Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 23:30 Annegret Kramp-Karrenbauer og Angela Merkel ræða málin. Getty Angela Merkel Þýskalandskanslari greindi frá því fyrr í dag að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) á landsfundi flokksins í Hamborg í byrjun desembermánaðar. Merkel hefur gegnt embættinu frá árinu 2000, en tók við kanslaraembættinu fimm árum síðar. Ljóst má vera að samflokksmenn Merkel hafa ólíkar skoðanir á því hver skuli taka við af „Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði. Merkel sagði í dag að þó að hún ætli sér að láta af formennsku í flokknum ætli hún sér að sitja sem kanslari til ársins 2021.Annegret Kramp-Karrenbauer.GettyAKK líkleg Sú sem oftast hefur verið nefnd sem líklegur arftaki Merkel er Annegret Kramp-Karrenbauer, einnig þekkt sem AKK, en hún lýsti yfir framboði sínu fyrr í dag. Merkel skipaði hina 56 ára AKK framkvæmdastjóra CDU í febrúar síðastliðinn, og var það af mörgum talið skýrt merki þess að Merkel vonist til að hún muni leiða flokkinn þegar hún stígur sjálf til hliðar. Merkel sagðist í dag ekki ætla að taka opinbera afstöðu í formannskjörinu, þar sem hún vilji ekki hafa áhrif á kosningarnar. AKK kemur frá sambandsríkinu Saarlandi, stýrði þar stjórn, og tilheyrir hófsamari armi flokksins, líkt og Merkel sjálf. Hún hefur sagst vilja berjast fyrir aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna og tilkomu hátekjuskatts. AKK segist eiga rætur sínar í því sem hún kallar „klassíska Rínar-kaþólska CDU“, sem gerir það að verkum að hún nýtur einnig talsverðra vinsælda meðal íhaldssamari flokksmanna.Friedrich Merz.GettyÍhaldsmaðurinn Merz Friedrich Merz, 62 ára lögfræðingur, hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins, að sögn heimildarmanna Reuters. Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Að undanförnu hefur hann unnið að verkefni sem nefnist Atlantshafsbrúin sem gengur út á að auka samstarf Bandaríkjanna og Þýskalands á sviði viðskipta og hernaðar. Þá á hann sæti í stjórn nokkurra fyrirtækja.Peter Altmaier.GettyViðskiptaráðherrann Altmaier Sextugur viðskiptaráðherra Þýskalands, Peter Altmaier, er reynslumikill stjórnmálamaður og hefur verið náinn samstarfsmaður Merkel. Hann hefur verið virkur í flokknum frá árinu 1976 og setið á þýska þinginu frá 1994. Á árunum 2013 til 2018 var hann yfirmaður kanslaraskrifstofunnar sem er lykilstaða í þýsku ríkisstjórninni. Altmaier nýtur vinsælda, þykir lausnamiðaður, en segir sjálfur að stjórnunarstíll hans sé of grófur til að hann geti gegnt embætti kanslara.Jens Spahn.GettyHeilbrigðisráðherrann Spahn Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, 38 ára og frá Norðurrín-Vestfalíu, hefur verið iðinn við að gagnrýna Merkel síðustu ár og tilheyrir hann íhaldssamari armi flokksins. Spahn tók sæti í ríkisstjórninni í vor en hefur gagnrýnt stefnu Merkel í innflytjendamálum og lýst yfir efasemdum með tilgang þess að heimila tvöfalt ríkisfang. Hann hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu. Ungur aldur hans kann að tala gegn því að hann verði næsti formaður flokksins, en hann hefyr nú þegar lýst yfir framboði til formanns.Armin Laschet.GettyAðrir sem hafa verið nefndir líklegir Fimmtugur þingflokksformaður Kristilegra demókrata, Ralph Brinkhaus, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki. Armin Laschet, forseti sambandsstjórnar Norðurrín-Vestfalíu, vann ákveðinn sigur á síðasta ári þegar CDU náði völdum í sambandsríkinu þar sem Jafnaðarmenn hafa vanalega verið við völd. Hinn 57 ára Laschet stendur nálægt Merkel í mörgum málum. Julia Klöckner, landbúnaðarráðherra og leiðtogi CDU í Rínarlandi-Pfalz, hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Hún tilheyrir íhaldssamari armi flokksins og vill færa hann til hægri. Þýskaland Tengdar fréttir Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32 Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari greindi frá því fyrr í dag að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) á landsfundi flokksins í Hamborg í byrjun desembermánaðar. Merkel hefur gegnt embættinu frá árinu 2000, en tók við kanslaraembættinu fimm árum síðar. Ljóst má vera að samflokksmenn Merkel hafa ólíkar skoðanir á því hver skuli taka við af „Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði. Merkel sagði í dag að þó að hún ætli sér að láta af formennsku í flokknum ætli hún sér að sitja sem kanslari til ársins 2021.Annegret Kramp-Karrenbauer.GettyAKK líkleg Sú sem oftast hefur verið nefnd sem líklegur arftaki Merkel er Annegret Kramp-Karrenbauer, einnig þekkt sem AKK, en hún lýsti yfir framboði sínu fyrr í dag. Merkel skipaði hina 56 ára AKK framkvæmdastjóra CDU í febrúar síðastliðinn, og var það af mörgum talið skýrt merki þess að Merkel vonist til að hún muni leiða flokkinn þegar hún stígur sjálf til hliðar. Merkel sagðist í dag ekki ætla að taka opinbera afstöðu í formannskjörinu, þar sem hún vilji ekki hafa áhrif á kosningarnar. AKK kemur frá sambandsríkinu Saarlandi, stýrði þar stjórn, og tilheyrir hófsamari armi flokksins, líkt og Merkel sjálf. Hún hefur sagst vilja berjast fyrir aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna og tilkomu hátekjuskatts. AKK segist eiga rætur sínar í því sem hún kallar „klassíska Rínar-kaþólska CDU“, sem gerir það að verkum að hún nýtur einnig talsverðra vinsælda meðal íhaldssamari flokksmanna.Friedrich Merz.GettyÍhaldsmaðurinn Merz Friedrich Merz, 62 ára lögfræðingur, hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins, að sögn heimildarmanna Reuters. Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Að undanförnu hefur hann unnið að verkefni sem nefnist Atlantshafsbrúin sem gengur út á að auka samstarf Bandaríkjanna og Þýskalands á sviði viðskipta og hernaðar. Þá á hann sæti í stjórn nokkurra fyrirtækja.Peter Altmaier.GettyViðskiptaráðherrann Altmaier Sextugur viðskiptaráðherra Þýskalands, Peter Altmaier, er reynslumikill stjórnmálamaður og hefur verið náinn samstarfsmaður Merkel. Hann hefur verið virkur í flokknum frá árinu 1976 og setið á þýska þinginu frá 1994. Á árunum 2013 til 2018 var hann yfirmaður kanslaraskrifstofunnar sem er lykilstaða í þýsku ríkisstjórninni. Altmaier nýtur vinsælda, þykir lausnamiðaður, en segir sjálfur að stjórnunarstíll hans sé of grófur til að hann geti gegnt embætti kanslara.Jens Spahn.GettyHeilbrigðisráðherrann Spahn Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, 38 ára og frá Norðurrín-Vestfalíu, hefur verið iðinn við að gagnrýna Merkel síðustu ár og tilheyrir hann íhaldssamari armi flokksins. Spahn tók sæti í ríkisstjórninni í vor en hefur gagnrýnt stefnu Merkel í innflytjendamálum og lýst yfir efasemdum með tilgang þess að heimila tvöfalt ríkisfang. Hann hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu. Ungur aldur hans kann að tala gegn því að hann verði næsti formaður flokksins, en hann hefyr nú þegar lýst yfir framboði til formanns.Armin Laschet.GettyAðrir sem hafa verið nefndir líklegir Fimmtugur þingflokksformaður Kristilegra demókrata, Ralph Brinkhaus, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki. Armin Laschet, forseti sambandsstjórnar Norðurrín-Vestfalíu, vann ákveðinn sigur á síðasta ári þegar CDU náði völdum í sambandsríkinu þar sem Jafnaðarmenn hafa vanalega verið við völd. Hinn 57 ára Laschet stendur nálægt Merkel í mörgum málum. Julia Klöckner, landbúnaðarráðherra og leiðtogi CDU í Rínarlandi-Pfalz, hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Hún tilheyrir íhaldssamari armi flokksins og vill færa hann til hægri.
Þýskaland Tengdar fréttir Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32 Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32
Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58