Spila aftur með þrjá miðverði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Landsliðsþjálfararnir Hamrén og Freyr Alexandersson. vísir/getty Erfiðu ári íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýkur í dag þegar það mætir Katar í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu. Þetta er aðeins annar leikur Íslands og Katar. Þau mættust í vináttulandsleik í nóvember á síðasta ári og gerðu þá 1-1 jafntefli. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands. Íslenska landsliðið hefur leikið tólf leiki í röð án þess að vinna. Síðasti sigurinn kom gegn Indónesíu, 1-4, í janúar. Erik Hamrén, sem tók við íslenska liðinu af Heimi Hallgrímssyni, bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem landsliðsþjálfari. Hann vonast til að það breytist í dag en segist búast við strembnum leik enda vann Katar óvæntan sigur á Sviss í vináttulandsleik á vonandi. „Ég hlakka til leiksins. Ég á von á erfiðum leik. Þeir hafa bætt sig og sigurinn á Sviss var góður. Við þurfum að spila vel til að ná sigri sem við viljum að sjálfsögðu,“ sagði Hamrén á fámennum blaðamannafundi í Eupen í gær. Fjölmargir leikmenn Íslands eru frá vegna meiðsla. Átta voru á meiðslalistanum áður en haldið var til Belgíu og þrír leikmenn, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson og Alfreð Finnbogason, heltust úr lestinni fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn. Aron Einar Gunnarsson lék gegn Belgum en fyrirliðinn fær frí í dag. Hörður Björgvin Magnússon hefur glímt við meiðsli og Hamrén staðfesti að hann myndi ekki byrja leikinn gegn Katar í dag. „Það er í lagi með hann en hann byrjar ekki. Ég vil ekki að hann meiðist frekar. Hann æfði í dag [í gær],“ sagði Hamrén sem á von á því að nokkrar breytingar verði á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Belgíu. „Það er eitthvað um meiðsli og svo eru nokkrir leikmenn sem við viljum sjá spila. Margir þeirra hafa heillað okkur á æfingum.“ Ísland spilaði með þrjá miðverði í leiknum gegn Belgíu og Hamrén ætlar að beita sömu leikaðferð gegn Katar. „Það er ekkert leyndarmál. Þetta er vináttulandsleikur og við viljum sjá þetta einu sinni í viðbót á móti öðruvísi andstæðingi.“ Þrátt fyrir 2-0 tap á móti Belgíu var Hamrén sáttur með frammistöðuna á móti þessu ógnarsterka liði; því sterkasta í heimi samkvæmt heimslistanum. „Mér fannst við spila mjög vel gegn Belgíu. Þeir eru með frábært lið og við fengum stuttan tíma til undirbúnings. Leikmennirnir hafa heillað mig þessa daga sem við höfum verið saman. Viðhorf þeirra er frábært. Margir leikmenn nýttu tækifæri sitt gegn Belgum mjög vel,“ sagði Hamrén og hrósaði sérstaklega Jóni Guðna Fjólusyni, leikmanni Krasnodar, sem lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu á fimmtudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Erfiðu ári íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýkur í dag þegar það mætir Katar í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu. Þetta er aðeins annar leikur Íslands og Katar. Þau mættust í vináttulandsleik í nóvember á síðasta ári og gerðu þá 1-1 jafntefli. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands. Íslenska landsliðið hefur leikið tólf leiki í röð án þess að vinna. Síðasti sigurinn kom gegn Indónesíu, 1-4, í janúar. Erik Hamrén, sem tók við íslenska liðinu af Heimi Hallgrímssyni, bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem landsliðsþjálfari. Hann vonast til að það breytist í dag en segist búast við strembnum leik enda vann Katar óvæntan sigur á Sviss í vináttulandsleik á vonandi. „Ég hlakka til leiksins. Ég á von á erfiðum leik. Þeir hafa bætt sig og sigurinn á Sviss var góður. Við þurfum að spila vel til að ná sigri sem við viljum að sjálfsögðu,“ sagði Hamrén á fámennum blaðamannafundi í Eupen í gær. Fjölmargir leikmenn Íslands eru frá vegna meiðsla. Átta voru á meiðslalistanum áður en haldið var til Belgíu og þrír leikmenn, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson og Alfreð Finnbogason, heltust úr lestinni fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn. Aron Einar Gunnarsson lék gegn Belgum en fyrirliðinn fær frí í dag. Hörður Björgvin Magnússon hefur glímt við meiðsli og Hamrén staðfesti að hann myndi ekki byrja leikinn gegn Katar í dag. „Það er í lagi með hann en hann byrjar ekki. Ég vil ekki að hann meiðist frekar. Hann æfði í dag [í gær],“ sagði Hamrén sem á von á því að nokkrar breytingar verði á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Belgíu. „Það er eitthvað um meiðsli og svo eru nokkrir leikmenn sem við viljum sjá spila. Margir þeirra hafa heillað okkur á æfingum.“ Ísland spilaði með þrjá miðverði í leiknum gegn Belgíu og Hamrén ætlar að beita sömu leikaðferð gegn Katar. „Það er ekkert leyndarmál. Þetta er vináttulandsleikur og við viljum sjá þetta einu sinni í viðbót á móti öðruvísi andstæðingi.“ Þrátt fyrir 2-0 tap á móti Belgíu var Hamrén sáttur með frammistöðuna á móti þessu ógnarsterka liði; því sterkasta í heimi samkvæmt heimslistanum. „Mér fannst við spila mjög vel gegn Belgíu. Þeir eru með frábært lið og við fengum stuttan tíma til undirbúnings. Leikmennirnir hafa heillað mig þessa daga sem við höfum verið saman. Viðhorf þeirra er frábært. Margir leikmenn nýttu tækifæri sitt gegn Belgum mjög vel,“ sagði Hamrén og hrósaði sérstaklega Jóni Guðna Fjólusyni, leikmanni Krasnodar, sem lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu á fimmtudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira