Dælingu haldið áfram í fyrramálið Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 21:54 Fjordvik í Helguvík. Vísir/Jóhann K. Dælingu úr sementsskipinu Fjordvik, sem strandaði við ytri hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags, hefur verið hætt. Dælingu á olíu úr skipinu verður framhaldið klukkan átta í fyrramálið. Haldinn var fundur um stöðu mála í kvöld þar sem mættir voru fulltrúar Reykjanesbæjar, Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslunnar og hafnaryfirvalda Helguvíkurhafnar. Hollensku sérfræðingarnir, frá alþjóðlega fyrirtækinu sem sérhæfir sig í björgun skipa, sátu fundinn en Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir í samtali við Vísi sérfræðingana ekki hafa lagt fram aðgerðaáætlun um hvernig bjarga eigi skipinu. Sú vinna sé enn í gangi. Hún segir að menn telji ekki að skaði hafi orðið af olíuleka frá skipinu. Nú sé allt kapp lagt á að ná olíu úr skipinu til að draga úr líkum á tjóni. Það sem skipti mestu máli sé að gera það af öryggi og fagmennsku. Að sögn Kristínar hefur mikið starf farið í að tryggja skipið og þar togist á ýmis sjónarmið. Eigendur skipsins vilji að sjálfsögðu ekki glata skipinu en öryggi fólks og umhverfis hafi forgang í þessu máli. Fundað verður aftur í hádeginu á morgun. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Dælingu úr sementsskipinu Fjordvik, sem strandaði við ytri hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags, hefur verið hætt. Dælingu á olíu úr skipinu verður framhaldið klukkan átta í fyrramálið. Haldinn var fundur um stöðu mála í kvöld þar sem mættir voru fulltrúar Reykjanesbæjar, Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslunnar og hafnaryfirvalda Helguvíkurhafnar. Hollensku sérfræðingarnir, frá alþjóðlega fyrirtækinu sem sérhæfir sig í björgun skipa, sátu fundinn en Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir í samtali við Vísi sérfræðingana ekki hafa lagt fram aðgerðaáætlun um hvernig bjarga eigi skipinu. Sú vinna sé enn í gangi. Hún segir að menn telji ekki að skaði hafi orðið af olíuleka frá skipinu. Nú sé allt kapp lagt á að ná olíu úr skipinu til að draga úr líkum á tjóni. Það sem skipti mestu máli sé að gera það af öryggi og fagmennsku. Að sögn Kristínar hefur mikið starf farið í að tryggja skipið og þar togist á ýmis sjónarmið. Eigendur skipsins vilji að sjálfsögðu ekki glata skipinu en öryggi fólks og umhverfis hafi forgang í þessu máli. Fundað verður aftur í hádeginu á morgun.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08
Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00