Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið/eyþór Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefja þingfund í dag með því að lesa stutta yfirlýsingu frá forseta vegna uppákomunnar fyrir helgi þegar upp komst um illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum hin síðari ár. Steingrímur segir fundinn ekki hefjast með hefðbundnum hætti. „Við erum að undirbúa ýmislegt og eitt af því er upphaf fundarins og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé líklegt að hann byrji án þess að þetta á einhvern hátt komi við sögu,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon tekur til máls í dag.„Þetta er upphaf fyrsta fundar eftir að þetta hefur gengið yfir. Einnig verða forsætisnefndarfundur og fundur með formönnum þingflokka svo það mun líklegast eitthvað gerast þar.“ Þingmenn sem Fréttablaðið náði tali af í gær eru á einu máli um að þingstörf verði að komast í fastar skorður nú þegar síðasti mánuður ársins er runninn upp og að minnsta kosti þrjú risastór mál enn ókláruð í þinginu, það eru fjárlög, samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar og veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar. Þingmenn hafa sín á milli varpað fram ýmsum hugmyndum um hvernig hægt sé að koma þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins í skilning um að þeir geti ekki og vilji ekki starfa með þeim og að þeir þurfi að víkja hið snarasta. Hugmyndir hafa verið uppi um að víkja úr þingsal ef þeir ætli sér að taka til máls og hvaðeina til að þrýsta á afsögn þeirra. Einn þingmaðurinn sem Fréttablaðið talaði við í gær segir það ekki koma til greina að einstaklingar, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum sex manna hópi, þurfi að sitja nefndarfundi, eða þá koma fyrir nefndir, þar sem þessir þingmenn eru fyrir á fleti. Ekki náðist í nokkurn þingmanna Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja þingmennina verða að víkja Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. 2. desember 2018 23:12 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefja þingfund í dag með því að lesa stutta yfirlýsingu frá forseta vegna uppákomunnar fyrir helgi þegar upp komst um illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum hin síðari ár. Steingrímur segir fundinn ekki hefjast með hefðbundnum hætti. „Við erum að undirbúa ýmislegt og eitt af því er upphaf fundarins og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé líklegt að hann byrji án þess að þetta á einhvern hátt komi við sögu,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon tekur til máls í dag.„Þetta er upphaf fyrsta fundar eftir að þetta hefur gengið yfir. Einnig verða forsætisnefndarfundur og fundur með formönnum þingflokka svo það mun líklegast eitthvað gerast þar.“ Þingmenn sem Fréttablaðið náði tali af í gær eru á einu máli um að þingstörf verði að komast í fastar skorður nú þegar síðasti mánuður ársins er runninn upp og að minnsta kosti þrjú risastór mál enn ókláruð í þinginu, það eru fjárlög, samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar og veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar. Þingmenn hafa sín á milli varpað fram ýmsum hugmyndum um hvernig hægt sé að koma þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins í skilning um að þeir geti ekki og vilji ekki starfa með þeim og að þeir þurfi að víkja hið snarasta. Hugmyndir hafa verið uppi um að víkja úr þingsal ef þeir ætli sér að taka til máls og hvaðeina til að þrýsta á afsögn þeirra. Einn þingmaðurinn sem Fréttablaðið talaði við í gær segir það ekki koma til greina að einstaklingar, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum sex manna hópi, þurfi að sitja nefndarfundi, eða þá koma fyrir nefndir, þar sem þessir þingmenn eru fyrir á fleti. Ekki náðist í nokkurn þingmanna Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja þingmennina verða að víkja Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. 2. desember 2018 23:12 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Segja þingmennina verða að víkja Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. 2. desember 2018 23:12
Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27
Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38