Myndi „rústa trausti á Alþingi“ ef meirihluti nefndarinnar misnotar aðstöðu sína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2018 21:44 Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að traust á siðareglum fyrir Alþingismenn glatist ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmanna á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. Fréttablaðið/Ernir Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að traust á siðareglum fyrir Alþingismenn glatist ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmanna á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. Þetta kom fram í bókun Jóns Þórs við fundargerð forsætisnefndar Alþingis í tengslum við akstursgreiðslumál Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er skylda mín sem einn varaforseta Alþingis að koma í veg fyrr að meirihluti forsætisnefndar geti notað siðareglur fyrir Alþingismenn til að hvítþvo þingmenn í meirihluta og beitt þeim sem agavaldi gegn þingmönnum minnihlutans. Slíkt mun grafa undan virku aðhaldi minnihluta með stjórnarmeirihlutanum, veikja lýðræðið og rústa trausti á Alþingi“Blaðamaður Stundarinnar vakti athygli á því í dag að nefndarmenn forsætisnefndarinnar virðast ekki hafa beitt sömu hæfnisviðmiðum við meðferð annars vegar Klaustursmálsins og hins vegar akstursgreiðslumálsins. Forsætisnefnd vísaði á haustdögum frá erindi Björns Levís Gunnarssonar þingmanns Pírata um akstursgreiðslur Ásmundar. Forsætisnefnd Alþingis.Alþingi Í gær var tilkynnt að forseti og varaforsetar Alþingis hefðu metið stöðuna þannig að þeir væru vanhæfir til að fjalla um Klaustursmálið meðal annars vegna ummæla sem þeir hafi haft í frammi um málið á grundvelli hæfisreglna stjórnsýsluréttar. Sjá nánar: Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Jón Þór segist ítrekað lagt það til í forsætisnefnd að máli Ásmundar yrði vísað til siðanefndar en tillagan var felld. Í bókuninni vísaði hann í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu: „Hagsmunaárekstrar er sá þáttur stjórnmála-og stjórnsýslu sem vekur hvað mesta andúð í samfélaginu […] Hagsmunaárekstrar eru algjör lykilþáttur í umræðu um siðferðilega ásýnd stjórnmála og stjórnsýslu […] ásýnd skiptir öllu máli þegar um mögulega hagsmunaárekstra er að ræða. Spurningin getur því ekki verið sú hversu vel einstaklingurinn treysti sjálfum sér heldur hvernig tengsl blasa við öðrum.“ Allir nefndarmenn hljóti að hafa verið vanhæfir Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví að erindi hans hafi snúist um að skoða þyrfti endurgreiðslur til allra þingmanna og í ljósi þess hljóti allir fulltrúar forsætisnefndar að vera vanhæfir því ekki geta þeir dæmt í eigin máli. Aðspurður hvers vegna hann telji að meirihlutinn hafi nálgast mál hans öðruvísi en Klaustursmálið svarar Björn: „Samtryggingin hélt.“ Hann vonar þó að meirihluti nefndarinnar sjái að sér. Björn vill þá einnig minna á að forsætisnefnt gæti enn haft frumkvæði að því að taka upp málið að nýju og koma því í farveg í samræmi við meðferð Klaustursmálsins. Björn hefur nú lagt fram aðra fyrirspurn sem snýr að aksturskostnaði þingmanna fyrir kosningar. „Hversu margar ferðir, samkvæmt akstursdagbók bílaleigubíls eða samkvæmt upplýsingum um endurgreiddan aksturskostnað, fór hver þingmaður í hverri viku í apríl og mí annars vegar og september og október hins vegar frá því á árinu 2013 og þar til nú?“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17. desember 2018 17:43 Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að traust á siðareglum fyrir Alþingismenn glatist ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmanna á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. Þetta kom fram í bókun Jóns Þórs við fundargerð forsætisnefndar Alþingis í tengslum við akstursgreiðslumál Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er skylda mín sem einn varaforseta Alþingis að koma í veg fyrr að meirihluti forsætisnefndar geti notað siðareglur fyrir Alþingismenn til að hvítþvo þingmenn í meirihluta og beitt þeim sem agavaldi gegn þingmönnum minnihlutans. Slíkt mun grafa undan virku aðhaldi minnihluta með stjórnarmeirihlutanum, veikja lýðræðið og rústa trausti á Alþingi“Blaðamaður Stundarinnar vakti athygli á því í dag að nefndarmenn forsætisnefndarinnar virðast ekki hafa beitt sömu hæfnisviðmiðum við meðferð annars vegar Klaustursmálsins og hins vegar akstursgreiðslumálsins. Forsætisnefnd vísaði á haustdögum frá erindi Björns Levís Gunnarssonar þingmanns Pírata um akstursgreiðslur Ásmundar. Forsætisnefnd Alþingis.Alþingi Í gær var tilkynnt að forseti og varaforsetar Alþingis hefðu metið stöðuna þannig að þeir væru vanhæfir til að fjalla um Klaustursmálið meðal annars vegna ummæla sem þeir hafi haft í frammi um málið á grundvelli hæfisreglna stjórnsýsluréttar. Sjá nánar: Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Jón Þór segist ítrekað lagt það til í forsætisnefnd að máli Ásmundar yrði vísað til siðanefndar en tillagan var felld. Í bókuninni vísaði hann í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu: „Hagsmunaárekstrar er sá þáttur stjórnmála-og stjórnsýslu sem vekur hvað mesta andúð í samfélaginu […] Hagsmunaárekstrar eru algjör lykilþáttur í umræðu um siðferðilega ásýnd stjórnmála og stjórnsýslu […] ásýnd skiptir öllu máli þegar um mögulega hagsmunaárekstra er að ræða. Spurningin getur því ekki verið sú hversu vel einstaklingurinn treysti sjálfum sér heldur hvernig tengsl blasa við öðrum.“ Allir nefndarmenn hljóti að hafa verið vanhæfir Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví að erindi hans hafi snúist um að skoða þyrfti endurgreiðslur til allra þingmanna og í ljósi þess hljóti allir fulltrúar forsætisnefndar að vera vanhæfir því ekki geta þeir dæmt í eigin máli. Aðspurður hvers vegna hann telji að meirihlutinn hafi nálgast mál hans öðruvísi en Klaustursmálið svarar Björn: „Samtryggingin hélt.“ Hann vonar þó að meirihluti nefndarinnar sjái að sér. Björn vill þá einnig minna á að forsætisnefnt gæti enn haft frumkvæði að því að taka upp málið að nýju og koma því í farveg í samræmi við meðferð Klaustursmálsins. Björn hefur nú lagt fram aðra fyrirspurn sem snýr að aksturskostnaði þingmanna fyrir kosningar. „Hversu margar ferðir, samkvæmt akstursdagbók bílaleigubíls eða samkvæmt upplýsingum um endurgreiddan aksturskostnað, fór hver þingmaður í hverri viku í apríl og mí annars vegar og september og október hins vegar frá því á árinu 2013 og þar til nú?“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17. desember 2018 17:43 Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00
Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17. desember 2018 17:43
Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04
Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15