Lilja Rafney segir tillögur stjórnarandstöðu hygla hinum ríku Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 18:45 Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar. Fréttablaðið/Vilhelm Allt bendir til að frumvarp stjórnarflokkanna um veiðigjöld verði afgreitt frá Alþingi í miklum ágreiningi við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar, sem leggja til að frumvarpinu verði vísað frá. Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. Núgildandi lög um veiðigjöld áttu að renna út hinn 1. september en voru framlengd í lok vorþings fram til áramóta vegna ágreinings stjórnar og stjórnarandstöðu. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er álagning gjaldanna færð nær rauntíma í afurðaverði og afsláttur á gjöldunum er aukinn um 60 prósent sem gagnast á smærri útgerðum mest. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna. Samkvæmt tillögum stjórnarmeirihlutans muni veiðigjöld lækka um allt að fjóra milljarða og vilja flokkarnir vísa frumvarpinu frá. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir núverandi lög gölluð og framlenging þeirra myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá erum við að tala um að á næsta almanaksári gætu veiðigjöldin orðið tólf og hálfur milljarður króna. Þá held ég nú að hrikti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki,“ segir Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði forgangsröðun stjórnarflokkanna augljósa. Á sama tíma og framlög til aldraðra og öryrkja væru lækkuð (milli umræðna um fjárlagafrumvarp) ætti að lækka veiðigjöldin frá útgerðinni. „Hvað liggur á. það er lækkandi gengi, það er lækkandi olíuverð. Útgerðin stendur alveg þokkalega og vel það,“ sagði Þorgerður Katrín. Nánast engar líkur eru á að frávísun á frumvarpinu verði samþykkt og sennilega ekki heldur breytingatillögur sem Samfylkingin, Viðreisn og Píratar leggja þá til; um að aflaheimildir fyrnist á tuttugu árum og á þeim tíma fari fimm prósent veiðiheimilda á uppboð ár hvert. Veiðigjöldin standi undir stjórn og eftirliti með veiðunum en það sem innheimtist umfram það fari í nýjan uppbyggingarsjóð landshlutanna. Lilja Rafney sagði tillögur flokkanna þriggja vera frjálshyggjuhugmyndir. „Þá er verið að hygla þeim ríku. Að bjóða upp á markaðsleiðina. Setja allt á uppboð. Þeir ríkustu hafa mestu möguleika, mestan aðgang að fjármagni og þjappar áfram þessum aflaheimildum saman,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Annarri umræðu um veiðigjöldin verður framhaldið á Alþingi á mánudag. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Allt bendir til að frumvarp stjórnarflokkanna um veiðigjöld verði afgreitt frá Alþingi í miklum ágreiningi við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar, sem leggja til að frumvarpinu verði vísað frá. Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. Núgildandi lög um veiðigjöld áttu að renna út hinn 1. september en voru framlengd í lok vorþings fram til áramóta vegna ágreinings stjórnar og stjórnarandstöðu. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er álagning gjaldanna færð nær rauntíma í afurðaverði og afsláttur á gjöldunum er aukinn um 60 prósent sem gagnast á smærri útgerðum mest. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna. Samkvæmt tillögum stjórnarmeirihlutans muni veiðigjöld lækka um allt að fjóra milljarða og vilja flokkarnir vísa frumvarpinu frá. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir núverandi lög gölluð og framlenging þeirra myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá erum við að tala um að á næsta almanaksári gætu veiðigjöldin orðið tólf og hálfur milljarður króna. Þá held ég nú að hrikti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki,“ segir Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði forgangsröðun stjórnarflokkanna augljósa. Á sama tíma og framlög til aldraðra og öryrkja væru lækkuð (milli umræðna um fjárlagafrumvarp) ætti að lækka veiðigjöldin frá útgerðinni. „Hvað liggur á. það er lækkandi gengi, það er lækkandi olíuverð. Útgerðin stendur alveg þokkalega og vel það,“ sagði Þorgerður Katrín. Nánast engar líkur eru á að frávísun á frumvarpinu verði samþykkt og sennilega ekki heldur breytingatillögur sem Samfylkingin, Viðreisn og Píratar leggja þá til; um að aflaheimildir fyrnist á tuttugu árum og á þeim tíma fari fimm prósent veiðiheimilda á uppboð ár hvert. Veiðigjöldin standi undir stjórn og eftirliti með veiðunum en það sem innheimtist umfram það fari í nýjan uppbyggingarsjóð landshlutanna. Lilja Rafney sagði tillögur flokkanna þriggja vera frjálshyggjuhugmyndir. „Þá er verið að hygla þeim ríku. Að bjóða upp á markaðsleiðina. Setja allt á uppboð. Þeir ríkustu hafa mestu möguleika, mestan aðgang að fjármagni og þjappar áfram þessum aflaheimildum saman,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Annarri umræðu um veiðigjöldin verður framhaldið á Alþingi á mánudag.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira