Körfuboltakvöld: Algjört ráðaleysi hjá Stjörnunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 12:30 Stjörnuliðið hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem menn höfðu fyrir tímabilið s2 sport Meistaraefnin í Stjörnunni töpuðu nokkuð óvænt fyrir Val í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport voru myrkir í máli þegar þeir ræddu ástandið í Garðabænum. Valur hafði ekki unnið leik í deildinni áður en að Stjarnan mætti í Origo höllina á meðan Garðabæjarliðið var það lið sem flestir spáðu sigri í deildinni fyrir tímabilið. „Það sem mér fannst áberandi í leik Stjörnunnar var að það var ekkert skipulag í sókn, ekki neitt. Þeir aðilar sem eiga að fá boltann að mínu mati eins mikið og mögulegt er í þessu liði, Paul Anthony Jones og Hlynur Bæringsson, þeir voru sveltir stórum köflum í leiknum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar leikurinn var ræddur í þætti gærkvöldsins. „Varnarlega, þetta var bara eins og nammibarinn í Hagkaup.“ „Að fá á sig 97 stig. Þetta er liðið sem við horfðum á sem yfirburða varnarlið fyrir tímabilið,“ tók Kristinn Geir Friðriksson undir.Stjarnan hefur ekki klárað spennuleikina til þessas2 sportStjarnan fékk til sín finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo fyrir tímabilið sem skotmann sem getur sett niður þrista. Hann hefur ekki skilað því það sem af er með aðeins 26 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum. „Hann er búinn að taka fimmtíu og þrjú, fjögur skot í fyrstu sex leikjunum. Það eru næstum því tíu skot í leik. Á meðan eru þeir með Paul Anthony, Ægi og Hlyn se meru allir að skjóta yfir 40 prósent,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það sem er verst í þessu, þetta er vopnið hans. Að skjóta þristum,“ tók Jón Halldór undir. „Að mínu mati, fyrir Stjörnuna, þá er þessi gæi bara „finish“,“ bætti Jón við og hló. „Stjarnan skilaði 104 framlagspunktum í gær, liðið. Þrír leikmenn voru með samtals 78. Liðsheildin hún er ekki að klikka saman,“ sagði Kristinn. „Róteringarnar eru mjög þéttar, hann er ekki að spila á mörgum. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] er í allt öðru hlutverki en hann var í fyrra, það hefur riðlast eitthvað í þessu liði.“ „Ef allt væri eðlilegt hjá þessu Stjörnuliði og þeir skora 92 stig á móti einhverju liði, þá myndi maður halda að þeir ættu að vinna,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Vandræði í Garðabæ Dominos-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Meistaraefnin í Stjörnunni töpuðu nokkuð óvænt fyrir Val í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport voru myrkir í máli þegar þeir ræddu ástandið í Garðabænum. Valur hafði ekki unnið leik í deildinni áður en að Stjarnan mætti í Origo höllina á meðan Garðabæjarliðið var það lið sem flestir spáðu sigri í deildinni fyrir tímabilið. „Það sem mér fannst áberandi í leik Stjörnunnar var að það var ekkert skipulag í sókn, ekki neitt. Þeir aðilar sem eiga að fá boltann að mínu mati eins mikið og mögulegt er í þessu liði, Paul Anthony Jones og Hlynur Bæringsson, þeir voru sveltir stórum köflum í leiknum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar leikurinn var ræddur í þætti gærkvöldsins. „Varnarlega, þetta var bara eins og nammibarinn í Hagkaup.“ „Að fá á sig 97 stig. Þetta er liðið sem við horfðum á sem yfirburða varnarlið fyrir tímabilið,“ tók Kristinn Geir Friðriksson undir.Stjarnan hefur ekki klárað spennuleikina til þessas2 sportStjarnan fékk til sín finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo fyrir tímabilið sem skotmann sem getur sett niður þrista. Hann hefur ekki skilað því það sem af er með aðeins 26 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum. „Hann er búinn að taka fimmtíu og þrjú, fjögur skot í fyrstu sex leikjunum. Það eru næstum því tíu skot í leik. Á meðan eru þeir með Paul Anthony, Ægi og Hlyn se meru allir að skjóta yfir 40 prósent,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það sem er verst í þessu, þetta er vopnið hans. Að skjóta þristum,“ tók Jón Halldór undir. „Að mínu mati, fyrir Stjörnuna, þá er þessi gæi bara „finish“,“ bætti Jón við og hló. „Stjarnan skilaði 104 framlagspunktum í gær, liðið. Þrír leikmenn voru með samtals 78. Liðsheildin hún er ekki að klikka saman,“ sagði Kristinn. „Róteringarnar eru mjög þéttar, hann er ekki að spila á mörgum. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] er í allt öðru hlutverki en hann var í fyrra, það hefur riðlast eitthvað í þessu liði.“ „Ef allt væri eðlilegt hjá þessu Stjörnuliði og þeir skora 92 stig á móti einhverju liði, þá myndi maður halda að þeir ættu að vinna,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Vandræði í Garðabæ
Dominos-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira