Ólafía aftur í vandræðum Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2018 18:13 Ólafía er í vandræðum í Bandaríkjunum. vísir/getty Aftur náði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sér ekki á strik er hún lék á Q-School mótaröðinni en leikið er á Pinehurst vellinum í Bandaríkjunum. Leiknir eru átta hringir á ellefu dögum en hringurinn í dag var annar í röðinni. Efstu 45 tryggja sér þáttökurétt á LPGA mótaröðinni en Q-School er síðasta úrtökumótið fyrir LPGA. Í gær lék Ólafía á fjórum höggum yfir pari og ekki gekk betur í dag. Í dag lék Ólafía á fimm höggum yfir pari og er samtals níu yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Ólafía fékk skolla á fjórðu holu en bætti það strax upp með fugli. Á áttundu holu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og aftur var það tvöfaldur skolli á elleftu. Á tólftu fékk hún svo skolla en náði að bæta það upp með fugli á fimmtándu holu. Hún endaði svo hringinn tveimur pörum og einum skolla. Ólafía er sem stendur í 83. sæti en eins og áður segir eru níu hringir eftir af mótinu. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aftur náði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sér ekki á strik er hún lék á Q-School mótaröðinni en leikið er á Pinehurst vellinum í Bandaríkjunum. Leiknir eru átta hringir á ellefu dögum en hringurinn í dag var annar í röðinni. Efstu 45 tryggja sér þáttökurétt á LPGA mótaröðinni en Q-School er síðasta úrtökumótið fyrir LPGA. Í gær lék Ólafía á fjórum höggum yfir pari og ekki gekk betur í dag. Í dag lék Ólafía á fimm höggum yfir pari og er samtals níu yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Ólafía fékk skolla á fjórðu holu en bætti það strax upp með fugli. Á áttundu holu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og aftur var það tvöfaldur skolli á elleftu. Á tólftu fékk hún svo skolla en náði að bæta það upp með fugli á fimmtándu holu. Hún endaði svo hringinn tveimur pörum og einum skolla. Ólafía er sem stendur í 83. sæti en eins og áður segir eru níu hringir eftir af mótinu.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira