Fjordvik komið til Keflavíkur Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 21:08 Mynd tekin af Guðmundi St. Valdimarssyni, bátsmanni á Tý, þegar Fjordvik var dregið af strandstað. Týr fylgdi skipinum sem og tveir léttbátar frá varðskipinu sem voru til taks. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson Sementsskipið Fjordvik er komið í viðlegu í Keflavíkurhöfn og verið er að binda það. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að allt hafi gengið vel enda voru þeir sem stóðu að flutningnum miklir fagmenn. Skipið mun stoppa í einhverja daga í Keflavíkurhöfn meðan fyllt verður í þau göt sem þarf til að tryggja að það fljóti lengri leið. Síðan er stefnt að því að fara með það til Hafnarfjarðarhafnar þar sem það mun fara í flotkvína sem þar sem það verður gert betur við það til þess að hægt verði að draga það yfir hafið samkvæmt Halldóri. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru til taks í dag. Síðan um hádegisbil í dag hefur verið unnið að því að koma skipinu á flot og var verið að stilla það af um fimmleytið í dag. Það var svo um hálf átta í kvöld að skipið var laust af strandstað og hófst þá flutningur yfir til Keflavíkurhafnar. Fjórtán manna áhöfn skipsins og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember síðastliðinn eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang. Skipið var fullhlaðið þegar það strandaði en til stóð að að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Myndband frá vettvangi í kvöld má sjá hér að neðan. Myndir tóku Sighvatur Jónsson og Víkurfréttir. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Fjordvik laust af strandstað Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur. 9. nóvember 2018 19:25 Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sementsskipið Fjordvik er komið í viðlegu í Keflavíkurhöfn og verið er að binda það. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að allt hafi gengið vel enda voru þeir sem stóðu að flutningnum miklir fagmenn. Skipið mun stoppa í einhverja daga í Keflavíkurhöfn meðan fyllt verður í þau göt sem þarf til að tryggja að það fljóti lengri leið. Síðan er stefnt að því að fara með það til Hafnarfjarðarhafnar þar sem það mun fara í flotkvína sem þar sem það verður gert betur við það til þess að hægt verði að draga það yfir hafið samkvæmt Halldóri. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru til taks í dag. Síðan um hádegisbil í dag hefur verið unnið að því að koma skipinu á flot og var verið að stilla það af um fimmleytið í dag. Það var svo um hálf átta í kvöld að skipið var laust af strandstað og hófst þá flutningur yfir til Keflavíkurhafnar. Fjórtán manna áhöfn skipsins og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember síðastliðinn eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang. Skipið var fullhlaðið þegar það strandaði en til stóð að að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Myndband frá vettvangi í kvöld má sjá hér að neðan. Myndir tóku Sighvatur Jónsson og Víkurfréttir.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Fjordvik laust af strandstað Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur. 9. nóvember 2018 19:25 Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fjordvik laust af strandstað Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur. 9. nóvember 2018 19:25
Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52
Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17
Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45