Tiger Woods sagði nei takk við 400 milljóna tilboði frá Sádum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 09:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Kylfingurinn Tiger Woods átti möguleika að fá um 2,5 milljónir punda fyrir að taka þátt í móti í Sádí Arabíu á næsta ári en hafnaði því. Ástæðan gæti verið morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en Tiger sagði allavega nei við 400 milljónum fyrir fjögurra daga mót. Sádi-Arabía fær nú mót á evrópsku mótaröðinni í golfi í fyrsta sinn á næsta ári og þar ætluðu menn að kalla á athygli heimsins með því að semja við Tiger Woods og borga honum vel fyrir að keppa á mótinu. Samkvæmt frétt Telegraph var Tiger boðið 2,5 milljónir punda eða um 400 milljónir íslenskra króna fyrir að keppa á mótinu.Exclusive: Tiger Woods turns down largest ever overseas pay cheque to play in Saudi Arabia @jcorrigangolfhttps://t.co/rPEBUbohJJ — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 7, 2018Tiger Woods hafði áður tekið vel í þetta tilboð ef hann fengi svona vel borgað fyrir en það breyttist mögulega þegar menn frá Sádi-Arabíu myrtu Jamal Khashoggi. Tiger Woods hefur áður ferðast um heiminn á ferlinum en hann hefur keppt bæði í Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann hefur þó aldrei áður fengið eins hátt tilboð og í þessu tilfelli. Sádarnir höfðu fyrst samband í sumar eftir flotta spilamennsku Tiger Woods á opna breska meistaramótinu og á PGA meistaramótinu þar sem Tiger endaði í öðru sæti. Tiger sagði hinsvegar á endanum nei við tilboðinu en þá höfðu aftur á móti kylfingarnir Dustin Johnson, Patrick Reed og Paul Casey allir samþykkt að vera með. Blaðamaður Telegraph er ekki þó ekki með það staðfest hvort morðið á Jamal Khashoggi hafi haft úrslitaáhrif á Tiger eða hvort hann ætli að takmarka löng ferðalög á næsta ári til að hlífa skrokknum. Það hefur hinsvegar verið pressa á íþróttafólki að mæta ekki á mót í Sádi-Arabíu. Jamal Khashoggi skrifaði greinar í Washington Post en hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbul í Tyrklandi í síðasta mánuði. Tenniskappinn Roger Federer hætti við að keppa á tennismóti í Jeddah sem fer fram 22. desember vegna morðsins en hann átti að fá eina milljón punda fyrir eða 158 milljónir í íslenskum krónum. Rafael Nadal og Noval Djokovic eru enn skráðir til leiks á mótinu. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods átti möguleika að fá um 2,5 milljónir punda fyrir að taka þátt í móti í Sádí Arabíu á næsta ári en hafnaði því. Ástæðan gæti verið morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en Tiger sagði allavega nei við 400 milljónum fyrir fjögurra daga mót. Sádi-Arabía fær nú mót á evrópsku mótaröðinni í golfi í fyrsta sinn á næsta ári og þar ætluðu menn að kalla á athygli heimsins með því að semja við Tiger Woods og borga honum vel fyrir að keppa á mótinu. Samkvæmt frétt Telegraph var Tiger boðið 2,5 milljónir punda eða um 400 milljónir íslenskra króna fyrir að keppa á mótinu.Exclusive: Tiger Woods turns down largest ever overseas pay cheque to play in Saudi Arabia @jcorrigangolfhttps://t.co/rPEBUbohJJ — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 7, 2018Tiger Woods hafði áður tekið vel í þetta tilboð ef hann fengi svona vel borgað fyrir en það breyttist mögulega þegar menn frá Sádi-Arabíu myrtu Jamal Khashoggi. Tiger Woods hefur áður ferðast um heiminn á ferlinum en hann hefur keppt bæði í Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann hefur þó aldrei áður fengið eins hátt tilboð og í þessu tilfelli. Sádarnir höfðu fyrst samband í sumar eftir flotta spilamennsku Tiger Woods á opna breska meistaramótinu og á PGA meistaramótinu þar sem Tiger endaði í öðru sæti. Tiger sagði hinsvegar á endanum nei við tilboðinu en þá höfðu aftur á móti kylfingarnir Dustin Johnson, Patrick Reed og Paul Casey allir samþykkt að vera með. Blaðamaður Telegraph er ekki þó ekki með það staðfest hvort morðið á Jamal Khashoggi hafi haft úrslitaáhrif á Tiger eða hvort hann ætli að takmarka löng ferðalög á næsta ári til að hlífa skrokknum. Það hefur hinsvegar verið pressa á íþróttafólki að mæta ekki á mót í Sádi-Arabíu. Jamal Khashoggi skrifaði greinar í Washington Post en hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbul í Tyrklandi í síðasta mánuði. Tenniskappinn Roger Federer hætti við að keppa á tennismóti í Jeddah sem fer fram 22. desember vegna morðsins en hann átti að fá eina milljón punda fyrir eða 158 milljónir í íslenskum krónum. Rafael Nadal og Noval Djokovic eru enn skráðir til leiks á mótinu.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira