Náttúrulegt lyf sem vinnur á vægum kvíða og svefnleysi Florealis kynnir 17. desember 2018 15:45 Sambandið á milli svefns og kvíða er oft stórlega vanmetið. Nordic photos/getty Íslenska lyfjafyrirtækið Florealis hefur sett á markað lyfið Sefitude við vægum kvíða og svefnvandamálum. Sefitude er eina kvíða og svefnlyfið á Íslandi sem fæst án lyfseðils. „Við vitum að stór hluti Íslendinga tekur inn lyfseðilskyld lyf við kvíða og svefnvandamálum á hverjum degi, en það má ætla að það sé líka stór hluti Íslendinga sem að upplifir slík vandamál án meðhöndlunar,” segir Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, lífeindafræðingur og vörustjóri Florealis. „Við erum ánægð með að hafa aukið fjölbreytni úrræða og að geta boðið fólki viðurkennda lausn til að takast á við sín vandamál. Sefitude hefur verið mjög vel tekið af Íslendingum. Lyfið kom á markað í ágúst og seldist upp á nokkrum dögum. Það er nú fáanlegt í öllum apótekum landsins án lyfseðils.“Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch lífeindafræðingur og vörustjóri Florealis.Anton BrinkUnnið úr náttúrunniSefitude er unnið úr jurtinni garðabrúðu (Valeriana) og ætlað til að meðhöndla væg einkenni kvíða og svefnvanda. Sandra Mjöll segir úrræði til að meðhöndla vandamál á byrjunarstigi hafa skort. Mikilvægt sé að geta gripið inn í áður en vandamálið verður of stórt. „Sefitude er tekið inn að kvöldi og hjálpar viðkomandi að róast og að festa svefn. Það stuðlar að því að fólk haldi svefni og vakni síður upp um miðja nótt. Lyfið er hvorki sljóvgandi né ávanabindandi en slíkt er forsenda þess að það fái að vera í lausasölu. Þá hefur Sefitude enn fremur verið prófað í klínískum rannsóknum bæði á fullorðnum og ungmennum og má því nota frá 12 ára aldri,“ útskýrir Sandra. ,,Reynsla okkar af lyfinu hefur verið góð og lærdómsrík. Af viðtökunum að dæma er ljóst að það hefur skort svona lausn á Íslandi og greinilegt að það eru margir að fást við svona vandamál.“ segir Sandra. ,,Það er sorglegt til þess að hugsa hve margir upplifa andlega vanlíðan. Sérstaklega núna á aðventunni. Það er stanslaust áreiti allt í kringum okkur og skilaboð um að við þurfum að gera meira. Þetta getur skapað mikla innri togstreitu hjá fólki sem finnst það þurfa að uppfylla allar þessar væntingar, sem eru oft á tíðum óraunhæfar. Þetta er oft sérstaklega áberandi á álagstímum eins og aðventunni. Það er því ekki að undra að kvíði og svefnvandamál fari að gera vart við sig á þessum árstíma.”Samband milli svefnleysis og kvíðaEitt það mikilvægasta sem við getum gert til að takast á við álagið á aðventunni er að stilla væntingum í hóf og passa upp á svefninn en sambandið á milli svefns og kvíða er oft stórlega vanmetið,“ segir Sandra. „Svefninn er eitt það allra mikilvægast fyrir andlega heilsu en lítill svefn hefur strax slæm áhrif á okkur. Þegar er mikið að gera þá er oft freistandi að sofa minna. Það borgar sig samt ekki því langvarandi svefnskortur hefur mjög slæm áhrif á heilsuna og það kemur að skuldadögum fyrr eða síðar. Það gerir engum gott að vera í svefnskuld þegar kemur að hátíðunum. Það er mun betra að passa sig að hvílast á aðventunni og geta þá notið hátíðanna í góðu jafnvægi.” ,,Þetta á auðvitað ekki bara við fullorðna heldur þarf líka að huga að svefnvenjum barna og unglinga sem fara oft úr skorðum á þessum árstíma. Það eru mjög sláandi fréttirnar af því hve lítið íslensk ungmenni sofa í raun. Það er ljóst að það er ekkert svigrúm til að missa úr meiri svefn. Flest ungmenni á Íslandi eru að fá langt um minni svefn en æskilegt þykir. Það þarf því að huga vel að svefnvenjum allra á heimilinu, forðast að snúa sólarhringnum við og leyfa ekki óheftan skjátíma þó svo að það sé jólafrí.”Gagnlegar upplýsingarNotkun við vægum kvíða: 1 tafla 1-3 sinnum á dag fyrir fullorðna og 1 tafla 1-2 á dag fyrir ungmenni 12-18 ára. Notkun við svefntruflunum: 1 tafla ½-1 klst fyrir svefn fyrir fullorðna og ungmenni eldri en 12 ára. Ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkun. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.isÞessi kynning er unnin í samstarfi við Florealis Heilsa Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Sjá meira
Íslenska lyfjafyrirtækið Florealis hefur sett á markað lyfið Sefitude við vægum kvíða og svefnvandamálum. Sefitude er eina kvíða og svefnlyfið á Íslandi sem fæst án lyfseðils. „Við vitum að stór hluti Íslendinga tekur inn lyfseðilskyld lyf við kvíða og svefnvandamálum á hverjum degi, en það má ætla að það sé líka stór hluti Íslendinga sem að upplifir slík vandamál án meðhöndlunar,” segir Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, lífeindafræðingur og vörustjóri Florealis. „Við erum ánægð með að hafa aukið fjölbreytni úrræða og að geta boðið fólki viðurkennda lausn til að takast á við sín vandamál. Sefitude hefur verið mjög vel tekið af Íslendingum. Lyfið kom á markað í ágúst og seldist upp á nokkrum dögum. Það er nú fáanlegt í öllum apótekum landsins án lyfseðils.“Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch lífeindafræðingur og vörustjóri Florealis.Anton BrinkUnnið úr náttúrunniSefitude er unnið úr jurtinni garðabrúðu (Valeriana) og ætlað til að meðhöndla væg einkenni kvíða og svefnvanda. Sandra Mjöll segir úrræði til að meðhöndla vandamál á byrjunarstigi hafa skort. Mikilvægt sé að geta gripið inn í áður en vandamálið verður of stórt. „Sefitude er tekið inn að kvöldi og hjálpar viðkomandi að róast og að festa svefn. Það stuðlar að því að fólk haldi svefni og vakni síður upp um miðja nótt. Lyfið er hvorki sljóvgandi né ávanabindandi en slíkt er forsenda þess að það fái að vera í lausasölu. Þá hefur Sefitude enn fremur verið prófað í klínískum rannsóknum bæði á fullorðnum og ungmennum og má því nota frá 12 ára aldri,“ útskýrir Sandra. ,,Reynsla okkar af lyfinu hefur verið góð og lærdómsrík. Af viðtökunum að dæma er ljóst að það hefur skort svona lausn á Íslandi og greinilegt að það eru margir að fást við svona vandamál.“ segir Sandra. ,,Það er sorglegt til þess að hugsa hve margir upplifa andlega vanlíðan. Sérstaklega núna á aðventunni. Það er stanslaust áreiti allt í kringum okkur og skilaboð um að við þurfum að gera meira. Þetta getur skapað mikla innri togstreitu hjá fólki sem finnst það þurfa að uppfylla allar þessar væntingar, sem eru oft á tíðum óraunhæfar. Þetta er oft sérstaklega áberandi á álagstímum eins og aðventunni. Það er því ekki að undra að kvíði og svefnvandamál fari að gera vart við sig á þessum árstíma.”Samband milli svefnleysis og kvíðaEitt það mikilvægasta sem við getum gert til að takast á við álagið á aðventunni er að stilla væntingum í hóf og passa upp á svefninn en sambandið á milli svefns og kvíða er oft stórlega vanmetið,“ segir Sandra. „Svefninn er eitt það allra mikilvægast fyrir andlega heilsu en lítill svefn hefur strax slæm áhrif á okkur. Þegar er mikið að gera þá er oft freistandi að sofa minna. Það borgar sig samt ekki því langvarandi svefnskortur hefur mjög slæm áhrif á heilsuna og það kemur að skuldadögum fyrr eða síðar. Það gerir engum gott að vera í svefnskuld þegar kemur að hátíðunum. Það er mun betra að passa sig að hvílast á aðventunni og geta þá notið hátíðanna í góðu jafnvægi.” ,,Þetta á auðvitað ekki bara við fullorðna heldur þarf líka að huga að svefnvenjum barna og unglinga sem fara oft úr skorðum á þessum árstíma. Það eru mjög sláandi fréttirnar af því hve lítið íslensk ungmenni sofa í raun. Það er ljóst að það er ekkert svigrúm til að missa úr meiri svefn. Flest ungmenni á Íslandi eru að fá langt um minni svefn en æskilegt þykir. Það þarf því að huga vel að svefnvenjum allra á heimilinu, forðast að snúa sólarhringnum við og leyfa ekki óheftan skjátíma þó svo að það sé jólafrí.”Gagnlegar upplýsingarNotkun við vægum kvíða: 1 tafla 1-3 sinnum á dag fyrir fullorðna og 1 tafla 1-2 á dag fyrir ungmenni 12-18 ára. Notkun við svefntruflunum: 1 tafla ½-1 klst fyrir svefn fyrir fullorðna og ungmenni eldri en 12 ára. Ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkun. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.isÞessi kynning er unnin í samstarfi við Florealis
Heilsa Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Sjá meira