Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 12:28 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. Ágúst Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld þar sem hann greindi frá því að hann væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Ástæðan væri sú að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna samskipta við konu í upphafi sumars. Greindi hann meðal annars frá því að hann hefði reynt að kyssa hana í tvígang en hún neitaði og að hann hefði þá brugðist afar illa við því. Umrædd kona er Bára Huld sem í dag sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera mun minna úr því sem átti sér stað á milli þeirra en efni standa til. Þá greinir hún frá því að hún hafi ekki viljað að málið yrði gert opinbert en sú ákvörðun hafi verið úr hennar höndum þegar Ágúst Ólafur birti sína yfirlýsingu. Bára Huld leitaði til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar vegna málsins sem áminnti Ágúst Ólaf vegna hegðunar hans í lok nóvember. Logi segir að hann hafi í kjölfarið greint þingflokknum frá þeirri niðurstöðu og tilkynnt að hann ætlaði að stíga til hliðar í tvo mánuði til að leita sér aðstoðar. „Hann ákvað líka að gefa út yfirlýsingu sem er líka bara hans yfirlýsing og hann birti hana áður en við sáum hana fyrirfram. Hún kemur núna með sína yfirlýsingu og það er munur á þeim en þá er þetta lýsing tveggja málsaðila sem ég get ekki tjáð mig um með neinum hætti,“ segir Logi.Hvað viltu segja um stöðu Ágústar Ólafs í þingflokknum? Nú hafa margir kallað eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér og manni finnst þetta kannski síst alvarlegra. Hún allavega sakar hann um grófa áreitni. Á Ágúst Ólafur ekki alveg eins að segja af sér? „Hann er í leyfi núna og er ekki á þingi og er að leita sér aðstoðar. Svo verðum við bara að sjá til. Hann verður auðvitað að horfa í eigin barm líka,“ segir Logi og heldur áfram: „Þrátt fyrir allt er ég ánægður með að við drifum í því að búa til svona trúnaðarnefnd sem getur tryggt fólki faglega og hlutlausa meðferð og ég vona að sem flestir flokkar geri það líka.“ Alþingi MeToo Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. Ágúst Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld þar sem hann greindi frá því að hann væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Ástæðan væri sú að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna samskipta við konu í upphafi sumars. Greindi hann meðal annars frá því að hann hefði reynt að kyssa hana í tvígang en hún neitaði og að hann hefði þá brugðist afar illa við því. Umrædd kona er Bára Huld sem í dag sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera mun minna úr því sem átti sér stað á milli þeirra en efni standa til. Þá greinir hún frá því að hún hafi ekki viljað að málið yrði gert opinbert en sú ákvörðun hafi verið úr hennar höndum þegar Ágúst Ólafur birti sína yfirlýsingu. Bára Huld leitaði til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar vegna málsins sem áminnti Ágúst Ólaf vegna hegðunar hans í lok nóvember. Logi segir að hann hafi í kjölfarið greint þingflokknum frá þeirri niðurstöðu og tilkynnt að hann ætlaði að stíga til hliðar í tvo mánuði til að leita sér aðstoðar. „Hann ákvað líka að gefa út yfirlýsingu sem er líka bara hans yfirlýsing og hann birti hana áður en við sáum hana fyrirfram. Hún kemur núna með sína yfirlýsingu og það er munur á þeim en þá er þetta lýsing tveggja málsaðila sem ég get ekki tjáð mig um með neinum hætti,“ segir Logi.Hvað viltu segja um stöðu Ágústar Ólafs í þingflokknum? Nú hafa margir kallað eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér og manni finnst þetta kannski síst alvarlegra. Hún allavega sakar hann um grófa áreitni. Á Ágúst Ólafur ekki alveg eins að segja af sér? „Hann er í leyfi núna og er ekki á þingi og er að leita sér aðstoðar. Svo verðum við bara að sjá til. Hann verður auðvitað að horfa í eigin barm líka,“ segir Logi og heldur áfram: „Þrátt fyrir allt er ég ánægður með að við drifum í því að búa til svona trúnaðarnefnd sem getur tryggt fólki faglega og hlutlausa meðferð og ég vona að sem flestir flokkar geri það líka.“
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17
Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39