Áhafnarmeðlimirnir á gólfinu látnir fjúka Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 23:14 Umrædd mynd sem reitti netverja til mikillar reiði á sínum tíma. Mynd/S Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur sagt sex áhafnarmeðlimum sínum upp störfum. Umræddir áhafnarmeðlimir þóttust sofa á flugvallargólfi á mynd sem Ryanair sagði sviðsetta. Myndin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum vikum. Myndin var birt um miðjan október en á henni mátti sjá flugþjóna- og freyjur Ryanair liggjandi á gólfinu á flugvelli í Malaga á Spáni. Áhöfnin var sögð föst á flugvellinum vegna veðurs og var Ryanair gagnrýnt fyrir að veita starfsfólki sínu ekki betri aðbúnað. Eftir að myndin fór í dreifingu birti Ryanair myndband úr öryggismyndavélum á flugvellinum, sem renndi stoðum undir fyrri fullyrðingar félagsins þess efnis að myndin væri sviðsett.Ryanair exposes fake photo of cabin crew sleeping in crew room. Watch video here: pic.twitter.com/tzTn6EHsKH— Ryanair (@Ryanair) October 17, 2018 Í myndskeiðinu má sjá áhafnarmeðlimina sex standa upp úr sætum sínum og leggjast á gólfið. Eftir að kollegi þeirra hefur dregið upp síma sinn og tekið mynd af þeim á gólfinu stendur fólkið upp aftur og gengur út eða aftur til sæta sinna. Breska ríkisútvarpið BBC hafði eftir talsmanni félagsins í dag að áhafnarmeðlimirnir hafi verið reknir fyrir vítavert misferli í starfi. Þá hafi myndin skaðað ímynd flugfélagsins verulega. Netverjar voru margir ekki tilbúnir að fyrirgefa flugfélaginu eftir að myndbandið úr öryggismyndavélum var birt. Jim Atkinsson, sá sem fyrstur birti umrædda ljósmynd á Twitter, var fljótur að svara tísti Ryanair. Í svari sínu sagði hann augljóst að áhafnarmeðlimirnir hefðu verið strandaglópar á flugvellinum yfir nóttina og að Ryanair hafi ekki reynt að létta þeim lífið. Enn aðrir sögðu að myndbandið sýndi fram á að Ryanair hefði brugðist enn fleiri starfsmönnum sínum en upphaflega var talið. Evrópa Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40 Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. 18. október 2018 13:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur sagt sex áhafnarmeðlimum sínum upp störfum. Umræddir áhafnarmeðlimir þóttust sofa á flugvallargólfi á mynd sem Ryanair sagði sviðsetta. Myndin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum vikum. Myndin var birt um miðjan október en á henni mátti sjá flugþjóna- og freyjur Ryanair liggjandi á gólfinu á flugvelli í Malaga á Spáni. Áhöfnin var sögð föst á flugvellinum vegna veðurs og var Ryanair gagnrýnt fyrir að veita starfsfólki sínu ekki betri aðbúnað. Eftir að myndin fór í dreifingu birti Ryanair myndband úr öryggismyndavélum á flugvellinum, sem renndi stoðum undir fyrri fullyrðingar félagsins þess efnis að myndin væri sviðsett.Ryanair exposes fake photo of cabin crew sleeping in crew room. Watch video here: pic.twitter.com/tzTn6EHsKH— Ryanair (@Ryanair) October 17, 2018 Í myndskeiðinu má sjá áhafnarmeðlimina sex standa upp úr sætum sínum og leggjast á gólfið. Eftir að kollegi þeirra hefur dregið upp síma sinn og tekið mynd af þeim á gólfinu stendur fólkið upp aftur og gengur út eða aftur til sæta sinna. Breska ríkisútvarpið BBC hafði eftir talsmanni félagsins í dag að áhafnarmeðlimirnir hafi verið reknir fyrir vítavert misferli í starfi. Þá hafi myndin skaðað ímynd flugfélagsins verulega. Netverjar voru margir ekki tilbúnir að fyrirgefa flugfélaginu eftir að myndbandið úr öryggismyndavélum var birt. Jim Atkinsson, sá sem fyrstur birti umrædda ljósmynd á Twitter, var fljótur að svara tísti Ryanair. Í svari sínu sagði hann augljóst að áhafnarmeðlimirnir hefðu verið strandaglópar á flugvellinum yfir nóttina og að Ryanair hafi ekki reynt að létta þeim lífið. Enn aðrir sögðu að myndbandið sýndi fram á að Ryanair hefði brugðist enn fleiri starfsmönnum sínum en upphaflega var talið.
Evrópa Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40 Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. 18. október 2018 13:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40
Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. 18. október 2018 13:54