Heilbrigðisráðherra vill skoða mál pólsks talmeinafræðings Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2018 20:30 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skoða mál talmeinafræðings frá Póllandi, sem ekki fær starfsleyfi á Íslandi þar sem enginn íslenskur yfirmaður getur staðfest íslenskukunnáttu hans. Talmeinafræðingurinn fékk upphaflega bráðabirgðaleyfi sem ekki hefur verið endurnýjað. Pawel Bartoszek varaþingmaður Viðreisnar tók málið upp í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fái ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni vegna þess að íslenskir talmeinafræðingar hvorki vilji né geti veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Í Fréttablaðinu kom fram að þetta þýddi að börn af pólskum uppruna fái talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. En Gotthardt hefur engan íslenskan yfirmann sem lögin krefjast að votti íslenskukunnáttu hennar. „Og því miður er þessi saga ekki einsdæmi. Ég þekki fleiri svona dæmi þar sem kerfið sem ráðherrann ber ábyrgð á er alls ekki að reyna að hjálpa fólki að öðlast réttindi í samræmi við menntun sína. Eiga erlendir menntaðir talmeinafræðingar, næringarfræðingar og sálfræðingar að skúra og afgreiða á börum á meðan kerfið japlar á umsóknum þeirra,” spurði Pawel. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði málið anga samfélags sem lengst af hafi búið við eina menningu og eitt tungumál sem betur fer væri það að breytast. „En sem betur fer erum við nú að fara inn í samfélag þar sem fjölmenning er viðurkennd og eftirsóknarverð,” sagði heilbrigðisráðherra. Samfélagið þyrfti því að aðlaga lög, reglugerðir og framkvæmd mála enda hafi menntamálaráðherra boðað lagabreytingar í þessa átt. Skoða þurfi þessi mál í heild og gæta öryggishagsmuna sjúklinga t.d. varðandi heilbrigðisstarfsmenn. „En ég er algerlega sammála tóninum í athugasemd og fyrirspurn háttvirts þingmanns og tel ástæðu til að skoða málið betur,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skoða mál talmeinafræðings frá Póllandi, sem ekki fær starfsleyfi á Íslandi þar sem enginn íslenskur yfirmaður getur staðfest íslenskukunnáttu hans. Talmeinafræðingurinn fékk upphaflega bráðabirgðaleyfi sem ekki hefur verið endurnýjað. Pawel Bartoszek varaþingmaður Viðreisnar tók málið upp í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fái ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni vegna þess að íslenskir talmeinafræðingar hvorki vilji né geti veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Í Fréttablaðinu kom fram að þetta þýddi að börn af pólskum uppruna fái talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. En Gotthardt hefur engan íslenskan yfirmann sem lögin krefjast að votti íslenskukunnáttu hennar. „Og því miður er þessi saga ekki einsdæmi. Ég þekki fleiri svona dæmi þar sem kerfið sem ráðherrann ber ábyrgð á er alls ekki að reyna að hjálpa fólki að öðlast réttindi í samræmi við menntun sína. Eiga erlendir menntaðir talmeinafræðingar, næringarfræðingar og sálfræðingar að skúra og afgreiða á börum á meðan kerfið japlar á umsóknum þeirra,” spurði Pawel. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði málið anga samfélags sem lengst af hafi búið við eina menningu og eitt tungumál sem betur fer væri það að breytast. „En sem betur fer erum við nú að fara inn í samfélag þar sem fjölmenning er viðurkennd og eftirsóknarverð,” sagði heilbrigðisráðherra. Samfélagið þyrfti því að aðlaga lög, reglugerðir og framkvæmd mála enda hafi menntamálaráðherra boðað lagabreytingar í þessa átt. Skoða þurfi þessi mál í heild og gæta öryggishagsmuna sjúklinga t.d. varðandi heilbrigðisstarfsmenn. „En ég er algerlega sammála tóninum í athugasemd og fyrirspurn háttvirts þingmanns og tel ástæðu til að skoða málið betur,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira