Lögmaður konu sem var sýknuð af guðlasti flýr land Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 07:53 Pakistanskir íslamistar vilja enn láta hengja Bibi. Vísir/EPA Óttast er um öryggi Asiu Bibi, pakistanskrar konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast eftir að hafa upphaflega verið dæmd til dauða. Lögmaður hennar er nú sagður hafa flúið land af ótta um líf sitt. Sýkna Bibi hefur leitt til blóðugra mótmæla í Pakistan. Bibi var í átta ár á dauðadeild áður en hæstiréttur landsins sýknaði hana í síðustu viku. Bibi er kristin og hún var sökuð um að hafa lastað Múhammeð spámann múslima. Mál hennar hefur vakið mikla athygli innan og utan Pakistans.CNN-fréttastöðin hefur eftir samstarfsmanni Saiful Malook, lögmanns Bibi, að hann hafi flúið til Evrópu til að forða lífi sínu. Ashiq Masih, eiginmaður Bibi, hefur grátbeðið vestræn ríki eins og Bretland, Bandaríkin eða Kanada um að veita henni hæli. Hann óttast um líf Bibi í fangelsi. Fjölskylda hennar sé jafnframt í felum. Ríkisstjórn Pakistans samdi við Tehreek-e-Labbaik, flokk íslamsta, sem hefur leitt mótmæli gegn sýknu Bibi í síðustu viku. Gegn því að mótmælunum yrði hætt féllu stjórnvöld á að láta setja Bibi í farbann og að setja sig ekki upp á móti tillögu um endurskoðun á sýknunni. Masih segir að honum hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann frétti af samkomulaginu. „Fjölskylda mín er óttaslegin, ættingjar mínir eru óttaslegnir og vinir mínir eru líka óttaslegnir,“ segir hann. Asía Kanada Pakistan Tengdar fréttir Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41 Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann Til að binda enda á mótmæli íslamista ætla pakistönsk stjórnvöld að setja konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast í farbann og mótmæla ekki endurskoðun á sýknudómi hennar. Hún átti yfir höfði sér dauðadóm. 2. nóvember 2018 23:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Óttast er um öryggi Asiu Bibi, pakistanskrar konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast eftir að hafa upphaflega verið dæmd til dauða. Lögmaður hennar er nú sagður hafa flúið land af ótta um líf sitt. Sýkna Bibi hefur leitt til blóðugra mótmæla í Pakistan. Bibi var í átta ár á dauðadeild áður en hæstiréttur landsins sýknaði hana í síðustu viku. Bibi er kristin og hún var sökuð um að hafa lastað Múhammeð spámann múslima. Mál hennar hefur vakið mikla athygli innan og utan Pakistans.CNN-fréttastöðin hefur eftir samstarfsmanni Saiful Malook, lögmanns Bibi, að hann hafi flúið til Evrópu til að forða lífi sínu. Ashiq Masih, eiginmaður Bibi, hefur grátbeðið vestræn ríki eins og Bretland, Bandaríkin eða Kanada um að veita henni hæli. Hann óttast um líf Bibi í fangelsi. Fjölskylda hennar sé jafnframt í felum. Ríkisstjórn Pakistans samdi við Tehreek-e-Labbaik, flokk íslamsta, sem hefur leitt mótmæli gegn sýknu Bibi í síðustu viku. Gegn því að mótmælunum yrði hætt féllu stjórnvöld á að láta setja Bibi í farbann og að setja sig ekki upp á móti tillögu um endurskoðun á sýknunni. Masih segir að honum hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann frétti af samkomulaginu. „Fjölskylda mín er óttaslegin, ættingjar mínir eru óttaslegnir og vinir mínir eru líka óttaslegnir,“ segir hann.
Asía Kanada Pakistan Tengdar fréttir Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41 Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann Til að binda enda á mótmæli íslamista ætla pakistönsk stjórnvöld að setja konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast í farbann og mótmæla ekki endurskoðun á sýknudómi hennar. Hún átti yfir höfði sér dauðadóm. 2. nóvember 2018 23:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41
Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann Til að binda enda á mótmæli íslamista ætla pakistönsk stjórnvöld að setja konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast í farbann og mótmæla ekki endurskoðun á sýknudómi hennar. Hún átti yfir höfði sér dauðadóm. 2. nóvember 2018 23:44