„Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn?“ Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 13:16 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Fulltrúi lögreglunnar á Twitter er ekki ánægður með viðbrögð við myndbandsupptöku af handtöku í Kópavogi. „Sæll Ísak. Við erum alltaf til í nýjar hugmyndir. Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn og búinn að vera að reyna að brjótast inn hjá fólki?“ Þannig hljóðar svar á Twitter-reikningi lögreglunnar við spurningu Twitternotanda, Ísaks Hinrikssonar, sem hann beinir til lögreglunnar. Þar tengir hann við frétt Vísis af hinum nakta manni sem lögreglan handtók í nótt.Lögegla hafði verið kölluð út vegna mannsins rétt eftir miðnætti en hann var sagður hafa reynt að brjótast inn í hús í Kópavogi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn, sem þá var orðinn nakinn, að þeim. Beitti lögregla piparúða og kylfum til að hafa hemil á manninum.Á samfélagsmiðlum skiptast menn mjög í tvö horn, meðan ýmsir telja lögregluna ekki hafa átt neinn kost í stöðunni telja aðrir að lögreglan hafi verið of harkaleg í aðgerðum sínum. Góðan dag, @logreglan Er þetta ekki aðeins of mikið?https://t.co/kJ36QRFp7a — Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) October 29, 2018 Ísak spyr áfram: Það er alveg augljóst að á sekúndu 0:21 þegar maðurinn hefur fengið piparúða í augun að það hefði verið hægt að handsama hann í stað þess að berja hann stanslaust með kylfum. Finnst ykkur þetta í alvöru ekkert athugavert?Ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling Sá sem er fyrir svörum á Twittermiðli lögreglunnar segir piparúða virka seint á tryllt fólk. „Það er ekkert augljóst við það, piparúði virkar seint á tryllt fólk. Okkar fólk stendur frammi fyrir gífurlega erfiðum ákvörðunum á augnabliki og það að sitja í hægindastól og gagnrýna er ekki sanngjarnt eða uppbyggilegt.“ Ísak lætur þetta gott heita og lögreglan bætir því við að afar erfitt sé að sjá fólk vera að „gagnrýna okkar frábæra starfsfólk fyrir að sinna erfiðum störfum og taka ákvarðanir sem aðrir þurfa aldrei að taka. Það er ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling sem er búin að ráðast að þér og mega ekki hlaupast á brott.“ Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í morgun leitað viðbragða hjá lögreglu og hefur verið tjáð að vænta megi yfirlýsingar frá henni, vegna málsins.Uppfært klukkan 14 Skömmu eftir að fréttin fór í loftið barst eftirfarandi tilkynning frá lögreglu.Vegna myndbandsupptöku af handtöku karlmanns í umdæminu um helgina, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að verklag við slíkar aðstæður er að beita fyrst skipunum og síðan aðvörun. Því var fylgt eftir, en þegar varnarúði hafði ekki tilætluð áhrif beittu lögreglumenn kylfum. Áður en til valdbeitingar kom hafði maðurinn, sem var mjög ógnandi allan tímann, hótað og ráðist að lögreglumönnum á vettvangi. Eftir handtökuna var hann síðan fluttur rakleiðis á slysadeild til skoðunar, en ekki þótti ástæða til að hafa viðkomandi undir læknishendi að henni lokinni. Í framhaldinu var maðurinn færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu. Lögreglumál Tengdar fréttir Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
„Sæll Ísak. Við erum alltaf til í nýjar hugmyndir. Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn og búinn að vera að reyna að brjótast inn hjá fólki?“ Þannig hljóðar svar á Twitter-reikningi lögreglunnar við spurningu Twitternotanda, Ísaks Hinrikssonar, sem hann beinir til lögreglunnar. Þar tengir hann við frétt Vísis af hinum nakta manni sem lögreglan handtók í nótt.Lögegla hafði verið kölluð út vegna mannsins rétt eftir miðnætti en hann var sagður hafa reynt að brjótast inn í hús í Kópavogi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn, sem þá var orðinn nakinn, að þeim. Beitti lögregla piparúða og kylfum til að hafa hemil á manninum.Á samfélagsmiðlum skiptast menn mjög í tvö horn, meðan ýmsir telja lögregluna ekki hafa átt neinn kost í stöðunni telja aðrir að lögreglan hafi verið of harkaleg í aðgerðum sínum. Góðan dag, @logreglan Er þetta ekki aðeins of mikið?https://t.co/kJ36QRFp7a — Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) October 29, 2018 Ísak spyr áfram: Það er alveg augljóst að á sekúndu 0:21 þegar maðurinn hefur fengið piparúða í augun að það hefði verið hægt að handsama hann í stað þess að berja hann stanslaust með kylfum. Finnst ykkur þetta í alvöru ekkert athugavert?Ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling Sá sem er fyrir svörum á Twittermiðli lögreglunnar segir piparúða virka seint á tryllt fólk. „Það er ekkert augljóst við það, piparúði virkar seint á tryllt fólk. Okkar fólk stendur frammi fyrir gífurlega erfiðum ákvörðunum á augnabliki og það að sitja í hægindastól og gagnrýna er ekki sanngjarnt eða uppbyggilegt.“ Ísak lætur þetta gott heita og lögreglan bætir því við að afar erfitt sé að sjá fólk vera að „gagnrýna okkar frábæra starfsfólk fyrir að sinna erfiðum störfum og taka ákvarðanir sem aðrir þurfa aldrei að taka. Það er ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling sem er búin að ráðast að þér og mega ekki hlaupast á brott.“ Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í morgun leitað viðbragða hjá lögreglu og hefur verið tjáð að vænta megi yfirlýsingar frá henni, vegna málsins.Uppfært klukkan 14 Skömmu eftir að fréttin fór í loftið barst eftirfarandi tilkynning frá lögreglu.Vegna myndbandsupptöku af handtöku karlmanns í umdæminu um helgina, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að verklag við slíkar aðstæður er að beita fyrst skipunum og síðan aðvörun. Því var fylgt eftir, en þegar varnarúði hafði ekki tilætluð áhrif beittu lögreglumenn kylfum. Áður en til valdbeitingar kom hafði maðurinn, sem var mjög ógnandi allan tímann, hótað og ráðist að lögreglumönnum á vettvangi. Eftir handtökuna var hann síðan fluttur rakleiðis á slysadeild til skoðunar, en ekki þótti ástæða til að hafa viðkomandi undir læknishendi að henni lokinni. Í framhaldinu var maðurinn færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14