99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2018 19:06 Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ bíða nú 602 einstaklingar eftir að komast að á Vogi. Þar af munu 95 komast að á næstu 2 til 3 vikum. Af þeim rúmlega 600 sem bíða eru 99 ungmenni undir 25 ára aldri og átján þeirra komast að á næstu vikum. Börn undir 18 ára aldri fara aftur á móti aldrei á biðlista. Oftast er þá um að ræða bráðainnlagnir að beiðni foreldra eða barnaverndaryfirvalda.Tíminn skiptir sköpum Arna Sif Jónsdóttir situr í stjórn olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna í áhættuhegðun og neyslu. „Á vegum Barnaverndarstofu eru í dag þrjú úrræði. Það er sem sagt Lækjarbakki sem er fyrir bæði kynin, Laugaland sem er eingöngu fyrir stúlkur og síðan er meðferðargangur Stuðla,“ segir Arna. Samtökin hafa borið saman þau úrræði sem voru til staðar á árunum 2008 og 2009 við það sem nú er. „Þeim hefur bara fækkað, fækkað mikið. Þau voru sjö sem sagt og í dag eru þrjú.“ Þessi þrjú úrræði bjóði samtals upp á 18 lengri tíma meðferðarpláss. Á sama tíma hafi vandinn aftur á móti farið vaxandi og Arna segir dæmi um að ungmenni hafi þurft að bíða í allt að fjóra mánuði eftir úrræði. „Fjórir mánuðir er rosalega langur tími í lífi 14 eða 15 ára barns sem er byrjað í einhvers konar fikti eða neyslu, það getur versnað mjög mikið.“ Tíminn sem líði geti skipt sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. „Það munar bara um eina pillu. Þau eru bara í lífshættu allan daginn þessir krakkar og það eru ekki bara krakkarnir, það er líka öll fjölskyldan sem liggur undir. Það eru yngri systkini, foreldrar, við erum að sjá foreldra sem hreinlega brenna bara út við að reyna að bjarga barninu sínu,“ segir Arna. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ bíða nú 602 einstaklingar eftir að komast að á Vogi. Þar af munu 95 komast að á næstu 2 til 3 vikum. Af þeim rúmlega 600 sem bíða eru 99 ungmenni undir 25 ára aldri og átján þeirra komast að á næstu vikum. Börn undir 18 ára aldri fara aftur á móti aldrei á biðlista. Oftast er þá um að ræða bráðainnlagnir að beiðni foreldra eða barnaverndaryfirvalda.Tíminn skiptir sköpum Arna Sif Jónsdóttir situr í stjórn olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna í áhættuhegðun og neyslu. „Á vegum Barnaverndarstofu eru í dag þrjú úrræði. Það er sem sagt Lækjarbakki sem er fyrir bæði kynin, Laugaland sem er eingöngu fyrir stúlkur og síðan er meðferðargangur Stuðla,“ segir Arna. Samtökin hafa borið saman þau úrræði sem voru til staðar á árunum 2008 og 2009 við það sem nú er. „Þeim hefur bara fækkað, fækkað mikið. Þau voru sjö sem sagt og í dag eru þrjú.“ Þessi þrjú úrræði bjóði samtals upp á 18 lengri tíma meðferðarpláss. Á sama tíma hafi vandinn aftur á móti farið vaxandi og Arna segir dæmi um að ungmenni hafi þurft að bíða í allt að fjóra mánuði eftir úrræði. „Fjórir mánuðir er rosalega langur tími í lífi 14 eða 15 ára barns sem er byrjað í einhvers konar fikti eða neyslu, það getur versnað mjög mikið.“ Tíminn sem líði geti skipt sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. „Það munar bara um eina pillu. Þau eru bara í lífshættu allan daginn þessir krakkar og það eru ekki bara krakkarnir, það er líka öll fjölskyldan sem liggur undir. Það eru yngri systkini, foreldrar, við erum að sjá foreldra sem hreinlega brenna bara út við að reyna að bjarga barninu sínu,“ segir Arna.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira