alþjóðlega geðverndardagsins er að vekja fólk til vitundar um sálræna kvilla og berjast gegn geðrænum vandamálum með það að markmiði að bæta andlega heilsu í heiminum. Þema dagsins að þessu sinni er „Ungt fólks og andleg heilsa í breyttum heimi.” Fram kemur hjá UNRIC að töluverður munur sé á ríkum og fátækum ríkjum hvað varðar andlega heilsu. Af þeim 14% jarðarbúa sem glíma við geðræna sjúkdóma, búi 75% í fátækum ríkjum þar sem meðferð við þeim er af skornum skammti.„Margir tengja unglingsárin og fyrstu fullorðinsárin við miklar breytingar. Ungt fólk þarf að horfast í augu við margs konar umbreytingar, nýja skóla, að fara að heiman, byrja í háskóla eða hasla sér völl á vinnumarkaði. Finnsku geðverndarsamtökin telja að helmingur allra geðrænna kvilla byrji fyrir 14 ára aldur og 75% fyrir 24 ára aldur. Af þessum sökum er brýnt að fólk leiti sér meðferðar sem fyrst til þess að forðast veikindi á fullorðinsaldri,“ segir í fréttinni. „Slæm andleg heilsa á unglingsaldri hefur áhrif á námsárangur og eykur líkur á hættu á áfengis- og fíkniefnamisnotkun, auk ofbeldishneigðar. Þá eru sjálfsvíg á meðal tíðustu dánarorsaka ungs fólks,“ segir Guterres í ávarpi á Alþjóðlega geðverndardaginn.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varar við því að það geti haft alvarlegar afleiðingar síðar á ævinni ef ekki er tekið á geðrænum vanda á táningsaldri. „Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Um 16% þeirra sjúkdóma og meiðsla sem unglingar glíma við eru af geðrænum toga. Þeir eru hins vegar oft á tíðum ekki greindir og því ekki læknaðir. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá í tilefni af Alþjóðlega geðverndardeginum, sem er í dag, 10. október. Helsta markmið Alþjóðlega geðverndardagsins er að vekja fólk til vitundar um sálræna kvilla og berjast gegn geðrænum vandamálum með það að markmiði að bæta andlega heilsu í heiminum. Þema dagsins að þessu sinni er „Ungt fólks og andleg heilsa í breyttum heimi.” Fram kemur hjá UNRIC að töluverður munur sé á ríkum og fátækum ríkjum hvað varðar andlega heilsu. Af þeim 14% jarðarbúa sem glíma við geðræna sjúkdóma, búi 75% í fátækum ríkjum þar sem meðferð við þeim er af skornum skammti.„Margir tengja unglingsárin og fyrstu fullorðinsárin við miklar breytingar. Ungt fólk þarf að horfast í augu við margs konar umbreytingar, nýja skóla, að fara að heiman, byrja í háskóla eða hasla sér völl á vinnumarkaði. Finnsku geðverndarsamtökin telja að helmingur allra geðrænna kvilla byrji fyrir 14 ára aldur og 75% fyrir 24 ára aldur. Af þessum sökum er brýnt að fólk leiti sér meðferðar sem fyrst til þess að forðast veikindi á fullorðinsaldri,“ segir í fréttinni. „Slæm andleg heilsa á unglingsaldri hefur áhrif á námsárangur og eykur líkur á hættu á áfengis- og fíkniefnamisnotkun, auk ofbeldishneigðar. Þá eru sjálfsvíg á meðal tíðustu dánarorsaka ungs fólks,“ segir Guterres í ávarpi á Alþjóðlega geðverndardaginn.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent