Sex bækur tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2018 23:30 Tilkynnt var um tilnefningarnar fyrr í dag. Mynd/Bandalag þýðenda og túlka Sex bækur hafa verið tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna en tilkynnt var um tilnefningarnar í fyrr í dag. Þýðingaverðlaunin verða afhent í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bandalagi þýðenda og túlka. Dómnefnd skipa þau Steinþór Steingrímsson, Brynja Cortes Andrésardóttir og Hildur Hákonardóttir. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar:Þetta er Alla, eftir Jon Fosse í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Dimma gefur út. Umsögn dómnefndar: „Jon Fosse er einn kunnasti samtímahöfundur Norðmanna, afkastamikill skáldsagnahöfundur, ljóðskáld og leikskáld. Þetta er Alla segir frá lífi, dauða og missi í litlu húsi við norskan fjörð. Sagan gerist í hugarflæði og spannar í senn fáeinar klukkustundir og margar kynslóðir. Fortíð og nútíð renna saman í löngum málsgreinum sem flæða eins og öldur og draga lesandann inn í heim sögunnar. Þetta er Alla er fimmta bók Jons Fosse sem kemur út í íslenskri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Þýðing Hjalta virkar áreynslulaus, á látlausu máli sem fellur vel að efni og inntaki sögunnar.“Hin Órólegu, eftir Linn Ullmann í þýðingu Ingibjargar Eyþórsdóttur. Bjartur gefur út. Umsögn dómnefndar: „Í Hinum órólegu segir Linn Ullmann frá bernsku sinni og foreldrum sínum, leikkonunni Liv Ullmann og leikstjóranum Ingmar Bergman. Hún tvinnar saman skáldskap, viðtöl og endurminningar um sundraða fjölskyldu við frásagnir af atburðum og persónulýsingar, svo úr verður ljóðrænn vefur, fullur af þrá, ást og söknuði. Þýðandinn þarf að takast á við margvísleg form og túlka stórar persónur svo þær fái að lifa (og deyja) án þess að sérkenni verksins glatist. Ingibjörgu Eyþórsdóttur, tekst það af lipurð og fylgir höfundinum í leit að uppruna sínum og eltingarleik við að skapa heild sem aldrei verður að raunveruleika.“Víti, eftir Dante Alighieri í þýðingu Einars Thoroddsen. Forlagið dreifir. Umsögn dómnefndar: „Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante Alighieri er eitt áhrifamesta bókmenntaverk allra tíma. Fyrsti hluti þessa sjöhundruð ára gamla söguljóðs, Víti, birtist nú í fyrsta skipti í heild sinni í bundnu máli á íslensku. Áralöng glíma þýðandans, Einars Thoroddsen, við ítalska rímformið, tersínuháttinn, sem hann setur sér að vinna eftir, er virðingarverð og reynir verulega á þanþol tungumálsins. Þótt þýðandinn beri ætíð virðingu fyrir upprunaverkinu verður þýðingin á köflum gáskafull og fjörug með óvæntum og oft grínaktugum tilvísunum í íslenskan sagnaarf og þjóðsögur.“Hinir smánuðu og svívirtu, eftir Fjodor Dostojevskí í þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar og Ingibjargar Haraldsdóttur. Forlagið gefur út. Umsögn dómnefndar: „Í verkum sínum skapaði Dostojevskí margar af eftirminnilegustu persónum bókmenntanna. Hinir smánuðu og svívirtu naut frá upphafi mikillar hylli en hún fæst við kunnugleg stef; ást og hatur, fyrirgefningu og þjáningu. Fyrir töfra höfundarins lifa hinar smánuðu, svívirtu og svívirðilegu persónur sögunnar áfram með lesandanum löngu eftir að lestri er lokið. Á máli sem er í senn gamalt og nýtt opnar lifandi þýðing Gunnars Þorra Péturssonar og Ingibjargar Haraldsdóttur 19. aldar Rússland upp á gátt fyrir íslenskum lesendum.“Etýður í snjó, eftir Yoko Tawada í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Angústúra gefur út. Umsögn dómnefndar: „Yoko Tawada er japanskur höfundur, sem vinnur á mörkum tungumála og menningarheima, skrifar bæði á japönsku og þýsku. Etýður í snjó er þrískipt. Þremur kynslóðum ísbjarna er ljáð rödd, innflytjendum í manngerðum heimi. Sögur þeirra eru seiðmögnuð blanda af raunverulegum atburðum og draumkenndum furðusögum. Fjallað er um hið mannlega og hið dýrslega, áþján og kúgun, en um leið er tekist á við stærstu viðfangsefni nútímans, svo sem fólksflutninga, þjóðerni og loftslagsbreytingar. Elísu Björgu Þorsteinsdóttur tekst með næmni og lipurð að færa þessa margbreytilegu menningar- og tungumálaheima yfir á íslensku.“Sæluvíma, eftir Lily King í þýðingu Ugga Jónssonar. Angústúra gefur út. Umsögn dómnefndar: „Lily King byggir skáldsögu sína Sæluvímu á þremur raunverulegum persónum, frumkvöðlum í mannfræði sem stunda rannsóknir á ættbálkum í Nýju-Gíneu á fjórða áratug síðustu aldar. Í bókinni er tekist á við stórar spurningar um leitina að þekkingu og takmörk hennar, félagsleg kerfi og félagslega óreiðu. Textinn sem Uggi Jónsson tekst á við er lífrænn, tjáir skynjun og ástand þess sem flýr úr vestrænu menningarumhverfi í rakan og heitan frumskóginn. Á yfirvegaðan og sannfærandi máta tekst Ugga að fella íslensku að heimi sem er flestum okkar fjarlægur.“ Bókmenntir Menning Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Sex bækur hafa verið tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna en tilkynnt var um tilnefningarnar í fyrr í dag. Þýðingaverðlaunin verða afhent í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bandalagi þýðenda og túlka. Dómnefnd skipa þau Steinþór Steingrímsson, Brynja Cortes Andrésardóttir og Hildur Hákonardóttir. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar:Þetta er Alla, eftir Jon Fosse í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Dimma gefur út. Umsögn dómnefndar: „Jon Fosse er einn kunnasti samtímahöfundur Norðmanna, afkastamikill skáldsagnahöfundur, ljóðskáld og leikskáld. Þetta er Alla segir frá lífi, dauða og missi í litlu húsi við norskan fjörð. Sagan gerist í hugarflæði og spannar í senn fáeinar klukkustundir og margar kynslóðir. Fortíð og nútíð renna saman í löngum málsgreinum sem flæða eins og öldur og draga lesandann inn í heim sögunnar. Þetta er Alla er fimmta bók Jons Fosse sem kemur út í íslenskri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Þýðing Hjalta virkar áreynslulaus, á látlausu máli sem fellur vel að efni og inntaki sögunnar.“Hin Órólegu, eftir Linn Ullmann í þýðingu Ingibjargar Eyþórsdóttur. Bjartur gefur út. Umsögn dómnefndar: „Í Hinum órólegu segir Linn Ullmann frá bernsku sinni og foreldrum sínum, leikkonunni Liv Ullmann og leikstjóranum Ingmar Bergman. Hún tvinnar saman skáldskap, viðtöl og endurminningar um sundraða fjölskyldu við frásagnir af atburðum og persónulýsingar, svo úr verður ljóðrænn vefur, fullur af þrá, ást og söknuði. Þýðandinn þarf að takast á við margvísleg form og túlka stórar persónur svo þær fái að lifa (og deyja) án þess að sérkenni verksins glatist. Ingibjörgu Eyþórsdóttur, tekst það af lipurð og fylgir höfundinum í leit að uppruna sínum og eltingarleik við að skapa heild sem aldrei verður að raunveruleika.“Víti, eftir Dante Alighieri í þýðingu Einars Thoroddsen. Forlagið dreifir. Umsögn dómnefndar: „Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante Alighieri er eitt áhrifamesta bókmenntaverk allra tíma. Fyrsti hluti þessa sjöhundruð ára gamla söguljóðs, Víti, birtist nú í fyrsta skipti í heild sinni í bundnu máli á íslensku. Áralöng glíma þýðandans, Einars Thoroddsen, við ítalska rímformið, tersínuháttinn, sem hann setur sér að vinna eftir, er virðingarverð og reynir verulega á þanþol tungumálsins. Þótt þýðandinn beri ætíð virðingu fyrir upprunaverkinu verður þýðingin á köflum gáskafull og fjörug með óvæntum og oft grínaktugum tilvísunum í íslenskan sagnaarf og þjóðsögur.“Hinir smánuðu og svívirtu, eftir Fjodor Dostojevskí í þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar og Ingibjargar Haraldsdóttur. Forlagið gefur út. Umsögn dómnefndar: „Í verkum sínum skapaði Dostojevskí margar af eftirminnilegustu persónum bókmenntanna. Hinir smánuðu og svívirtu naut frá upphafi mikillar hylli en hún fæst við kunnugleg stef; ást og hatur, fyrirgefningu og þjáningu. Fyrir töfra höfundarins lifa hinar smánuðu, svívirtu og svívirðilegu persónur sögunnar áfram með lesandanum löngu eftir að lestri er lokið. Á máli sem er í senn gamalt og nýtt opnar lifandi þýðing Gunnars Þorra Péturssonar og Ingibjargar Haraldsdóttur 19. aldar Rússland upp á gátt fyrir íslenskum lesendum.“Etýður í snjó, eftir Yoko Tawada í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Angústúra gefur út. Umsögn dómnefndar: „Yoko Tawada er japanskur höfundur, sem vinnur á mörkum tungumála og menningarheima, skrifar bæði á japönsku og þýsku. Etýður í snjó er þrískipt. Þremur kynslóðum ísbjarna er ljáð rödd, innflytjendum í manngerðum heimi. Sögur þeirra eru seiðmögnuð blanda af raunverulegum atburðum og draumkenndum furðusögum. Fjallað er um hið mannlega og hið dýrslega, áþján og kúgun, en um leið er tekist á við stærstu viðfangsefni nútímans, svo sem fólksflutninga, þjóðerni og loftslagsbreytingar. Elísu Björgu Þorsteinsdóttur tekst með næmni og lipurð að færa þessa margbreytilegu menningar- og tungumálaheima yfir á íslensku.“Sæluvíma, eftir Lily King í þýðingu Ugga Jónssonar. Angústúra gefur út. Umsögn dómnefndar: „Lily King byggir skáldsögu sína Sæluvímu á þremur raunverulegum persónum, frumkvöðlum í mannfræði sem stunda rannsóknir á ættbálkum í Nýju-Gíneu á fjórða áratug síðustu aldar. Í bókinni er tekist á við stórar spurningar um leitina að þekkingu og takmörk hennar, félagsleg kerfi og félagslega óreiðu. Textinn sem Uggi Jónsson tekst á við er lífrænn, tjáir skynjun og ástand þess sem flýr úr vestrænu menningarumhverfi í rakan og heitan frumskóginn. Á yfirvegaðan og sannfærandi máta tekst Ugga að fella íslensku að heimi sem er flestum okkar fjarlægur.“
Bókmenntir Menning Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira