Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:33 Maríanna H. Helgadóttir er formaður stjórnar sjúkrasjóðs BHM. Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM en þar segir að undanfarna mánuði hafi umsóknum um sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði bandalagsins fjölgað umtalsvert. Hafi þetta haft í för með sér mjög aukinn kostnað fyrir sjóðinn en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Því þurfi að breyta úthlutunarreglunum. Nú verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í níu mánuði í stað tólf mánaða áður. Þá verður gleraugnastyrkur lækkaður sem og styrkur vegna laser- eða augnsteinaskiptaaðgerða. Heilsuræktarstyrkur lækkar jafnframt sem og fæðingarstyrkur. Maríanna H. Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að aðsókn í sjóðinn hafi keyrt um þverbak í nóvember. „Til að setja þetta í samhengi voru árið 2016 greiddar 72 milljónir í sjúkradagpeningum yfir árið en það sem af er þessu ári eru það 132 milljónir,“ sagði Maríanna. Hún sagði erfitt að segja til um hvað valdi aukinni aðsókn í sjóðinn. Heilmikil streita sé þó í samfélaginu og það gæti verið eitt af því sem skýri aukinn fjölda umsókna. Stefnt sé að því að reyna að fá sjúkradagpeningavottorð frá öllum þeim félagsmönnum sem sækja um sjúkradagpeninga. Þannig sé mögulega hægt að greina hver aðalvandinn sé. Greiðsla úr sjúkrasjóðum hefur aukist til muna hjá fleiri stéttarfélögum, til að mynda hjá VR eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í sumar. Þá var greint frá því að greiðsla sjúkradagpeninga hefði aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006 að teknu tilliti til þróunar launa. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM en þar segir að undanfarna mánuði hafi umsóknum um sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði bandalagsins fjölgað umtalsvert. Hafi þetta haft í för með sér mjög aukinn kostnað fyrir sjóðinn en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Því þurfi að breyta úthlutunarreglunum. Nú verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í níu mánuði í stað tólf mánaða áður. Þá verður gleraugnastyrkur lækkaður sem og styrkur vegna laser- eða augnsteinaskiptaaðgerða. Heilsuræktarstyrkur lækkar jafnframt sem og fæðingarstyrkur. Maríanna H. Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að aðsókn í sjóðinn hafi keyrt um þverbak í nóvember. „Til að setja þetta í samhengi voru árið 2016 greiddar 72 milljónir í sjúkradagpeningum yfir árið en það sem af er þessu ári eru það 132 milljónir,“ sagði Maríanna. Hún sagði erfitt að segja til um hvað valdi aukinni aðsókn í sjóðinn. Heilmikil streita sé þó í samfélaginu og það gæti verið eitt af því sem skýri aukinn fjölda umsókna. Stefnt sé að því að reyna að fá sjúkradagpeningavottorð frá öllum þeim félagsmönnum sem sækja um sjúkradagpeninga. Þannig sé mögulega hægt að greina hver aðalvandinn sé. Greiðsla úr sjúkrasjóðum hefur aukist til muna hjá fleiri stéttarfélögum, til að mynda hjá VR eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í sumar. Þá var greint frá því að greiðsla sjúkradagpeninga hefði aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006 að teknu tilliti til þróunar launa.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45