Heildarstefnu vantar í geðheilbrigðismálum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 22:00 Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir óvissuástand ríkja í geðheilbrigðismálum því bæði ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í þjónustu við málaflokkinn. Heildarstefnu vanti og togstreitan geti hreinlega valdið mannréttindabrotum. Sveitarfélög og ríki hafa lengi tekist á um hver beri ábyrgðin á þeim hópum sem þurfa aðstoð vegna flókins eða fjölþætts vanda í geðheilbrigðismálum. Við borgum útsvar til sveitarfélaganna, úr hægri vasa, til að sinna velferðarþjónustu og úr vinstri vasa borgum við tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Þarna á milli myndast gljúfur og óvissa er hvort ríki eða tiltekið sveitarfélag beri ábyrgð á að veita þjónustuna. Einstaklingar sem falla í gljúfrið eru því oft uppi á aðstandendur sína komnir, sem vinna þá ólaunuð störf fyrir samfélagið. „Við treystum því að þessir aðilar sinni þessari þjónustu fyrir þessa peninga,“ segir Anna Gunnhildur, formaður Geðhjálpar. Hún segir að það sem gerist þegar samvinnan sé ekki nógu mikil þá falli fólk niður gljúfrið. „Fólk fellur niður um það, til okkar og til aðstandenda. Þá er ég að tala um þá sem eru heppnir. Þeir sem eru óheppnir enda svo bara á götunni,“ segir hún. Hún segir það ríkisins að rétta út höndina til sveitarfélaga og passa upp á að þau hafi nægilegt fjármagn til að sinna verkefnum sem þeim eru falin. Hún vill sjá þverfaglegan hóp vinna í heildarstefnumótun. Vandinn sé flókinn og fólk með mjög flókinn og erfiðan vanda týnist í gjánni ef samvinnan er ekki þétt. „Þetta veldur því að stundum fær fólk ekki þjónustu eða þarf að bíða lengi eftir henni. Þetta veldur því líka að vandinn eykst og lífsgæði fólks eru ekki eins góð og lífsgæði aðstandanda eru ekki eins góð. Svo getur þetta hreinlega valdið mannréttindabrotum,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir óvissuástand ríkja í geðheilbrigðismálum því bæði ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í þjónustu við málaflokkinn. Heildarstefnu vanti og togstreitan geti hreinlega valdið mannréttindabrotum. Sveitarfélög og ríki hafa lengi tekist á um hver beri ábyrgðin á þeim hópum sem þurfa aðstoð vegna flókins eða fjölþætts vanda í geðheilbrigðismálum. Við borgum útsvar til sveitarfélaganna, úr hægri vasa, til að sinna velferðarþjónustu og úr vinstri vasa borgum við tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Þarna á milli myndast gljúfur og óvissa er hvort ríki eða tiltekið sveitarfélag beri ábyrgð á að veita þjónustuna. Einstaklingar sem falla í gljúfrið eru því oft uppi á aðstandendur sína komnir, sem vinna þá ólaunuð störf fyrir samfélagið. „Við treystum því að þessir aðilar sinni þessari þjónustu fyrir þessa peninga,“ segir Anna Gunnhildur, formaður Geðhjálpar. Hún segir að það sem gerist þegar samvinnan sé ekki nógu mikil þá falli fólk niður gljúfrið. „Fólk fellur niður um það, til okkar og til aðstandenda. Þá er ég að tala um þá sem eru heppnir. Þeir sem eru óheppnir enda svo bara á götunni,“ segir hún. Hún segir það ríkisins að rétta út höndina til sveitarfélaga og passa upp á að þau hafi nægilegt fjármagn til að sinna verkefnum sem þeim eru falin. Hún vill sjá þverfaglegan hóp vinna í heildarstefnumótun. Vandinn sé flókinn og fólk með mjög flókinn og erfiðan vanda týnist í gjánni ef samvinnan er ekki þétt. „Þetta veldur því að stundum fær fólk ekki þjónustu eða þarf að bíða lengi eftir henni. Þetta veldur því líka að vandinn eykst og lífsgæði fólks eru ekki eins góð og lífsgæði aðstandanda eru ekki eins góð. Svo getur þetta hreinlega valdið mannréttindabrotum,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira