Nær hundrað milljónir árlega til þingflokka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. desember 2018 08:29 Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aukið fjármagn muni nýtast flokkum til reksturs skrifstofu. Vísir/Vilhelm Árlegur leyfilegur styrkur einstaklinga til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjöri hækkar samkvæmt nýju frumvarpi til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka þeirra. Þá munu greiðslur til smærri flokka á þingi hækka. Frumvarpið er lagt fram af formönnum allra flokka að Flokki fólksins og formannslausum Pírötum undanskildum. Þar eru varaformaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á lista. Markmið frumvarpsins er að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálaflokka auk þess að efla lýðræði og gagnsæi í stjórnmálum. Í þeim felst að stjórnmálasamtök sem fá minnst einn mann kjörinn á þing eiga rétt á tólf milljóna króna grunnframlagi úr ríkissjóði ár hvert. Þá munu stjórnmálasamtök sem bjóða fram í minnst þremur kjördæmum geta sótt um 750 þúsund króna styrk, sem greiðist úr fyrir hvert og eitt kjördæmi, vegna kosningabaráttunnar. Skilyrði úthlutunarinnar er að samtökin uppfylli upplýsingaskyldu sína gagnvart Ríkisendurskoðun. Þá er kveðið á um að leyfileg árleg heildarfjárframlög frá lögaðilum eða einstaklingum hækki úr 400 þúsund krónum í 550 þúsund krónur. Kveðið er á um auknar skyldur á stjórnmálaflokka til að upplýsa um uppruna fjármunanna í ársreikningum. Þó er kveðið á um að styrkir undir 300 þúsundum frá einstaklingum skuli háðir nafnleynd. Hingað til hefur þröskuldurinn miðast við 200 þúsund krónur. Skylt er að birta upplýsingar um alla styrki frá lögaðilum. Miðað við núverandi forsendur mun kostnaður ríkissjóðs aukast um 96 milljónir króna ár hvert vegna tólf milljóna króna greiðslunnar til hvers þingflokks. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að sá kostnaður muni nýtast flokkunum til reksturs skrifstofu. Að auki má gera ráð fyrir útgjaldaaukningu á hverju kosningaári. Hefðu lögin til að mynda verið í gildi í fyrra hefði þurft að greiða 27 milljónir króna til þeirra níu stjórnmálasamtaka sem buðu fram í öllum kjördæmum. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að tölurnar komi til með að hækka í samræmi við breytingar á vísitölum verðlags og launa. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að formenn þingflokka muni eftir helgi funda vegna fjölgunar aðstoðarmanna um áramótin. Þeirri lendingu virtist hafa verið náð en fækkun í Flokki fólksins getur haft áhrif á það. Samkomulagið hljóðaði upp á að sautján nýir aðstoðarmenn tækju til starfa á kjörtímabilinu og skyldi þeim úthlutað samkvæmt hlutfallslegum styrk flokkanna. Miðað við nýjan fjölda í Flokki fólksins myndi styrkur þingflokksins ekki nægja til að fá aðstoðarmann úthlutaðan. Hann myndi skiptast að jöfnu milli Samfylkingarinnar og Miðflokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, nú óháðir þingmenn, eiga ekki rétt á aðstoð. Breytingar urðu á nefndarsetu þeirra í gær. Ólafur Ísleifsson er nú í atvinnuveganefnd en Inga Sæland í fjárlaganefnd í hans stað. Þá eru Ólafur og Karl ekki lengur í Norðurlandaráði eða Vestnorræna ráðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Árlegur leyfilegur styrkur einstaklinga til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjöri hækkar samkvæmt nýju frumvarpi til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka þeirra. Þá munu greiðslur til smærri flokka á þingi hækka. Frumvarpið er lagt fram af formönnum allra flokka að Flokki fólksins og formannslausum Pírötum undanskildum. Þar eru varaformaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á lista. Markmið frumvarpsins er að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálaflokka auk þess að efla lýðræði og gagnsæi í stjórnmálum. Í þeim felst að stjórnmálasamtök sem fá minnst einn mann kjörinn á þing eiga rétt á tólf milljóna króna grunnframlagi úr ríkissjóði ár hvert. Þá munu stjórnmálasamtök sem bjóða fram í minnst þremur kjördæmum geta sótt um 750 þúsund króna styrk, sem greiðist úr fyrir hvert og eitt kjördæmi, vegna kosningabaráttunnar. Skilyrði úthlutunarinnar er að samtökin uppfylli upplýsingaskyldu sína gagnvart Ríkisendurskoðun. Þá er kveðið á um að leyfileg árleg heildarfjárframlög frá lögaðilum eða einstaklingum hækki úr 400 þúsund krónum í 550 þúsund krónur. Kveðið er á um auknar skyldur á stjórnmálaflokka til að upplýsa um uppruna fjármunanna í ársreikningum. Þó er kveðið á um að styrkir undir 300 þúsundum frá einstaklingum skuli háðir nafnleynd. Hingað til hefur þröskuldurinn miðast við 200 þúsund krónur. Skylt er að birta upplýsingar um alla styrki frá lögaðilum. Miðað við núverandi forsendur mun kostnaður ríkissjóðs aukast um 96 milljónir króna ár hvert vegna tólf milljóna króna greiðslunnar til hvers þingflokks. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að sá kostnaður muni nýtast flokkunum til reksturs skrifstofu. Að auki má gera ráð fyrir útgjaldaaukningu á hverju kosningaári. Hefðu lögin til að mynda verið í gildi í fyrra hefði þurft að greiða 27 milljónir króna til þeirra níu stjórnmálasamtaka sem buðu fram í öllum kjördæmum. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að tölurnar komi til með að hækka í samræmi við breytingar á vísitölum verðlags og launa. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að formenn þingflokka muni eftir helgi funda vegna fjölgunar aðstoðarmanna um áramótin. Þeirri lendingu virtist hafa verið náð en fækkun í Flokki fólksins getur haft áhrif á það. Samkomulagið hljóðaði upp á að sautján nýir aðstoðarmenn tækju til starfa á kjörtímabilinu og skyldi þeim úthlutað samkvæmt hlutfallslegum styrk flokkanna. Miðað við nýjan fjölda í Flokki fólksins myndi styrkur þingflokksins ekki nægja til að fá aðstoðarmann úthlutaðan. Hann myndi skiptast að jöfnu milli Samfylkingarinnar og Miðflokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, nú óháðir þingmenn, eiga ekki rétt á aðstoð. Breytingar urðu á nefndarsetu þeirra í gær. Ólafur Ísleifsson er nú í atvinnuveganefnd en Inga Sæland í fjárlaganefnd í hans stað. Þá eru Ólafur og Karl ekki lengur í Norðurlandaráði eða Vestnorræna ráðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira