Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. nóvember 2018 06:15 Ráðherra ræddi við dómara og lögmenn í upphafi fundar. Fréttablaðið/Eyþór Dómsmálaráðherra telur frumvarp um breytingar á því hvernig birtingu dóma er háttað ekki koma í veg fyrir að einkaaðilar geti haldið úti gagnagrunnum með dómasöfnum dómstólanna. Fyrirhugaðar reytingar taki eingöngu til ríkisvaldsins. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen á opnum fundi dómstólasýslunnar í gær um tilgang birtingar dóma á internetinu og fyrirhugaðar breytingar á reglum þar að lútandi. Á fundinum vísaði Sigríður til áhyggja fjölmiðla af því að frumvarpið mæli fyrir um þrengri aðgang manna að upplýsingum frá dómstólum og sagði ráðherra þær áhyggjur óþarfar. „Þetta lýtur bara að birtingu ríkisvaldsins á internetinu,“ sagði Sigríður og benti á að áfram verði opinn aðgangur að réttarhöldum og allir sem vilji muni áfram geta fengið endurrit sakadóma hjá dómstólum. Fjölmiðlar geti þannig óháð frumvarpinu fjallað um dóma og nafngreint þá sem þeir vilji. Þá geti menn einnig haldið úti skrám og gagnabönkum með dómum eins og áður. „Spurningin er hins vegar, finnst mér, hvort það er hlutverk ríkisvaldsins að halda þessa opinberu skrá á internetinu,“ sagði Sigríður. Vefsíðan fonsjuris.is er rekin af einkaaðilum og þar er haldið úti safni opinberra upplýsinga á sviði lögfræði. Hægt er að fá aðgang að vefnum gegn gjaldi en á honum eru birtir allir dómar Hæstaréttar frá upphafi, dómar annarra dómstóla sem birtir hafa verið auk úrskurða fjölda kærunefnda og ritrýndra fræðigreina á íslensku. Fonsjuris segir að fræðimenn og lögmenn fái aðgang fyrir 9.900 kr. á mánuði. „Ef fylgt er reglum um rétta birtingu dóma get ég ekki séð að það skipti máli hver birtir dómana en það þarf hins vegar að gera í samræmi við lög,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. „Við erum bara komin með persónuverndarlöggjöfina í fangið og burt séð frá skoðunum okkar þá má ekki birta hvað sem er, ekki í dómum frekar en annars staðar,“ segir Helga. Þau frumvarpsdrög sem voru til umræðu á fundinum gera meðal annars ráð fyrir því að hætt verði að nafngreina þá sem dæmdir eru fyrir refsiverða háttsemi og öll nöfn verði afmáð úr dómum í sakamálum. Hætt verði að birta héraðsdóma í kynferðisbrotamálum, málum er varða brot í nánu sambandi og mál um nálgunarbann. Verði dómum í málaflokkum þessum áfrýjað verði eingöngu birt reifun dóms þegar endanlegur dómur er genginn. Þá gera drögin ráð fyrir því að dómstólasýslunni verði heimilt að setja reglur til að takmarka myndatökur í dómhúsum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Dómsmálaráðherra telur frumvarp um breytingar á því hvernig birtingu dóma er háttað ekki koma í veg fyrir að einkaaðilar geti haldið úti gagnagrunnum með dómasöfnum dómstólanna. Fyrirhugaðar reytingar taki eingöngu til ríkisvaldsins. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen á opnum fundi dómstólasýslunnar í gær um tilgang birtingar dóma á internetinu og fyrirhugaðar breytingar á reglum þar að lútandi. Á fundinum vísaði Sigríður til áhyggja fjölmiðla af því að frumvarpið mæli fyrir um þrengri aðgang manna að upplýsingum frá dómstólum og sagði ráðherra þær áhyggjur óþarfar. „Þetta lýtur bara að birtingu ríkisvaldsins á internetinu,“ sagði Sigríður og benti á að áfram verði opinn aðgangur að réttarhöldum og allir sem vilji muni áfram geta fengið endurrit sakadóma hjá dómstólum. Fjölmiðlar geti þannig óháð frumvarpinu fjallað um dóma og nafngreint þá sem þeir vilji. Þá geti menn einnig haldið úti skrám og gagnabönkum með dómum eins og áður. „Spurningin er hins vegar, finnst mér, hvort það er hlutverk ríkisvaldsins að halda þessa opinberu skrá á internetinu,“ sagði Sigríður. Vefsíðan fonsjuris.is er rekin af einkaaðilum og þar er haldið úti safni opinberra upplýsinga á sviði lögfræði. Hægt er að fá aðgang að vefnum gegn gjaldi en á honum eru birtir allir dómar Hæstaréttar frá upphafi, dómar annarra dómstóla sem birtir hafa verið auk úrskurða fjölda kærunefnda og ritrýndra fræðigreina á íslensku. Fonsjuris segir að fræðimenn og lögmenn fái aðgang fyrir 9.900 kr. á mánuði. „Ef fylgt er reglum um rétta birtingu dóma get ég ekki séð að það skipti máli hver birtir dómana en það þarf hins vegar að gera í samræmi við lög,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. „Við erum bara komin með persónuverndarlöggjöfina í fangið og burt séð frá skoðunum okkar þá má ekki birta hvað sem er, ekki í dómum frekar en annars staðar,“ segir Helga. Þau frumvarpsdrög sem voru til umræðu á fundinum gera meðal annars ráð fyrir því að hætt verði að nafngreina þá sem dæmdir eru fyrir refsiverða háttsemi og öll nöfn verði afmáð úr dómum í sakamálum. Hætt verði að birta héraðsdóma í kynferðisbrotamálum, málum er varða brot í nánu sambandi og mál um nálgunarbann. Verði dómum í málaflokkum þessum áfrýjað verði eingöngu birt reifun dóms þegar endanlegur dómur er genginn. Þá gera drögin ráð fyrir því að dómstólasýslunni verði heimilt að setja reglur til að takmarka myndatökur í dómhúsum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira