Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2018 12:58 Ari á hliðarlínunni með Sköllunum. vísir/daníel þór „Það er ekkert hæft í því að það hafi verið sameiginleg ákvörðun að ég hætti. Ég var bara rekinn,“ segir fráfarandi þjálfari kvennaliðs Skallagríms, Ari Gunnarsson, en hann ber forráðamönnum félagsins ekki vel söguna. Ari segist eðlilega ekki vera sáttur við stöðu liðsins í Dominos-deild kvenna þar sem liðið situr í sjötta sæti. Þjálfarinn segir þó ýmsar ástæður liggja að baki. „Upphafið að þessu öllu er að umtalið í kringum liðið hefur verið mjög neikvætt undanfarin ár. Þar af leiðandi fáum við ekki leikmenn. Margir þeirra leikmanna sem ég reyndi að fá til félagsins vildu ekki koma út af neikvæðu umtali um félagið. Allt í kringum liðið væri ekki nógu gott,“ segir Ari en hvað er hann nákvæmlega að tala um? „Það er aðallega umgjörðin í kringum liðið. Það er þarna maður sem skiptir sér kannski fullmikið af og í raun heldur þessu liði úti af fjölskylduástæðum.“Skuggastjórnandi sem stýrir öllu Þarna er Ari að tala um Ámunda Sigurðsson, fyrrum formann meistaraflokksráðs kvenna, sem á þrjár dætur í liðinu. Hann hefur verið potturinn og pannan í starfi kvennaliðsins síðustu ár. „Hann er ekki í stjórn núna en er með sitt lið þarna inni. Konuna sína meðal annars og hann stýrir þessu sjálfur. Alltaf þegar maður talar við hann þá segist hann sjá um peningamálin hjá þessu liði. Hann minnti á að ef það færi að ganga illa þá myndi fjárstreymið eitthvað minnka. Það var alltaf eitthvað svona í gangi. Hann vill stjórna öllu og er með klapplið með sér,“ segir Ari og bætir við að Ámundi sé ekki eini skuggastjórnandi félagsins. „Hann er það ásamt fleirum sem mega ekki vera í stjórn félaga af ýmsum ástæðum. Það er ráðherra til dæmis." Þar er Ari að tala um Ásmund Einar Daðason sem er félags- og jafnréttismálaráðherra. Ásmundur Einar var einnig áður í stjórn meistaraflokksráðs kvenna með Ámunda.Hann hefur ekkert vit á körfubolta „Maður spyr sig oft að því hvort þetta lið væri yfir höfuð til ef fjölskyldan væri ekki í liðinu. Við erum með fjóra útlendinga og í raun enginn grundvöllur til þess að vera með lið nema að hafa fjóra útlendinga,“ segir Ari og tekur fram að dætur Ámunda séu allar fyrirmyndarstelpur sem hann hafi ekkert út á að setja. „Ef maður skoðar söguna þá hefur Ámundi rekið þjálfara eftir sinni hentisemi. Ef þeir fara ekki eftir því sem hann segir þá eru þeir farnir. Hann vill helst skipta sjálfur inn á og gaf mér oft skipanir úr stúkunni sem ég hlustaði ekki á. Þessi maður hefur ekkert vit á körfubolta. Nákvæmlega ekki neitt. Fílingurinn er eins og hann eigi liðið og stjórni.“ Eftir því sem Ari segir þá lýkur afskiptasemi Ámunda ekki þarna. Hann eigi það til að halda áfram eftir leik. „Eftir einn leikinn í vetur þá er ég að tala við fjölskyldu mína og vini. Þá kemur hann inn í hópinn og drullar yfir mig og leikmenn liðsins. Það endaði með því að ég strunsaði út.“Dvölin hjá Skallagrími var ekki góð fyrir Ara.vísir/daníel þórKoma boltanum meira á dóttur fyrrum formannsins Ari segir að Ámundi hafi ekki látið þar við sitja. Hann hafi heyrt af baktali hans um sig frá fólki út í bæ. „Ég á vini og vandamenn í bænum sem hafa sagt mér að hann sé að drulla yfir mig á bak við mig. Ég er nokkuð viss um að ég sé með nokkur stungusár í bakinu frá honum,“ segir Ari en fundir með stjórninni voru ekki beint hefðbundnir eftir því sem þjálfarinn segir. „Á fundi með stjórninni þar sem ég hélt að ætti að ræða leikmannamál snérist fundurinn um hvernig ætti að koma boltanum meira á eina dóttur Ámunda. Ég þurfi að tala við útlendingana um að gefa meira á hana.“Tók við starfinu í góðri trú Fyrst vinnuumhverfið var svona hræðilegt af hverju var Ari þá ekki löngu hættur? „Ég reyndi að láta þetta ekki hafa áhrif á mig. Ég fékk margar aðvaranir áður en ég tók við liðinu. Ég tók við starfinu samt í góðri trú. Það hefur lengi verið gott á milli okkar Ámunda og ég hélt því að þetta myndi ganga hjá okkur,“ segir Ari en það virðast hafa orðið vinslit hjá honum og Ámunda. „Ég leit á hann sem þokkalegan félaga minn en að heyra að hann væri reglulega að tala illa um mig út í bæ er ekki gaman. Hann virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að ég þekki líka fólk.“ Þegar Ara var sagt upp þá segist hann hafa bent stjórn Skallagríms á hvort þau ættu ekki að prófa að líta í eigin barm. „Ég nefndi á fundinum hvort þau þyrftu ekki að líta inn á við. Þjálfarar hafa verið að ná góðum árangri en eru samt reknir. Það er ekki alltaf þjálfarinn sem er meinið.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ámundi: Þetta er helber lygi hjá Ara Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. 28. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
„Það er ekkert hæft í því að það hafi verið sameiginleg ákvörðun að ég hætti. Ég var bara rekinn,“ segir fráfarandi þjálfari kvennaliðs Skallagríms, Ari Gunnarsson, en hann ber forráðamönnum félagsins ekki vel söguna. Ari segist eðlilega ekki vera sáttur við stöðu liðsins í Dominos-deild kvenna þar sem liðið situr í sjötta sæti. Þjálfarinn segir þó ýmsar ástæður liggja að baki. „Upphafið að þessu öllu er að umtalið í kringum liðið hefur verið mjög neikvætt undanfarin ár. Þar af leiðandi fáum við ekki leikmenn. Margir þeirra leikmanna sem ég reyndi að fá til félagsins vildu ekki koma út af neikvæðu umtali um félagið. Allt í kringum liðið væri ekki nógu gott,“ segir Ari en hvað er hann nákvæmlega að tala um? „Það er aðallega umgjörðin í kringum liðið. Það er þarna maður sem skiptir sér kannski fullmikið af og í raun heldur þessu liði úti af fjölskylduástæðum.“Skuggastjórnandi sem stýrir öllu Þarna er Ari að tala um Ámunda Sigurðsson, fyrrum formann meistaraflokksráðs kvenna, sem á þrjár dætur í liðinu. Hann hefur verið potturinn og pannan í starfi kvennaliðsins síðustu ár. „Hann er ekki í stjórn núna en er með sitt lið þarna inni. Konuna sína meðal annars og hann stýrir þessu sjálfur. Alltaf þegar maður talar við hann þá segist hann sjá um peningamálin hjá þessu liði. Hann minnti á að ef það færi að ganga illa þá myndi fjárstreymið eitthvað minnka. Það var alltaf eitthvað svona í gangi. Hann vill stjórna öllu og er með klapplið með sér,“ segir Ari og bætir við að Ámundi sé ekki eini skuggastjórnandi félagsins. „Hann er það ásamt fleirum sem mega ekki vera í stjórn félaga af ýmsum ástæðum. Það er ráðherra til dæmis." Þar er Ari að tala um Ásmund Einar Daðason sem er félags- og jafnréttismálaráðherra. Ásmundur Einar var einnig áður í stjórn meistaraflokksráðs kvenna með Ámunda.Hann hefur ekkert vit á körfubolta „Maður spyr sig oft að því hvort þetta lið væri yfir höfuð til ef fjölskyldan væri ekki í liðinu. Við erum með fjóra útlendinga og í raun enginn grundvöllur til þess að vera með lið nema að hafa fjóra útlendinga,“ segir Ari og tekur fram að dætur Ámunda séu allar fyrirmyndarstelpur sem hann hafi ekkert út á að setja. „Ef maður skoðar söguna þá hefur Ámundi rekið þjálfara eftir sinni hentisemi. Ef þeir fara ekki eftir því sem hann segir þá eru þeir farnir. Hann vill helst skipta sjálfur inn á og gaf mér oft skipanir úr stúkunni sem ég hlustaði ekki á. Þessi maður hefur ekkert vit á körfubolta. Nákvæmlega ekki neitt. Fílingurinn er eins og hann eigi liðið og stjórni.“ Eftir því sem Ari segir þá lýkur afskiptasemi Ámunda ekki þarna. Hann eigi það til að halda áfram eftir leik. „Eftir einn leikinn í vetur þá er ég að tala við fjölskyldu mína og vini. Þá kemur hann inn í hópinn og drullar yfir mig og leikmenn liðsins. Það endaði með því að ég strunsaði út.“Dvölin hjá Skallagrími var ekki góð fyrir Ara.vísir/daníel þórKoma boltanum meira á dóttur fyrrum formannsins Ari segir að Ámundi hafi ekki látið þar við sitja. Hann hafi heyrt af baktali hans um sig frá fólki út í bæ. „Ég á vini og vandamenn í bænum sem hafa sagt mér að hann sé að drulla yfir mig á bak við mig. Ég er nokkuð viss um að ég sé með nokkur stungusár í bakinu frá honum,“ segir Ari en fundir með stjórninni voru ekki beint hefðbundnir eftir því sem þjálfarinn segir. „Á fundi með stjórninni þar sem ég hélt að ætti að ræða leikmannamál snérist fundurinn um hvernig ætti að koma boltanum meira á eina dóttur Ámunda. Ég þurfi að tala við útlendingana um að gefa meira á hana.“Tók við starfinu í góðri trú Fyrst vinnuumhverfið var svona hræðilegt af hverju var Ari þá ekki löngu hættur? „Ég reyndi að láta þetta ekki hafa áhrif á mig. Ég fékk margar aðvaranir áður en ég tók við liðinu. Ég tók við starfinu samt í góðri trú. Það hefur lengi verið gott á milli okkar Ámunda og ég hélt því að þetta myndi ganga hjá okkur,“ segir Ari en það virðast hafa orðið vinslit hjá honum og Ámunda. „Ég leit á hann sem þokkalegan félaga minn en að heyra að hann væri reglulega að tala illa um mig út í bæ er ekki gaman. Hann virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að ég þekki líka fólk.“ Þegar Ara var sagt upp þá segist hann hafa bent stjórn Skallagríms á hvort þau ættu ekki að prófa að líta í eigin barm. „Ég nefndi á fundinum hvort þau þyrftu ekki að líta inn á við. Þjálfarar hafa verið að ná góðum árangri en eru samt reknir. Það er ekki alltaf þjálfarinn sem er meinið.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ámundi: Þetta er helber lygi hjá Ara Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. 28. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Ámundi: Þetta er helber lygi hjá Ara Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. 28. nóvember 2018 14:00