Jimmy Butler hetja 76ers liðsins í annað skiptið á átta dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 07:30 Jimmy Butler. Vísir/Getty Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta og er heldur betur að reynast sínu nýja liði dýrmætur. Orlando Magic endaði þriggja leikja sigurgöngu Los Angeles Lakers og Toronto Raptors vann sinn fimmta leik í röð.Átta dögum eftir að hann skoraði sigurkörfu í framlengingu á móti Charlotte Hornets var Jimmy Butler aftur hetja sinna manna í nótt. Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers 127-125 útisigur á Brooklyn Nets með þriggja stiga körfu 0,4 sekúndum fyrir leikslok. „Brett Brown þjálfari setti þetta upp og liðsfélagarnir mínir treysta mér til að taka þessi skot í lokin. Ég fór þangað sem ég vildi taka skotið og setti þetta niður. Ef ég segi alveg eins og er þá gat þetta verið hver sem er. Liðsfélagar minir hafa mikla trú á mér en ég hef miklu meiri trú á þeim,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Þetta var fimmta sigurkarfa Jimmy Butler frá byrjun 2015-16 tímabilsins þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Aðeins Russell Westbrook (sjö) hefur skorað fleiri slíkar á þessum tíma. Það fylgir líka sögunni að núverandi liðsfélagar Butler hafa aðeins hitt úr 1 af 13 slíkum skotum á sama tíma. Jimmy Butler endaði leikinn með 34 stig, 12 fráköst og 4 stolna bolta en Joel Embiid var með 32 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar. D’Angelo Russell skoraði 38 stig fyrir Brooklyn og bætti við 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Orlando Magic hefur greinilega tak á Los Angeles Lakers eftir annan sigurinn á LeBron James og félögum á aðeins átta dögum. Nikola Vucevic var með 31 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í 108-104 sigri Orlando Magic á Lakers í Staples Center í Los Angeles. Terrence Ross skoraði úrslitakörfuna í lokin en hann var með 16 stig. Orlando vann Lakers 130-117 á heimavelli 17. nóvember síðastliðinn. LeBron James skoraði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers-liðið sem var fyrir leikinn búið að við vinna þrjá leiki í röð og sex af síðustu sjö. Kyle Kuzma var með 21 stig og Brandon Ingram skoraði 17 stig. Los Angeles Lakers liðið skoraði ekki stig síðustu 2:24 í leiknum. Lakers menn tóku fjögur skot á lokakaflanum og allt þriggja stiga skot. LeBron James tók þó aðeins eitt þeirra en ískaldur Kentavious Caldwell-Pope reyndi tvö misheppnuð skot í lokin.Stórleikur Dwyane Wade af bekknum dugði ekki Miami Heat á móti Toronto Raptors. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í 124-115 sigri Toronto Raptors á Miami og Kyle Lowry bætti við 12 stigum og 10 stoðsendingum. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð en liðið er með besta árangurinn í deildinni. Dwyane Wade kom inn af bekknum og skoraði 35 stig sem er það mesta sem varamaður hefur skorað í einum leik fyrir Miami Heat. Enn eitt Miami Heat metið hjá Dwyane Wade. Josh Richardson skoraði 19 stig fyrir Heat liðið og Bam Adebayo var með 16 stig og 21 frákast.Enes Kanter tók 26 fráköst og skoraði 21 stig þegar New York Knicks vann 103-98 sigur á Memphis Grizzlies. Tim Hardaway yngri var með 22 stig og Emmanuel Mudiay skoraði 17 stig í þriðja sigri Knicks liðsins í röð. Marc Gasol var stighæstur hjá Memphis með 27 stig en Mike Conley skoraði 23 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 100-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 112-133 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 124-123 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 125-127 Memphis Grizzlies - New York Knicks 98-103 Toronto Raptors - Miami Heat 125-115 Detroit Pistons - Phoenix Suns 118-107 Los Angeles Lakers - Orlando Magic 104-108 NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta og er heldur betur að reynast sínu nýja liði dýrmætur. Orlando Magic endaði þriggja leikja sigurgöngu Los Angeles Lakers og Toronto Raptors vann sinn fimmta leik í röð.Átta dögum eftir að hann skoraði sigurkörfu í framlengingu á móti Charlotte Hornets var Jimmy Butler aftur hetja sinna manna í nótt. Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers 127-125 útisigur á Brooklyn Nets með þriggja stiga körfu 0,4 sekúndum fyrir leikslok. „Brett Brown þjálfari setti þetta upp og liðsfélagarnir mínir treysta mér til að taka þessi skot í lokin. Ég fór þangað sem ég vildi taka skotið og setti þetta niður. Ef ég segi alveg eins og er þá gat þetta verið hver sem er. Liðsfélagar minir hafa mikla trú á mér en ég hef miklu meiri trú á þeim,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Þetta var fimmta sigurkarfa Jimmy Butler frá byrjun 2015-16 tímabilsins þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Aðeins Russell Westbrook (sjö) hefur skorað fleiri slíkar á þessum tíma. Það fylgir líka sögunni að núverandi liðsfélagar Butler hafa aðeins hitt úr 1 af 13 slíkum skotum á sama tíma. Jimmy Butler endaði leikinn með 34 stig, 12 fráköst og 4 stolna bolta en Joel Embiid var með 32 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar. D’Angelo Russell skoraði 38 stig fyrir Brooklyn og bætti við 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Orlando Magic hefur greinilega tak á Los Angeles Lakers eftir annan sigurinn á LeBron James og félögum á aðeins átta dögum. Nikola Vucevic var með 31 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í 108-104 sigri Orlando Magic á Lakers í Staples Center í Los Angeles. Terrence Ross skoraði úrslitakörfuna í lokin en hann var með 16 stig. Orlando vann Lakers 130-117 á heimavelli 17. nóvember síðastliðinn. LeBron James skoraði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers-liðið sem var fyrir leikinn búið að við vinna þrjá leiki í röð og sex af síðustu sjö. Kyle Kuzma var með 21 stig og Brandon Ingram skoraði 17 stig. Los Angeles Lakers liðið skoraði ekki stig síðustu 2:24 í leiknum. Lakers menn tóku fjögur skot á lokakaflanum og allt þriggja stiga skot. LeBron James tók þó aðeins eitt þeirra en ískaldur Kentavious Caldwell-Pope reyndi tvö misheppnuð skot í lokin.Stórleikur Dwyane Wade af bekknum dugði ekki Miami Heat á móti Toronto Raptors. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í 124-115 sigri Toronto Raptors á Miami og Kyle Lowry bætti við 12 stigum og 10 stoðsendingum. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð en liðið er með besta árangurinn í deildinni. Dwyane Wade kom inn af bekknum og skoraði 35 stig sem er það mesta sem varamaður hefur skorað í einum leik fyrir Miami Heat. Enn eitt Miami Heat metið hjá Dwyane Wade. Josh Richardson skoraði 19 stig fyrir Heat liðið og Bam Adebayo var með 16 stig og 21 frákast.Enes Kanter tók 26 fráköst og skoraði 21 stig þegar New York Knicks vann 103-98 sigur á Memphis Grizzlies. Tim Hardaway yngri var með 22 stig og Emmanuel Mudiay skoraði 17 stig í þriðja sigri Knicks liðsins í röð. Marc Gasol var stighæstur hjá Memphis með 27 stig en Mike Conley skoraði 23 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 100-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 112-133 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 124-123 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 125-127 Memphis Grizzlies - New York Knicks 98-103 Toronto Raptors - Miami Heat 125-115 Detroit Pistons - Phoenix Suns 118-107 Los Angeles Lakers - Orlando Magic 104-108
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira