Kósýheit… svo kemur janúar Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 20. desember 2018 09:50 Eins og ég hef gaman af skemmtilegum auglýsingum þá eru vel framkvæmdar markaðsherferðir enn betri. Herferðirnar sem þar sem allar aðgerðir og skilaboð styðja hvort annað, allir snertifletir við viðskiptavininn (og ekki viðskiptavininn) eru nýttir til þess að koma skilaboðum herferðarinnar á framfæri vekja hughrif og hafa áhrif í samræmi við skilgreind markmið. Það er auðveldara að kaupa vef borða og jafnvel splæsa í heilsíðu, bíða og vona að fjárfestingin skili sér, en ég mæli með að skoða einnig fleiri leiðir til að ná til viðskiptavina. Hvernig er t.d. innra markaðsstarfið, eru fólkið þitt upplýst um það hvað stendur til, hvaða aðgerðir eru á döfinni og hvernig þau geta haft áhrif á að markmið herferðarinnar náist? Á bak við vel útfærða markaðsherferð liggur mikil vinna og oft á tíðum er hún ekki sýnilegt fyrir en loksins er ýtt á „play“ og allt fer í loftið. Ef undirbúningurinn er góður og vandað hefur verið til verka, getur verið erfitt fyrir samkeppnina að svara því það tekur tíma að bregðast við og koma fram með svar. Þá áttu dansgólfið ein/n í dýrmætan tíma og það er bæði verðmætt og afskaplega skemmtilegt. Undanfari jólavertíðarinnar býður upp á mörg tækifæri til þess að byggja tengsl og segja þína sögu. Gott að hafa það í huga á haustmánuðum að þú vilt vera búin/n að koma þér á kortið þegar markhópurinn ákveður að standa við áramótaheitið, byrja að hlaupa aftur eins og sumarið 2014. Að það sé þitt vörumerki sem þau velja sér þegar kemur að því að kaupa hlaupaskó eða skipta út sykruðum gosdrykkjum fyrir kolsýrt vatn. Skilaboðin verða að vera skýr og markviss í gegnum alla snertifleti. Hver er sagan sem fyrirtækið er að segja? Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, segðu söguna þína og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til þá mun tilfinningin og tengingin við vörumerkið hafa jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum, horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og kaupir þína vöru. Svo er alltaf möguleiki að leggja í það verkefni að skapa nýja eftirspurn og þörf eftir þinni vöru í stað þess að bítast við samkeppnina um sömu viðskiptavinina. Því hvort sem það er að búa til þitt eigið dansgólf eða synda í bláum sjó, þá eru tækifærin endalaus fyrir þá sem þora að sækja fram og breyta. Fyrir stjórnendur sem kunna að meta áskoranir og vilja ná árangri, er það mjög skemmtilegt verkefni. Tala af reynslu, mæli með því. Þetta voru hugleiðingar markaðsstjóra í desember, góðar stundir.Höfundur er markaðsstjóri Trackwell. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og ég hef gaman af skemmtilegum auglýsingum þá eru vel framkvæmdar markaðsherferðir enn betri. Herferðirnar sem þar sem allar aðgerðir og skilaboð styðja hvort annað, allir snertifletir við viðskiptavininn (og ekki viðskiptavininn) eru nýttir til þess að koma skilaboðum herferðarinnar á framfæri vekja hughrif og hafa áhrif í samræmi við skilgreind markmið. Það er auðveldara að kaupa vef borða og jafnvel splæsa í heilsíðu, bíða og vona að fjárfestingin skili sér, en ég mæli með að skoða einnig fleiri leiðir til að ná til viðskiptavina. Hvernig er t.d. innra markaðsstarfið, eru fólkið þitt upplýst um það hvað stendur til, hvaða aðgerðir eru á döfinni og hvernig þau geta haft áhrif á að markmið herferðarinnar náist? Á bak við vel útfærða markaðsherferð liggur mikil vinna og oft á tíðum er hún ekki sýnilegt fyrir en loksins er ýtt á „play“ og allt fer í loftið. Ef undirbúningurinn er góður og vandað hefur verið til verka, getur verið erfitt fyrir samkeppnina að svara því það tekur tíma að bregðast við og koma fram með svar. Þá áttu dansgólfið ein/n í dýrmætan tíma og það er bæði verðmætt og afskaplega skemmtilegt. Undanfari jólavertíðarinnar býður upp á mörg tækifæri til þess að byggja tengsl og segja þína sögu. Gott að hafa það í huga á haustmánuðum að þú vilt vera búin/n að koma þér á kortið þegar markhópurinn ákveður að standa við áramótaheitið, byrja að hlaupa aftur eins og sumarið 2014. Að það sé þitt vörumerki sem þau velja sér þegar kemur að því að kaupa hlaupaskó eða skipta út sykruðum gosdrykkjum fyrir kolsýrt vatn. Skilaboðin verða að vera skýr og markviss í gegnum alla snertifleti. Hver er sagan sem fyrirtækið er að segja? Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, segðu söguna þína og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til þá mun tilfinningin og tengingin við vörumerkið hafa jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum, horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og kaupir þína vöru. Svo er alltaf möguleiki að leggja í það verkefni að skapa nýja eftirspurn og þörf eftir þinni vöru í stað þess að bítast við samkeppnina um sömu viðskiptavinina. Því hvort sem það er að búa til þitt eigið dansgólf eða synda í bláum sjó, þá eru tækifærin endalaus fyrir þá sem þora að sækja fram og breyta. Fyrir stjórnendur sem kunna að meta áskoranir og vilja ná árangri, er það mjög skemmtilegt verkefni. Tala af reynslu, mæli með því. Þetta voru hugleiðingar markaðsstjóra í desember, góðar stundir.Höfundur er markaðsstjóri Trackwell.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar