Mætti reka kirkjuna með hagnaði bara með tekjum af turninum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 06:00 Hallgrímskirkja gæti rekið sig með hagnaði bara á tekjum af turninum. Fréttablaðið/Anton Brink Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu rúmlega 279 milljónum króna á síðasta ári. Það er aukning um ríflega 17 prósent milli ára en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra voru tekjur af útsýnispallinum 238 milljónir árið 2016 en það var aukning um 77 milljónir milli ára. Til samanburðar þá námu tekjur af turnferðum 27 milljónum árið 2010. Fjölgun ferðamanna hefur skilað sér í umtalsverðum tekjum fyrir kirkjuna. Hallgrímssókn hefur í raun algjöra sérstöðu íslenskra sókna í tekjum samkvæmt nýbirtu yfirliti Ríkisendurskoðunar yfir ársreikninga sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 377 milljónum. Þar af voru rúmar 32 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 28,8 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem nemur 301 milljón. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá kirkjunni og þar má sjá að tekjur af útsýnisturninum eru um 279,3 milljónir, önnur sala nam 21,8 milljónum og sala minningarkorta nam 64 þúsund krónum. Eins og sjá má þénar kirkjan ríflega 250 milljónum meira en hún fær frá ríkinu í formi sóknargjalda, í styrki og önnur framlög sem samtals námu 61 milljón króna. Tekjuafgangur Hallgrímssóknar nam á síðasta ári 66 milljónum. Ef opinberra styrkja nyti ekki við hefði kirkjan samt skilað fimm milljóna hagnaði á síðasta ári. Aðgangseyrir að turninum er í dag 1.000 krónur fyrir fullorðna og hefur hækkað um hundrað krónur milli ára, en gjaldið fyrir börn 6-16 ára er óbreytt í hundrað krónum. „Það er mjög ánægjulegt að Hallgrímskirkja skuli hafa tekjur af turni og fleiru til að geta staðið undir rekstri kirkjunnar auk viðhalds sem hefur verið gríðarlega kostnaðarsamt á undanförnum árum,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Hún segir ekki enn sjá fyrir endann á framkvæmdum þar sem fram undan sé enn frekara viðhald, viðgerðir og endurnýjun. „Að auki er unnið að því að greiða niður lán vegna viðgerðar sem lauk árið 2008.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu rúmlega 279 milljónum króna á síðasta ári. Það er aukning um ríflega 17 prósent milli ára en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra voru tekjur af útsýnispallinum 238 milljónir árið 2016 en það var aukning um 77 milljónir milli ára. Til samanburðar þá námu tekjur af turnferðum 27 milljónum árið 2010. Fjölgun ferðamanna hefur skilað sér í umtalsverðum tekjum fyrir kirkjuna. Hallgrímssókn hefur í raun algjöra sérstöðu íslenskra sókna í tekjum samkvæmt nýbirtu yfirliti Ríkisendurskoðunar yfir ársreikninga sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 377 milljónum. Þar af voru rúmar 32 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 28,8 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem nemur 301 milljón. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá kirkjunni og þar má sjá að tekjur af útsýnisturninum eru um 279,3 milljónir, önnur sala nam 21,8 milljónum og sala minningarkorta nam 64 þúsund krónum. Eins og sjá má þénar kirkjan ríflega 250 milljónum meira en hún fær frá ríkinu í formi sóknargjalda, í styrki og önnur framlög sem samtals námu 61 milljón króna. Tekjuafgangur Hallgrímssóknar nam á síðasta ári 66 milljónum. Ef opinberra styrkja nyti ekki við hefði kirkjan samt skilað fimm milljóna hagnaði á síðasta ári. Aðgangseyrir að turninum er í dag 1.000 krónur fyrir fullorðna og hefur hækkað um hundrað krónur milli ára, en gjaldið fyrir börn 6-16 ára er óbreytt í hundrað krónum. „Það er mjög ánægjulegt að Hallgrímskirkja skuli hafa tekjur af turni og fleiru til að geta staðið undir rekstri kirkjunnar auk viðhalds sem hefur verið gríðarlega kostnaðarsamt á undanförnum árum,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Hún segir ekki enn sjá fyrir endann á framkvæmdum þar sem fram undan sé enn frekara viðhald, viðgerðir og endurnýjun. „Að auki er unnið að því að greiða niður lán vegna viðgerðar sem lauk árið 2008.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07