Veittu vistheimilanefnd ekki viðtal vegna ótta við refsingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. desember 2018 07:30 Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár, kom að kynningu skýrslunnar í gær. Fréttablaðið/GVA Margir fyrrverandi nemenda við Heimavistarskólann að Jaðri í Elliðavatnslandi treystu sér ekki til að greina vistheimilanefnd frá upplifun sinni af skólanum eða gáfu ekki rétta skýrslu af ótta við að vera refsað fyrir rógburð ef þeir greindu frá því sem átti sér stað innan veggja skólans, sem var í rekstri frá 1946 til 1973. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd á greiðslu sanngirnisbóta. Alls bárust 152 umsóknir um sanngirnisbætur frá fyrrverandi nemendum skólans og í skýrslunni er greint frá því að frásagnir þeirra væru með töluvert öðrum hætti en greint var frá í skýrslu vistheimilanefndar sem kom út árið 2010. Ótti við refsingu var ekki eina ástæðan fyrir röngum framburði heldur var mörgum fyrrverandi nemendum hlýtt til Björgvins Magnússonar sem var lengst af skólastjóri skólans og vildu nemendurnir ekki að skuggi félli á starf hans „vegna atburða sem hann bar enga sök á“, eins og segir í skýrslunni. Tæplega 400 einstaklingar sóttu nám á Jaðri, oftast í tvo til þrjá vetur en allt upp í sex til sjö vetur. Margir nemendanna greindu frá því að þeir hefðu orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu eldri nemenda og mjög takmarkað eftirlit hefði verið með nemendum vegna þess hve undirmannaður skólinn var. Alls hafa 1.162 fengið greiddar bætur á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Fjárhæðin sem ríkið hefur greitt eða skuldbundið sig til að greiða nemur nálægt þremur milljörðum króna. Hæsta bótagreiðslan nam 7,3 milljónum en sú lægsta 150 þúsundum. Bætur hafa verið greiddar vegna dvalar í Breiðuvík, Heyrnleysingjaskólanum, á Kumbaravogi, Bjargi á Seltjarnarnesi, í Reykjahlíð í Mývatnssveit, á Jaðri í Elliðavatnslandi, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. Á fimmta tug umsókna um bætur bárust vegna dvalar á öðrum stofnununum og var þeim vísað frá þar sem stofnanirnar féllu ekki undir lögin. Þó var ákveðið að greiða bætur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla þótt vistheimilanefnd hefði ekki fjallað um skólann. Nefndin kannaði starfsemi Kópavogshælis á síðari stigum og fengu einstaklingar sem þar höfðu dvalið einnig bætur. Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Margir fyrrverandi nemenda við Heimavistarskólann að Jaðri í Elliðavatnslandi treystu sér ekki til að greina vistheimilanefnd frá upplifun sinni af skólanum eða gáfu ekki rétta skýrslu af ótta við að vera refsað fyrir rógburð ef þeir greindu frá því sem átti sér stað innan veggja skólans, sem var í rekstri frá 1946 til 1973. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd á greiðslu sanngirnisbóta. Alls bárust 152 umsóknir um sanngirnisbætur frá fyrrverandi nemendum skólans og í skýrslunni er greint frá því að frásagnir þeirra væru með töluvert öðrum hætti en greint var frá í skýrslu vistheimilanefndar sem kom út árið 2010. Ótti við refsingu var ekki eina ástæðan fyrir röngum framburði heldur var mörgum fyrrverandi nemendum hlýtt til Björgvins Magnússonar sem var lengst af skólastjóri skólans og vildu nemendurnir ekki að skuggi félli á starf hans „vegna atburða sem hann bar enga sök á“, eins og segir í skýrslunni. Tæplega 400 einstaklingar sóttu nám á Jaðri, oftast í tvo til þrjá vetur en allt upp í sex til sjö vetur. Margir nemendanna greindu frá því að þeir hefðu orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu eldri nemenda og mjög takmarkað eftirlit hefði verið með nemendum vegna þess hve undirmannaður skólinn var. Alls hafa 1.162 fengið greiddar bætur á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Fjárhæðin sem ríkið hefur greitt eða skuldbundið sig til að greiða nemur nálægt þremur milljörðum króna. Hæsta bótagreiðslan nam 7,3 milljónum en sú lægsta 150 þúsundum. Bætur hafa verið greiddar vegna dvalar í Breiðuvík, Heyrnleysingjaskólanum, á Kumbaravogi, Bjargi á Seltjarnarnesi, í Reykjahlíð í Mývatnssveit, á Jaðri í Elliðavatnslandi, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. Á fimmta tug umsókna um bætur bárust vegna dvalar á öðrum stofnununum og var þeim vísað frá þar sem stofnanirnar féllu ekki undir lögin. Þó var ákveðið að greiða bætur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla þótt vistheimilanefnd hefði ekki fjallað um skólann. Nefndin kannaði starfsemi Kópavogshælis á síðari stigum og fengu einstaklingar sem þar höfðu dvalið einnig bætur.
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11
Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00