Katrín þiggur boð Bernie Sanders Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 18:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun alþjóðasamtaka framfarasinna. Bernie Sanders er annar forsprakka samtakanna. Vísir/Vilhelm/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum. Miðað við þær upplýsingar sem fást á vefsíðu Progressive International, sem þýða mætti sem „Alþjóðasamtök Framfarasinna,“ eru samtökin hugsuð sem sameiginlegur alþjóðlegur vettvangur þeirra sem flokkast myndu sem vinstrisinnaðir á hinum pólitíska ás. Í kynningarmynbandi sem birtist þegar farið er á heimasíðu samtakanna er samtökunum lýst sem „grasrótarhreyfingu sem virkjar vinnandi fólk um allan heim í krafti sameiginlegrar sýnar um lýðræði, sjálfbærni og samstöðu.“Grundvöllur þáttökunnar tvíþætturÍ færslu Katrínar segir hún þátttöku sína í stofnun samtakanna grundvallast á tveimur þáttum. Annars vegar telji Katrín að mikilvægt sé að „bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi.“ Hins vegar sé það vilji forsætisráðherra að styðja við þá sýn sem Progressive International standi fyrir, sem Katrín segir vera „baráttuna fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk.“ Katrín segir að hleypa þurfi lífi í alþjóðlega samvinnu vinstrifólks til þess að mögulegt sé að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði, breyta hinu alþjóðlega fjármálakerfi, stöðva vígvæðingu um heiminn og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Færslu Katrínar í heild sinni má sjá hér að neðan. Birtist stuttlega í myndbandi samtakannaÍ áður nefndu kynningarmyndbandi Progressive International eru týnd til þau mál sem samtökin hafa á sinni könnu, ýmist til að berjast gegn eða fylgja eftir. Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu er að 1% jarðarbúa hafi yfirráð yfir um helmingi þess auðs sem til er í heiminum, meðan hundruð milljóna verkafólks búi við fjárhagslegt óöryggi og jafnvel fátækt. Eins er bent á að loftslag jarðarinnar „færist á meðan í átt til eyðileggingar.“ Þá vara samtökin við uppgangi valdboðssinna víðs vegar um heiminn. Á meðan alvörugefinn þulur talar ómyrkur í máli um þær hættur sem þeim fylgja má sjá svipmyndir af heimsþekktum stjórnmálaleiðtogum á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, Brexit-sinna og fyrrum utanríkisráðherra Bretlands. Undir hvatningarorðum samtakanna um að nú sé tími framfarasinna heimsins til að sameinast má sjá myndbrot af heimsþekktu stjórnmálafólki. Til að mynda sjást stofnendur samtakanna, þeir Yanis Varfoufakis og Bernie Sanders. Þá má sjá leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, Alexandriu Ocasio-Cortez, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmann Bandaríkjanna og sjálfa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Myndband samtakanna má sjá hér að neðan.Progressive International from MEANS OF PRODUCTION on Vimeo. Loftslagsmál Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum. Miðað við þær upplýsingar sem fást á vefsíðu Progressive International, sem þýða mætti sem „Alþjóðasamtök Framfarasinna,“ eru samtökin hugsuð sem sameiginlegur alþjóðlegur vettvangur þeirra sem flokkast myndu sem vinstrisinnaðir á hinum pólitíska ás. Í kynningarmynbandi sem birtist þegar farið er á heimasíðu samtakanna er samtökunum lýst sem „grasrótarhreyfingu sem virkjar vinnandi fólk um allan heim í krafti sameiginlegrar sýnar um lýðræði, sjálfbærni og samstöðu.“Grundvöllur þáttökunnar tvíþætturÍ færslu Katrínar segir hún þátttöku sína í stofnun samtakanna grundvallast á tveimur þáttum. Annars vegar telji Katrín að mikilvægt sé að „bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi.“ Hins vegar sé það vilji forsætisráðherra að styðja við þá sýn sem Progressive International standi fyrir, sem Katrín segir vera „baráttuna fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk.“ Katrín segir að hleypa þurfi lífi í alþjóðlega samvinnu vinstrifólks til þess að mögulegt sé að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði, breyta hinu alþjóðlega fjármálakerfi, stöðva vígvæðingu um heiminn og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Færslu Katrínar í heild sinni má sjá hér að neðan. Birtist stuttlega í myndbandi samtakannaÍ áður nefndu kynningarmyndbandi Progressive International eru týnd til þau mál sem samtökin hafa á sinni könnu, ýmist til að berjast gegn eða fylgja eftir. Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu er að 1% jarðarbúa hafi yfirráð yfir um helmingi þess auðs sem til er í heiminum, meðan hundruð milljóna verkafólks búi við fjárhagslegt óöryggi og jafnvel fátækt. Eins er bent á að loftslag jarðarinnar „færist á meðan í átt til eyðileggingar.“ Þá vara samtökin við uppgangi valdboðssinna víðs vegar um heiminn. Á meðan alvörugefinn þulur talar ómyrkur í máli um þær hættur sem þeim fylgja má sjá svipmyndir af heimsþekktum stjórnmálaleiðtogum á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, Brexit-sinna og fyrrum utanríkisráðherra Bretlands. Undir hvatningarorðum samtakanna um að nú sé tími framfarasinna heimsins til að sameinast má sjá myndbrot af heimsþekktu stjórnmálafólki. Til að mynda sjást stofnendur samtakanna, þeir Yanis Varfoufakis og Bernie Sanders. Þá má sjá leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, Alexandriu Ocasio-Cortez, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmann Bandaríkjanna og sjálfa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Myndband samtakanna má sjá hér að neðan.Progressive International from MEANS OF PRODUCTION on Vimeo.
Loftslagsmál Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira