TF-EIR og TF-GRO koma í þjónustu Landhelgisgæslunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. desember 2018 19:00 Á sjö árum hefur útköllum hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar fjölgað um 65 prósent og það sem af er áru eru útköllin orðin 265. Tvær nýjar þyrlur sem koma í þjónustu gæslunnar eftir áramót hafa fengið heitin TF-GRO og TF-EIR. Af þeim 265 útköllum sem flugdeild Landhelgisgæslunnar hefur sinnt það sem af er ári eru 30 prósent á sjó og 29 prósent Suðurlandi. 20 prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og níu prósent á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flest voru útköllin á milli klukkan tólf á hádegi til klukkan sex á kvöldin en rúm 40 prósent allra útkalla hafa verið á hæsta forgangsstigi þar sem líf fólks er í húfi. Fyrir tíu árum síðan var heildar fjöldi útkalla 154 og frá árinu 2011 og til dagsins í dag hefur útköllum fjölgað um 65 prósent. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu ÍslandsVísir/Friðrik ÞórSjúkraflug inn í land er að aukast „Þetta þýðir aukið álag og þá minnkandi tíma til annarra starfa eins og löggæslu og eftirlits en bitnar einna helst á æfingartíma,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Þó liggur fyrir að á næsta ári verður fjölgað um eina áhöfn í þyrluvakt Landhelgisgæslunnar. „Þetta er gríðarstórt skref og gerir það að verkum að okkur tekst að vera meira til taks með tvær áhafnir stærri hluta ársins,“ segir Georg. Georg segir að miðað við tölfræði síðustu ára mundi sjúkraflug aukast á næstu árum. „Sjúkraflug inn á land hefur aukist gríðarmikið þannig að við reiknum með því að svo verði,“ segir Georg.Önnur af leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem verður skilað á næsta áriVísir/VilhelmTF-EIR og TF-GRO koma til þjónustu á nýju ári Til umræðu hefur verið hvort staðsetja eigi minni sjúkraþyrlu á Suðurlandi og skilaði starfshópur skýrslu til heilbrigðisráðherra í sumar og kosti þess og galla. Georg segir að heppilegast væri að þyrlur væru staðsettar sem víðast um landið. „Það er alveg klárt, en á meðan skóinn kreppir að í fjármálum að þá er kannski ekki raunhæft að setja upp annað ríkisrekið flugfélag, heldur þá að berja í brestina hjá Landhelgisgæslunni og efla þá starfsemi sem þar er fyrir. En auðvitað er það okkar markmið að hafa þyrlu sem víðast,"segir Georg. Í lok janúar og byrjun apríl koma tvær nýjar þyrlur í flota gæslunnar í staðinn fyrir TF-SYN og TF-GNÁ. Þær hafa fengið einkennisstafina TF-GRO og TF-EIR.TF-EIR, önnur af tveimur nýjum leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem er væntanleg til landsins í janúar. Hin ber einkennisstafina TF-GROMynd/Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Á sjö árum hefur útköllum hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar fjölgað um 65 prósent og það sem af er áru eru útköllin orðin 265. Tvær nýjar þyrlur sem koma í þjónustu gæslunnar eftir áramót hafa fengið heitin TF-GRO og TF-EIR. Af þeim 265 útköllum sem flugdeild Landhelgisgæslunnar hefur sinnt það sem af er ári eru 30 prósent á sjó og 29 prósent Suðurlandi. 20 prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og níu prósent á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flest voru útköllin á milli klukkan tólf á hádegi til klukkan sex á kvöldin en rúm 40 prósent allra útkalla hafa verið á hæsta forgangsstigi þar sem líf fólks er í húfi. Fyrir tíu árum síðan var heildar fjöldi útkalla 154 og frá árinu 2011 og til dagsins í dag hefur útköllum fjölgað um 65 prósent. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu ÍslandsVísir/Friðrik ÞórSjúkraflug inn í land er að aukast „Þetta þýðir aukið álag og þá minnkandi tíma til annarra starfa eins og löggæslu og eftirlits en bitnar einna helst á æfingartíma,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Þó liggur fyrir að á næsta ári verður fjölgað um eina áhöfn í þyrluvakt Landhelgisgæslunnar. „Þetta er gríðarstórt skref og gerir það að verkum að okkur tekst að vera meira til taks með tvær áhafnir stærri hluta ársins,“ segir Georg. Georg segir að miðað við tölfræði síðustu ára mundi sjúkraflug aukast á næstu árum. „Sjúkraflug inn á land hefur aukist gríðarmikið þannig að við reiknum með því að svo verði,“ segir Georg.Önnur af leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem verður skilað á næsta áriVísir/VilhelmTF-EIR og TF-GRO koma til þjónustu á nýju ári Til umræðu hefur verið hvort staðsetja eigi minni sjúkraþyrlu á Suðurlandi og skilaði starfshópur skýrslu til heilbrigðisráðherra í sumar og kosti þess og galla. Georg segir að heppilegast væri að þyrlur væru staðsettar sem víðast um landið. „Það er alveg klárt, en á meðan skóinn kreppir að í fjármálum að þá er kannski ekki raunhæft að setja upp annað ríkisrekið flugfélag, heldur þá að berja í brestina hjá Landhelgisgæslunni og efla þá starfsemi sem þar er fyrir. En auðvitað er það okkar markmið að hafa þyrlu sem víðast,"segir Georg. Í lok janúar og byrjun apríl koma tvær nýjar þyrlur í flota gæslunnar í staðinn fyrir TF-SYN og TF-GNÁ. Þær hafa fengið einkennisstafina TF-GRO og TF-EIR.TF-EIR, önnur af tveimur nýjum leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem er væntanleg til landsins í janúar. Hin ber einkennisstafina TF-GROMynd/Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira