Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. október 2018 09:15 Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Hanna „Það er ljóst að opinberir aðilar þurfa að taka sig saman í andlitinu. Það er sorglegt á 21. öldinni að við getum ekki haft meira gagnsæi og betri upplýsingar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um endurteknar framúrkeyrslur opinberra framkvæmda. Meðal framkvæmda sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlun má nefna Braggann í Nauthólsvík sem er farinn rúmlega 160 prósent fram úr áætlun, Hlemm mathöll sem fór tæp 190 prósent fram úr áætlun, Hörpu sem fór um 120 prósent fram úr og þá munu Vaðlaheiðargöng fara umtalsvert fram úr áætlun. Þorgerður segir að auðvitað verði aldrei hægt að sjá allt fyrir og mannleg mistök séu gerð. „Við eigum samt að geta gert miklu betur. Allir flokkar eiga að reyna að koma sér saman um hvernig hægt sé að vinna þetta betur. Það er stefna okkar að það eigi að breyta verklagsreglum.“ Í því sambandi bendir hún á þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor og var flutt af Jóni Steindóri Valdimarssyni, samflokksmanni hennar. „Við þurfum að taka upp betri verkferla og eigum ekki að horfa á þetta flokkspólitískum augum. Við erum tilbúin í það verkefni ef ríkisstjórnin treystir sér í það. Ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við náum að draga þetta út úr flokkspólitíkinni.“ Þorgerður segir ljóst að ýmis mistök hafi verið gerð. „Lykilatriðið er að það verði tekið á þessu og mistökin verði ekki gerð aftur. Það er sú krafa sem við stjórnmálamenn þurfum að hlusta á. Við þurfum að vera lausnamiðaðri en ekki fara í eitthvað ásakanaferli.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að heilt yfir þurfi óskhyggjan að víkja þegar kemur að áætlanagerð við opinberar framkvæmdir. „Það er hægt að reikna sig niður á hvað sem er með því að sleppa hlutum sem reynast svo kannski nauðsynlegir. Ef menn fara ekki raunhæfar leiðir í þessu þá kemur það í bakið á þeim.“ Það þurfi að viðurkenna að oft sé verið að áætla of mikið fyrir of lítið fjármagn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Það er ljóst að opinberir aðilar þurfa að taka sig saman í andlitinu. Það er sorglegt á 21. öldinni að við getum ekki haft meira gagnsæi og betri upplýsingar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um endurteknar framúrkeyrslur opinberra framkvæmda. Meðal framkvæmda sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlun má nefna Braggann í Nauthólsvík sem er farinn rúmlega 160 prósent fram úr áætlun, Hlemm mathöll sem fór tæp 190 prósent fram úr áætlun, Hörpu sem fór um 120 prósent fram úr og þá munu Vaðlaheiðargöng fara umtalsvert fram úr áætlun. Þorgerður segir að auðvitað verði aldrei hægt að sjá allt fyrir og mannleg mistök séu gerð. „Við eigum samt að geta gert miklu betur. Allir flokkar eiga að reyna að koma sér saman um hvernig hægt sé að vinna þetta betur. Það er stefna okkar að það eigi að breyta verklagsreglum.“ Í því sambandi bendir hún á þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor og var flutt af Jóni Steindóri Valdimarssyni, samflokksmanni hennar. „Við þurfum að taka upp betri verkferla og eigum ekki að horfa á þetta flokkspólitískum augum. Við erum tilbúin í það verkefni ef ríkisstjórnin treystir sér í það. Ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við náum að draga þetta út úr flokkspólitíkinni.“ Þorgerður segir ljóst að ýmis mistök hafi verið gerð. „Lykilatriðið er að það verði tekið á þessu og mistökin verði ekki gerð aftur. Það er sú krafa sem við stjórnmálamenn þurfum að hlusta á. Við þurfum að vera lausnamiðaðri en ekki fara í eitthvað ásakanaferli.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að heilt yfir þurfi óskhyggjan að víkja þegar kemur að áætlanagerð við opinberar framkvæmdir. „Það er hægt að reikna sig niður á hvað sem er með því að sleppa hlutum sem reynast svo kannski nauðsynlegir. Ef menn fara ekki raunhæfar leiðir í þessu þá kemur það í bakið á þeim.“ Það þurfi að viðurkenna að oft sé verið að áætla of mikið fyrir of lítið fjármagn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira