Hafa áhyggjur af „víðernisímynd Íslands í hugum ferðamanna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 18:17 Samtök ferðaþjónustunnar hafa áhyggjur af aukinni uppgræðslu lands. Samtök ferðaþjónustunnar segja að áætlanir um uppgræðslu lands, sem finna má í nýrri Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, gætu „skaðað víðernisímynd Íslands í hugum erlendra ferðamanna“. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um aðgerðaáætlunina. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskaði á dögunum eftir umsögnum um Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 – 2030. Markmiðið með áætluninni er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamningsins til 2030 og markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Á meðal þess sem lagt er til í áætluninni er átak í kolefnisbindingu, þar sem skógrækt og landgræðsla gegna lykilhlutverki. Í umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru m.a. gerðar athugasemdir við þennan lið áætlunarinnar. „Þá benda samtökin á að uppgræðsla lands getur haft mikil sjónræn áhrif og skaðað víðernisímynd Íslands í hugum erlendra ferðamanna.“ Einnig fara samtökin fram á að hlutfall fjárframlags til aðgerða í loftslagsmálum verði jafnt á milli rafvæðingar í samgöngum og kolefnisbindingar. Þá lýsa samtökin yfir óánægju með hækkun kolefnisgjalds og segja hækkunina „hreina og klára skattheimtu“. Umsóknarfrestur um aðgerðaáætlunina rennur út þann 15. nóvember næstkomandi. Áætlunin verður uppfærð í ljósi ábendinga og mun önnur útgáfa koma út á næsta ári. Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hlægilega Smári McCarthy segir nýja skýrslu um loftslagsmál hryllingslestur. 25. október 2018 11:33 Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar segja að áætlanir um uppgræðslu lands, sem finna má í nýrri Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, gætu „skaðað víðernisímynd Íslands í hugum erlendra ferðamanna“. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um aðgerðaáætlunina. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskaði á dögunum eftir umsögnum um Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 – 2030. Markmiðið með áætluninni er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamningsins til 2030 og markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Á meðal þess sem lagt er til í áætluninni er átak í kolefnisbindingu, þar sem skógrækt og landgræðsla gegna lykilhlutverki. Í umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru m.a. gerðar athugasemdir við þennan lið áætlunarinnar. „Þá benda samtökin á að uppgræðsla lands getur haft mikil sjónræn áhrif og skaðað víðernisímynd Íslands í hugum erlendra ferðamanna.“ Einnig fara samtökin fram á að hlutfall fjárframlags til aðgerða í loftslagsmálum verði jafnt á milli rafvæðingar í samgöngum og kolefnisbindingar. Þá lýsa samtökin yfir óánægju með hækkun kolefnisgjalds og segja hækkunina „hreina og klára skattheimtu“. Umsóknarfrestur um aðgerðaáætlunina rennur út þann 15. nóvember næstkomandi. Áætlunin verður uppfærð í ljósi ábendinga og mun önnur útgáfa koma út á næsta ári.
Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hlægilega Smári McCarthy segir nýja skýrslu um loftslagsmál hryllingslestur. 25. október 2018 11:33 Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hlægilega Smári McCarthy segir nýja skýrslu um loftslagsmál hryllingslestur. 25. október 2018 11:33
Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22