Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 17:57 Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. FBL/ERNIR Heiða Björg Hilmisdóttir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, eru sammála um það að mannlega þáttinn vantaði þegar skýrsla innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt um vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúarnir ræddu þetta í þættinum Þingvöllum á K100 í morgun en Heiða Björg, sem var einn af forsprökkum Metoo-hreyfingarinnar á Íslandi, sagði sögu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúru, dótturfyrirtækis OR, vera klassíska Metoo-sögu.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar.Heiða Björg benti á að Áslaug Thelma hefði upplifað það að vera sögð hafa blikkað sig upp í launum og fékk tölvupósta sem henni fannst truflandi. Hún hafi upplifað að hún hafi verið áreitt í starfi að mati Heiðu Bjargar. Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar í garð starfsfólks en það var frásögn Áslaugar Thelmu sem varð til þess. Heiða Björg sagði að viðbrögð Bjarna hefðu mögulega verið ágæt þegar hann sagðist þurfa að læra af málinu og sagði að það væri margt sem karlar hefðu gert í gegnum árin sem þeir mega ekki lengur. Sagðist Heiða Björg standa heilshugar með Áslaugu Thelmu og taldi að lítið hefði verið gert úr hennar upplifun. Hún sagði að sá hluti skýrslu innri endurskoðunar sem fjallaði um opinbera smánun vera að hennar mati aftan úr fornöld.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitur Reykjavíkur. Hún sagðist ekki geta úttalað sig um málið í þættinum vegna stöðu sinnar í stjórn OR.Vísir„Ég er ekki að tengja við það,“ sagði Heiða Björg. Hún sagði að það væri ekki síður opinber smánun að Áslaug Thelma sé í dag á allra vörum fyrir frammistöðu vanda, en það kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að henni hefði verið sagt upp störfum vegna frammistöðu vanda. Heiða Björg sagði að hún teldi Orkuveituna vera gott fyrirtæki en bætti við að þó einhver starfsmaður hafi ekki upplifað neitt þá getur verið að einhver annar hafi gert það. Hildur sagði að starfsfólk OR mætti einmitt sýna því skilning, þó svo að það hafi ekki upplifað neitt slæmt þá útiloki það ekki að einhver annar hafi gert það. Ef dæmin eru 10, 20 eða 30, þá sé það hreinlega of mikið að mati Hildar. „Við megum ekki gera lítið úr upplifun kvenna,“ sagði Heiða. Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, eru sammála um það að mannlega þáttinn vantaði þegar skýrsla innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt um vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúarnir ræddu þetta í þættinum Þingvöllum á K100 í morgun en Heiða Björg, sem var einn af forsprökkum Metoo-hreyfingarinnar á Íslandi, sagði sögu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúru, dótturfyrirtækis OR, vera klassíska Metoo-sögu.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar.Heiða Björg benti á að Áslaug Thelma hefði upplifað það að vera sögð hafa blikkað sig upp í launum og fékk tölvupósta sem henni fannst truflandi. Hún hafi upplifað að hún hafi verið áreitt í starfi að mati Heiðu Bjargar. Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar í garð starfsfólks en það var frásögn Áslaugar Thelmu sem varð til þess. Heiða Björg sagði að viðbrögð Bjarna hefðu mögulega verið ágæt þegar hann sagðist þurfa að læra af málinu og sagði að það væri margt sem karlar hefðu gert í gegnum árin sem þeir mega ekki lengur. Sagðist Heiða Björg standa heilshugar með Áslaugu Thelmu og taldi að lítið hefði verið gert úr hennar upplifun. Hún sagði að sá hluti skýrslu innri endurskoðunar sem fjallaði um opinbera smánun vera að hennar mati aftan úr fornöld.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitur Reykjavíkur. Hún sagðist ekki geta úttalað sig um málið í þættinum vegna stöðu sinnar í stjórn OR.Vísir„Ég er ekki að tengja við það,“ sagði Heiða Björg. Hún sagði að það væri ekki síður opinber smánun að Áslaug Thelma sé í dag á allra vörum fyrir frammistöðu vanda, en það kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að henni hefði verið sagt upp störfum vegna frammistöðu vanda. Heiða Björg sagði að hún teldi Orkuveituna vera gott fyrirtæki en bætti við að þó einhver starfsmaður hafi ekki upplifað neitt þá getur verið að einhver annar hafi gert það. Hildur sagði að starfsfólk OR mætti einmitt sýna því skilning, þó svo að það hafi ekki upplifað neitt slæmt þá útiloki það ekki að einhver annar hafi gert það. Ef dæmin eru 10, 20 eða 30, þá sé það hreinlega of mikið að mati Hildar. „Við megum ekki gera lítið úr upplifun kvenna,“ sagði Heiða.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira