Vigdís ætlar ekki að segja samflokksmönnum sínum fyrir verkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 15:16 Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins tjáði sig í fyrsta sinn um ummæli samflokksmanna sinna úr Klaustursupptökunum í dag. Vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík segist sammála yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum flokksins í Suðurkjördæmi sem send var út í dag vegna Klaustursupptökunnar. Vigdís hyggst þó ekki segja þingmönnum eða þingflokk fyrir verkum varðandi það hvernig bregðast eigi við upptökunum. Bæjarfulltrúarnir þrír, þau Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Tómas Ellert Tómasson, sögðust í yfirlýsingu sinni vona að þingflokkur Miðflokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara og samstarfsfólk sitt á Klaustur fyrr í mánuðinum. Vigdís tjáði sig um Klaustursupptökurnar í fyrsta sinn á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag og sagði orðræðuna sem Miðflokksmennirnir viðhöfðu óverjandi. „Ég er sammála þessari yfirlýsingu bæjarfulltrúa Miðflokksins í Suðurkjördæmi og hef við þetta að bæta að þetta er óverjandi orðræða á köflum sem ég gagnrýni harðlega,“ segir í færslunni. „Þingmenn og þingflokkur verða að bregðast við - en ég ætla ekki að segja þeim fyrir verkum - frekar en að þeir geti sagt mér fyrir verkum.“ Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, sagði í samtali við Vísi í dag að hún vissi ekki betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda áður en dagur er úti. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvar eða hvenær fundurinn verður haldinn. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason en þeir eru á meðal fjögurra þingmanna Miðflokksins sem ræddu saman á Klaustur. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík segist sammála yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum flokksins í Suðurkjördæmi sem send var út í dag vegna Klaustursupptökunnar. Vigdís hyggst þó ekki segja þingmönnum eða þingflokk fyrir verkum varðandi það hvernig bregðast eigi við upptökunum. Bæjarfulltrúarnir þrír, þau Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Tómas Ellert Tómasson, sögðust í yfirlýsingu sinni vona að þingflokkur Miðflokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara og samstarfsfólk sitt á Klaustur fyrr í mánuðinum. Vigdís tjáði sig um Klaustursupptökurnar í fyrsta sinn á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag og sagði orðræðuna sem Miðflokksmennirnir viðhöfðu óverjandi. „Ég er sammála þessari yfirlýsingu bæjarfulltrúa Miðflokksins í Suðurkjördæmi og hef við þetta að bæta að þetta er óverjandi orðræða á köflum sem ég gagnrýni harðlega,“ segir í færslunni. „Þingmenn og þingflokkur verða að bregðast við - en ég ætla ekki að segja þeim fyrir verkum - frekar en að þeir geti sagt mér fyrir verkum.“ Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, sagði í samtali við Vísi í dag að hún vissi ekki betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda áður en dagur er úti. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvar eða hvenær fundurinn verður haldinn. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason en þeir eru á meðal fjögurra þingmanna Miðflokksins sem ræddu saman á Klaustur.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira