Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 13:33 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kári gerir Sigrúnu slíkt tilboð. Vísir/Stefán/Eyþór Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar bauð Sigrúnu Helgu Lund fullt starf hjá fyrirtækinu í dag. Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. Sigrún segist í skýjunum með ráðahaginn en hún hefur verið í hálfu starfi hjá fyrirtækinu síðan í mars árið 2016.Fréttablaðið greindi fyrst frá tilboði Kára á vef sínum í dag. Innt eftir því hvernig þetta hafi komið til segir Sigrún í samtali við Vísi að Kári hafi staðið eins og klettur við bakið á sér frá byrjun. „Kári er alveg magnaður. Um leið og hann sá þetta þá heyrði hann strax í mér, kallaði mig inn, og sagði að það væri leiðinlegt að heyra þetta. Hann sagðist standa með mér hundrað prósent og bauð mér að koma í fullt starf hjá Decode. Og er bara búinn að standa alveg eins og klettur við bakið á mér.“ Að sögn Sigrúnar ræður Kári hana til starfa frá og með 1. desember, sem hún segist að vonum ánægð með. „Mig óraði ekki fyrir þessu.“Kári áður komið til bjargar Sigrún segir þetta jafnframt ekki í fyrsta skipti sem Kári hafi gert sér slíkt tilboð á erfiðum tímum. Þegar Sigrún tilkynnti fyrst um áreitni yfirmannsins í mars 2016 starfaði hún við rannsókn hjá HÍ sem fékk inni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Hún varð að hverfa frá störfum sínum vegna návígis við yfirmanninn, sem fór ekki fram hjá vökulu auga Kára. „Þegar háskólinn ætlaði að reka mig út af vinnustaðnum, og af því að ég tilheyri einingu sem er að leigja húsnæði af Decode, þá fæ ég símtal frá Kára af því að hann tók eftir að ég væri ekki á staðnum. Og hann réði mig strax í hálft starf,“ segir Sigrún. „Og þar hef ég haft mína rannsóknaraðstöðu síðan, hjá Decode.“ Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp stöðu sinni sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í morgun. Hún sagði ástæðuna vera skeytingarleysi rektors og stjórnenda skólans eftir að hún tilkynnti um „erfið samskipti og kynferðislegt háttalag“ af hendi yfirmanns í sinn garð árið 2016. Hún segist enn ekkert heyrt frá stjórnendum HÍ eftir að hún tilkynnti um uppsögn sína í morgun. Hún hefur þó verið boðuð á fund með Kára og rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni, klukkan 14 í dag og gerir ráð fyrir að málið verði rætt þar. MeToo Tengdar fréttir Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar bauð Sigrúnu Helgu Lund fullt starf hjá fyrirtækinu í dag. Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. Sigrún segist í skýjunum með ráðahaginn en hún hefur verið í hálfu starfi hjá fyrirtækinu síðan í mars árið 2016.Fréttablaðið greindi fyrst frá tilboði Kára á vef sínum í dag. Innt eftir því hvernig þetta hafi komið til segir Sigrún í samtali við Vísi að Kári hafi staðið eins og klettur við bakið á sér frá byrjun. „Kári er alveg magnaður. Um leið og hann sá þetta þá heyrði hann strax í mér, kallaði mig inn, og sagði að það væri leiðinlegt að heyra þetta. Hann sagðist standa með mér hundrað prósent og bauð mér að koma í fullt starf hjá Decode. Og er bara búinn að standa alveg eins og klettur við bakið á mér.“ Að sögn Sigrúnar ræður Kári hana til starfa frá og með 1. desember, sem hún segist að vonum ánægð með. „Mig óraði ekki fyrir þessu.“Kári áður komið til bjargar Sigrún segir þetta jafnframt ekki í fyrsta skipti sem Kári hafi gert sér slíkt tilboð á erfiðum tímum. Þegar Sigrún tilkynnti fyrst um áreitni yfirmannsins í mars 2016 starfaði hún við rannsókn hjá HÍ sem fékk inni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Hún varð að hverfa frá störfum sínum vegna návígis við yfirmanninn, sem fór ekki fram hjá vökulu auga Kára. „Þegar háskólinn ætlaði að reka mig út af vinnustaðnum, og af því að ég tilheyri einingu sem er að leigja húsnæði af Decode, þá fæ ég símtal frá Kára af því að hann tók eftir að ég væri ekki á staðnum. Og hann réði mig strax í hálft starf,“ segir Sigrún. „Og þar hef ég haft mína rannsóknaraðstöðu síðan, hjá Decode.“ Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp stöðu sinni sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í morgun. Hún sagði ástæðuna vera skeytingarleysi rektors og stjórnenda skólans eftir að hún tilkynnti um „erfið samskipti og kynferðislegt háttalag“ af hendi yfirmanns í sinn garð árið 2016. Hún segist enn ekkert heyrt frá stjórnendum HÍ eftir að hún tilkynnti um uppsögn sína í morgun. Hún hefur þó verið boðuð á fund með Kára og rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni, klukkan 14 í dag og gerir ráð fyrir að málið verði rætt þar.
MeToo Tengdar fréttir Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48