Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 06:45 Næstu skref verður ákveðin þegar olían er farin úr skipinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Illa gekk að dæla olíu úr norska sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Dæling hófst síðdegis í gær en var hætt skömmu síðar þegar í ljós kom að tækin réðu ekki við verkið. Vonast er til að öll olía verði komin úr skipinu í dag en það er háð veðurskilyrðum. Skipið rak upp í hafnargarðinn eftir að hafa lent öfugum megin við hafnarmunnann. Skipið var á leið með sement í Helguvík og átti síðan að halda áfram til Akureyrar. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG), bjargaði fjórtán skipverjum þá um nóttina. Skipið liggur enn ósnert á strandstað en talið er að gat sé komið á skrokk þess og sjór flæði inn í það. Þá hefur lítið magn olíu lekið út í sjó frá skipinu. Áætlað er að um hundrað tonn af olíu séu í skipinu og hefur verið ákveðið að ná henni úr skipinu áður en frekari björgunaraðgerðir hefjast. „Losun eldsneytis úr skipinu gekk mun hægar en vonir okkar stóðu til. Því var ákveðið að senda mannskapinn í hvíld inn á hótel, nýta nóttina til að útvega öflugri tæki og hefjast handa þegar dagar. Það er góð veðurspá og við vonumst til að tæma skipið í dag,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Skömmu eftir að dæling hófst í gær kom í ljós að dælurnar voru ekki nógu öflugar til verksins. Ástæðan fyrir því er hæðarmunur. Dælurnar liggja uppi á landi en Fjordvik nokkru lægra. „Kafarar munu kíkja og skoða skipið þegar dagur rennur upp. Þegar búið er að dæla olíunni af skipinu og meta stöðuna af köfurum þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið. Næsti fundur um framgang mála er nú í hádeginu og þá vitum við betur hvernig staðan er og hvað skal til bragðs taka,“ segir Kjartan. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa LHG, kom gæslan að málum í fyrsta lagi við björgun skipverja. Varðskipin Þór og Týr voru á vettvangi um helgina en Týr fór á brott í gær. Þá flaug TF-SÝN yfir strandstað í gær til að skoða stöðu mála og kanna umfang olíulekans. „Þór verður áfram á svæðinu til halds og trausts og til að skipið geti brugðist snöggt við ef óskað verður eftir aðstoð hans,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Illa gekk að dæla olíu úr norska sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Dæling hófst síðdegis í gær en var hætt skömmu síðar þegar í ljós kom að tækin réðu ekki við verkið. Vonast er til að öll olía verði komin úr skipinu í dag en það er háð veðurskilyrðum. Skipið rak upp í hafnargarðinn eftir að hafa lent öfugum megin við hafnarmunnann. Skipið var á leið með sement í Helguvík og átti síðan að halda áfram til Akureyrar. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG), bjargaði fjórtán skipverjum þá um nóttina. Skipið liggur enn ósnert á strandstað en talið er að gat sé komið á skrokk þess og sjór flæði inn í það. Þá hefur lítið magn olíu lekið út í sjó frá skipinu. Áætlað er að um hundrað tonn af olíu séu í skipinu og hefur verið ákveðið að ná henni úr skipinu áður en frekari björgunaraðgerðir hefjast. „Losun eldsneytis úr skipinu gekk mun hægar en vonir okkar stóðu til. Því var ákveðið að senda mannskapinn í hvíld inn á hótel, nýta nóttina til að útvega öflugri tæki og hefjast handa þegar dagar. Það er góð veðurspá og við vonumst til að tæma skipið í dag,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Skömmu eftir að dæling hófst í gær kom í ljós að dælurnar voru ekki nógu öflugar til verksins. Ástæðan fyrir því er hæðarmunur. Dælurnar liggja uppi á landi en Fjordvik nokkru lægra. „Kafarar munu kíkja og skoða skipið þegar dagur rennur upp. Þegar búið er að dæla olíunni af skipinu og meta stöðuna af köfurum þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið. Næsti fundur um framgang mála er nú í hádeginu og þá vitum við betur hvernig staðan er og hvað skal til bragðs taka,“ segir Kjartan. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa LHG, kom gæslan að málum í fyrsta lagi við björgun skipverja. Varðskipin Þór og Týr voru á vettvangi um helgina en Týr fór á brott í gær. Þá flaug TF-SÝN yfir strandstað í gær til að skoða stöðu mála og kanna umfang olíulekans. „Þór verður áfram á svæðinu til halds og trausts og til að skipið geti brugðist snöggt við ef óskað verður eftir aðstoð hans,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08
Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39
Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00