Frammistöðu...? Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Fyrir 69 árum sá George Orwell fyrir þann dapurlega og merkingarlausa heim sem við byggjum í dag og kynnti hugtakið „newspeak“ til sögunnar í bókinni Nítján hundruð áttatíu og fjögur. Með því að brengla og rugla merkingu orða og hugtaka, fletja út merkingu tungumálsins, tókst alræðisvaldinu að lama sjálfstæða og gagnrýna hugsun í dystópískri framtíð ársins 1984. Skáldsaga Orwells hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en núna og gæti hæglega borið titilinn Tvö þúsund og átján. Dauðhreinsun tungumálsins gengur svo hryllilega vel að öfugsnúinn rétttrúnaðurinn er að útrýma allri tvíræðni og fjöri úr tungumálinu. Öruggara að hafa þetta steindautt og leiðinlegt þannig að enginn þurfi nú að móðgast. Þessar öfgar ganga svo langt að ekki má lengur segja fólki upp störfum á mannamáli. Orðskrípið „frammistöðuvandi“ dúkkaði upp í umræðunni í vikunni. Eðlilega virðist enginn þekkja merkingu þess enda ólíklegt að nokkur hugsandi manneskja hafi heyrt það áður, hvað þá lagt sér í munn, fyrr en seint í nóvember 2018. Ég reyndi árangurslaust að fletta „frammistöðuvanda“ upp í orðabókum. Rakst á frammivið, frammí og alls konar annað en engan frammistöðuvanda. Út frá samhenginu datt mér helst í hug að fletta upp orðinu „vanhæfur“. Og samkvæmt orðabókum merkir það að vera „ekki hæfur, ómögulegur, óhæfur“. Veit ekkert hvort þessar orðabókarskilgreiningar ná utan um merkingarleysi „frammistöðuvanda“ en eigum við í alvöru talað ekki bara að reyna að standa vörð um lágmarks heilbrigða hugsun og reyna frekar að halda áfram að tala raunverulegt, kjarnyrt manna (kvenna og karla) mál? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Fyrir 69 árum sá George Orwell fyrir þann dapurlega og merkingarlausa heim sem við byggjum í dag og kynnti hugtakið „newspeak“ til sögunnar í bókinni Nítján hundruð áttatíu og fjögur. Með því að brengla og rugla merkingu orða og hugtaka, fletja út merkingu tungumálsins, tókst alræðisvaldinu að lama sjálfstæða og gagnrýna hugsun í dystópískri framtíð ársins 1984. Skáldsaga Orwells hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en núna og gæti hæglega borið titilinn Tvö þúsund og átján. Dauðhreinsun tungumálsins gengur svo hryllilega vel að öfugsnúinn rétttrúnaðurinn er að útrýma allri tvíræðni og fjöri úr tungumálinu. Öruggara að hafa þetta steindautt og leiðinlegt þannig að enginn þurfi nú að móðgast. Þessar öfgar ganga svo langt að ekki má lengur segja fólki upp störfum á mannamáli. Orðskrípið „frammistöðuvandi“ dúkkaði upp í umræðunni í vikunni. Eðlilega virðist enginn þekkja merkingu þess enda ólíklegt að nokkur hugsandi manneskja hafi heyrt það áður, hvað þá lagt sér í munn, fyrr en seint í nóvember 2018. Ég reyndi árangurslaust að fletta „frammistöðuvanda“ upp í orðabókum. Rakst á frammivið, frammí og alls konar annað en engan frammistöðuvanda. Út frá samhenginu datt mér helst í hug að fletta upp orðinu „vanhæfur“. Og samkvæmt orðabókum merkir það að vera „ekki hæfur, ómögulegur, óhæfur“. Veit ekkert hvort þessar orðabókarskilgreiningar ná utan um merkingarleysi „frammistöðuvanda“ en eigum við í alvöru talað ekki bara að reyna að standa vörð um lágmarks heilbrigða hugsun og reyna frekar að halda áfram að tala raunverulegt, kjarnyrt manna (kvenna og karla) mál?
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun