Megum ekki hika í sóknarleiknum Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. nóvember 2018 10:00 Elvar Friðriksson er einn þeirra sem koma til greina til að leysa stöðu leikstjórnandans í kvöld. Fréttablaðið/sigtryggur Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Belgíu í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. Er þetta annar leikur Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 en fyrsti heimaleikurinn. Ísland er með eitt stig eftir naumt tap gegn Portúgal ytra í september. Tap í þessum leik myndi þýða að Ísland ætti í erfiðleikum með að komast upp úr riðlinum en ætti enn von um að komast á þriðja Evrópumótið í röð. Þessi lið kannast vel hvort við annað enda í fimmta sinn sem liðin mætast á síðustu fjórum árum undir stjórn Craigs Pedersen. Í aðdraganda Eurobasket 2015 mættust liðin í æfingarleik þar sem Ísland tapaði með fjörutíu stigum sem er stærsta tap liðsins undir stjórn núverandi þjálfarateymis. Í undankeppninni fyrir EuroBasket 2017 vann Belgía leik liðanna ytra en Ísland vann lokaleik riðilsins í Laugardalshöll sem tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni. Í aðdraganda EM mættust liðin svo tvívegis í æfingarleikjum hér á Íslandi þar sem Ísland vann báða leikina. Þjálfari íslenska liðsins, Craig Pedersen, virðist nokkuð brattur þegar Fréttablaðið nær tali af honum á æfingu landsliðsins. „Við þurfum að spila vel á báðum endum vallarins í dag. Belgarnir eru að koma með mun sterkara lið í þennan leik heldur en þegar þeir mættu Portúgal. Þeir fá inn þrjá leikmenn sem eru að spila í Euroleague og þekkja það vel að spila stóra leiki. Við þurfum að vera tilbúnir að aðlagast því hvernig þeir spila því þeir munu spila öðruvísi í þessum leik.“ Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson eru komnir aftur. „Við njótum góðs af því að fá Jón Arnór og Hauk Helga inn í þennan leik, þeir eru reynslumiklir leikmenn sem þekkja vel leiki af þessari stærðargráðu,“ segir Craig sem tekur því fagnandi að sjá Hauk spila í einu af stærstu liðum Frakklands. „Hann er í liði þar sem hann þarf ekki alltaf að vera stigahæstur en íslenska landsliðið nýtur góðs af því að hann er kominn í þetta sterka lið.“ Craig virðist leggja áherslu á að leikmenn séu óhræddir og tilbúnir að taka við keflinu í fjarveru Martins Hermannssonar. „Við munum augljóslega sakna Martins, hann er að spila á hæsta getustiginu með Alba Berlin og aðrir leikmenn þurfa að stíga upp. Við munum leitast við að finna lausnir og ég hef minnt leikmenn á að ef tækifæri gefast þá verða þeir að taka skotin. Ekki vera hræddir,“ segir Craig og heldur áfram: „Við getum ekki haft leikmenn sem leita alltaf eftir því að gefa boltann í opnum færum í stað þess að taka frumkvæðið, hvort sem um ræðir að skjóta eða keyra inn á körfu. Þá komast Belgarnir upp með að slaka á dekkuninni en sem betur fer geta allir okkar leikmenn tekið af skarið.“ Takist Belgum að vinna eru þeir komnir í lykilstöðu í riðlinum. „Allir leikmennirnir vita hversu mikilvægir þessir leikir eru, ef Belgar vinna þennan leik eru þeir komnir langleiðina með að vinna riðilinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Belgíu í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. Er þetta annar leikur Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 en fyrsti heimaleikurinn. Ísland er með eitt stig eftir naumt tap gegn Portúgal ytra í september. Tap í þessum leik myndi þýða að Ísland ætti í erfiðleikum með að komast upp úr riðlinum en ætti enn von um að komast á þriðja Evrópumótið í röð. Þessi lið kannast vel hvort við annað enda í fimmta sinn sem liðin mætast á síðustu fjórum árum undir stjórn Craigs Pedersen. Í aðdraganda Eurobasket 2015 mættust liðin í æfingarleik þar sem Ísland tapaði með fjörutíu stigum sem er stærsta tap liðsins undir stjórn núverandi þjálfarateymis. Í undankeppninni fyrir EuroBasket 2017 vann Belgía leik liðanna ytra en Ísland vann lokaleik riðilsins í Laugardalshöll sem tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni. Í aðdraganda EM mættust liðin svo tvívegis í æfingarleikjum hér á Íslandi þar sem Ísland vann báða leikina. Þjálfari íslenska liðsins, Craig Pedersen, virðist nokkuð brattur þegar Fréttablaðið nær tali af honum á æfingu landsliðsins. „Við þurfum að spila vel á báðum endum vallarins í dag. Belgarnir eru að koma með mun sterkara lið í þennan leik heldur en þegar þeir mættu Portúgal. Þeir fá inn þrjá leikmenn sem eru að spila í Euroleague og þekkja það vel að spila stóra leiki. Við þurfum að vera tilbúnir að aðlagast því hvernig þeir spila því þeir munu spila öðruvísi í þessum leik.“ Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson eru komnir aftur. „Við njótum góðs af því að fá Jón Arnór og Hauk Helga inn í þennan leik, þeir eru reynslumiklir leikmenn sem þekkja vel leiki af þessari stærðargráðu,“ segir Craig sem tekur því fagnandi að sjá Hauk spila í einu af stærstu liðum Frakklands. „Hann er í liði þar sem hann þarf ekki alltaf að vera stigahæstur en íslenska landsliðið nýtur góðs af því að hann er kominn í þetta sterka lið.“ Craig virðist leggja áherslu á að leikmenn séu óhræddir og tilbúnir að taka við keflinu í fjarveru Martins Hermannssonar. „Við munum augljóslega sakna Martins, hann er að spila á hæsta getustiginu með Alba Berlin og aðrir leikmenn þurfa að stíga upp. Við munum leitast við að finna lausnir og ég hef minnt leikmenn á að ef tækifæri gefast þá verða þeir að taka skotin. Ekki vera hræddir,“ segir Craig og heldur áfram: „Við getum ekki haft leikmenn sem leita alltaf eftir því að gefa boltann í opnum færum í stað þess að taka frumkvæðið, hvort sem um ræðir að skjóta eða keyra inn á körfu. Þá komast Belgarnir upp með að slaka á dekkuninni en sem betur fer geta allir okkar leikmenn tekið af skarið.“ Takist Belgum að vinna eru þeir komnir í lykilstöðu í riðlinum. „Allir leikmennirnir vita hversu mikilvægir þessir leikir eru, ef Belgar vinna þennan leik eru þeir komnir langleiðina með að vinna riðilinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira