Golfstöðin sýnir milljarðaviðureign Tiger og Mickelson Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2018 09:15 Phil og Tiger á góðri stundu. Vísir/Getty Einstæður viðburður fer fram í Las Vegas þann 23. nóvember næstkomandi þegar stórkylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson munu spila einn golfhring þar sem risastórar upphæðir eru í boði. Sýn hf. hefur tryggt sér sýningarréttinn á beinni útsendingu frá viðburðinum hér á landi. Sýnt verður frá viðureigninni, eða The Match eins og hún er kölluð vestanhafs, klukkan 20.00. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en reiknað er með að útsendingin standi yfir til eitt eftir miðnætti. Útsendingin verður einnig seld sem stakur viðburður í myndlyklum Vodafone og Símans. Níu milljónir dollara, jafnvirði 1,1 milljarða króna, er í húfi fyrir þann sem spilar átján holurnar á Shadow Greek Gold Course-vellinum í Las Vegas á færri höggum. En auk þess að spila upp á stór peningaverðlaun munu þeir Tiger og Phil einnig setja ýmsilegt undir í hliðarveðmálum á meðan þeir spila hringinn. Til dæmis hver eigi lengsta upphafshöggið, hver komist næst holu, hver geti sett niður ákveðin pútt og svo framvegis. Sjónvarpsútsendingin sjálf mun einnig veita áhorfendum innsýn í heim kylfinganna sem þeir hafa ekki fengist að kynnast áður. Þannig verða báðir kylfingar með hljóðnema á sér á meðan þeir spila, drónar notaðir til að veita ný sjónarhorn í útsendinguna og ýmis tölfræði notuð til að reikna út líkur á ákveðnum niðurstöðum út frá spilamennsku kappanna. Tiger og Mickelson eru í hópi sigursælustu kylfinga sögunnar. Tiger hefur unnið fjórtán stórmót á ferlinum en Mickelson fimm, auk þess sem hann hefur sex sinnum hafnað í öðru sæti opna bandaríska meistaramótsins. Golf Tengdar fréttir Tiger og Mickelson spiluðu golf pong | Myndband Stjörnukylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson eru á fullu þessa dagana að auglýsa einvígi sitt sem fer fram í Las Vegas síðar í mánuðinum. 7. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Einstæður viðburður fer fram í Las Vegas þann 23. nóvember næstkomandi þegar stórkylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson munu spila einn golfhring þar sem risastórar upphæðir eru í boði. Sýn hf. hefur tryggt sér sýningarréttinn á beinni útsendingu frá viðburðinum hér á landi. Sýnt verður frá viðureigninni, eða The Match eins og hún er kölluð vestanhafs, klukkan 20.00. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en reiknað er með að útsendingin standi yfir til eitt eftir miðnætti. Útsendingin verður einnig seld sem stakur viðburður í myndlyklum Vodafone og Símans. Níu milljónir dollara, jafnvirði 1,1 milljarða króna, er í húfi fyrir þann sem spilar átján holurnar á Shadow Greek Gold Course-vellinum í Las Vegas á færri höggum. En auk þess að spila upp á stór peningaverðlaun munu þeir Tiger og Phil einnig setja ýmsilegt undir í hliðarveðmálum á meðan þeir spila hringinn. Til dæmis hver eigi lengsta upphafshöggið, hver komist næst holu, hver geti sett niður ákveðin pútt og svo framvegis. Sjónvarpsútsendingin sjálf mun einnig veita áhorfendum innsýn í heim kylfinganna sem þeir hafa ekki fengist að kynnast áður. Þannig verða báðir kylfingar með hljóðnema á sér á meðan þeir spila, drónar notaðir til að veita ný sjónarhorn í útsendinguna og ýmis tölfræði notuð til að reikna út líkur á ákveðnum niðurstöðum út frá spilamennsku kappanna. Tiger og Mickelson eru í hópi sigursælustu kylfinga sögunnar. Tiger hefur unnið fjórtán stórmót á ferlinum en Mickelson fimm, auk þess sem hann hefur sex sinnum hafnað í öðru sæti opna bandaríska meistaramótsins.
Golf Tengdar fréttir Tiger og Mickelson spiluðu golf pong | Myndband Stjörnukylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson eru á fullu þessa dagana að auglýsa einvígi sitt sem fer fram í Las Vegas síðar í mánuðinum. 7. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger og Mickelson spiluðu golf pong | Myndband Stjörnukylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson eru á fullu þessa dagana að auglýsa einvígi sitt sem fer fram í Las Vegas síðar í mánuðinum. 7. nóvember 2018 12:30