Uppgjör: Hamilton kláraði tímabilið með stæl Bragi Þórðarson skrifar 26. nóvember 2018 17:00 Hamilton kom, sá og sigraði vísir/getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í síðustu umferð tímabilsins í Formúlu 1. Sigurinn varð hans ellefti í ár og 73. á ferlinum en Hamilton var búinn að tryggja sér titilinn fyrr á árinu rétt eins og lið hans, Mercedes. Aðal keppinautur Hamilton í sumar, Sebastian Vettel á Ferrari, varð annar í Abu Dhabi kappakstrinum á sunnudaginn. Max Verstappen kom þriðji í mark á sínum Red Bull. Kimi Raikkonen varð frá að hverfa með vélarbilun í sinni síðustu keppni með Ferrari. Finninn mun aka fyrir Sauber á næsta ári. Þá var Fernando Alonso að keppa í sinni síðustu keppni í Formúlu 1. Tvöfaldi heimsmeistarinn kláraði utan stiga í ellefta sæti en McLaren bíll Fernando hefur ekki verið samkeppnisfær síðustu ár. Spánverjinn endaði þó ferilinn á enn einum frábærum ummælum í talstöðinni þegar vélstjóri hans hvatti hann til að enda ferilinn í stigasæti. „Ég er nú þegar með 1800 stig“ svaraði Alonso. Réttara sagt kláraði Spánverjinn feril sinn með 1899 stig. Eina stigið sem var í boði fyrir tíunda sætið um helgina hefði séð til þess að hann hefði lokið ferlinum með nákvæmlega 1900 stig.Fernando Alonso keyrði inn í sólsetrið og kvaddi Formúlu 1vísir/gettyKveðjustund á Yas MarinaHarkalegur árekstur varð á fyrsta hring er Renault bíll Nico Hulkenberg valt er Þjóðverjinn lenti í samstuði við Romain Grosjean. „Komiði mér út úr bílnum, það er eldur,“ svaraði Nico í talstöðina þegar liðið spurði hvort að í lagi væri með hann. Eldurinn var þó snögglega slökktur og Hulkenberg komst heill á húfi úr bílnum, þókk sé góðum öryggisbúnaði. Margir ökumenn voru að kveðja lið sín eða íþrótta almennt, því var andrúmsloftið eftir keppni svolítið sérstakt á þjónustusvæðum liðana. Aðeins tvö af þeim tíu liðum í Formúlu 1 munu halda báðum ökumönnum sínum á næsta ári. Fjögur lið munu þá skipta út báðum ökumönnum sínum fyrir 2019. Kappaksturinn í Abu Dhabi var sá síðasti á keppnistímabilinu en vetrarfríið er þó ekki langt, 2019 tímabilið byrjar í Ástralíu í mars. Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í síðustu umferð tímabilsins í Formúlu 1. Sigurinn varð hans ellefti í ár og 73. á ferlinum en Hamilton var búinn að tryggja sér titilinn fyrr á árinu rétt eins og lið hans, Mercedes. Aðal keppinautur Hamilton í sumar, Sebastian Vettel á Ferrari, varð annar í Abu Dhabi kappakstrinum á sunnudaginn. Max Verstappen kom þriðji í mark á sínum Red Bull. Kimi Raikkonen varð frá að hverfa með vélarbilun í sinni síðustu keppni með Ferrari. Finninn mun aka fyrir Sauber á næsta ári. Þá var Fernando Alonso að keppa í sinni síðustu keppni í Formúlu 1. Tvöfaldi heimsmeistarinn kláraði utan stiga í ellefta sæti en McLaren bíll Fernando hefur ekki verið samkeppnisfær síðustu ár. Spánverjinn endaði þó ferilinn á enn einum frábærum ummælum í talstöðinni þegar vélstjóri hans hvatti hann til að enda ferilinn í stigasæti. „Ég er nú þegar með 1800 stig“ svaraði Alonso. Réttara sagt kláraði Spánverjinn feril sinn með 1899 stig. Eina stigið sem var í boði fyrir tíunda sætið um helgina hefði séð til þess að hann hefði lokið ferlinum með nákvæmlega 1900 stig.Fernando Alonso keyrði inn í sólsetrið og kvaddi Formúlu 1vísir/gettyKveðjustund á Yas MarinaHarkalegur árekstur varð á fyrsta hring er Renault bíll Nico Hulkenberg valt er Þjóðverjinn lenti í samstuði við Romain Grosjean. „Komiði mér út úr bílnum, það er eldur,“ svaraði Nico í talstöðina þegar liðið spurði hvort að í lagi væri með hann. Eldurinn var þó snögglega slökktur og Hulkenberg komst heill á húfi úr bílnum, þókk sé góðum öryggisbúnaði. Margir ökumenn voru að kveðja lið sín eða íþrótta almennt, því var andrúmsloftið eftir keppni svolítið sérstakt á þjónustusvæðum liðana. Aðeins tvö af þeim tíu liðum í Formúlu 1 munu halda báðum ökumönnum sínum á næsta ári. Fjögur lið munu þá skipta út báðum ökumönnum sínum fyrir 2019. Kappaksturinn í Abu Dhabi var sá síðasti á keppnistímabilinu en vetrarfríið er þó ekki langt, 2019 tímabilið byrjar í Ástralíu í mars.
Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira